2781 - Um hálftíma hálfvitanna

Katrín forsætis virðist alltaf vera að bíða eftir því að einhver starfshópur, öðru nafni nefnd skili einhverju af sér. Misjafnlega langur tími á að líða þangað til svo verður. Ef nefndin skyldi ekki skila af sér á réttum tíma má alltaf fresta því dálítið. Svo á eftir að skipa aðra nefnd til þess að semja frumvarp til laga um það málefni sem til umræðu er. Síðan gæti það frumvarp velst um á alþingi í talsverðan tíma. Að lokum gæti svo vandamálið sem leysa átti verið horfið eða verið komin ný ríkisstjórn. Þetta virðist vera nokkuð staðlað svar hjá henni. Sama hvað spurt er um.

Stundum horfi ég á sjónvarp frá alþingi. Einkum og sér í lagi á hálftíma hálfvitanna, sem Jónas heitinn Kristjánsson fyrrum ritstjóri kallaði svo. Ekki hef ég komist hjá því að veita því athygli að bæði Katrín forsætis og Steingrímur Jóhann sem á að heita forseti alþingis leitast jafnan við að ýta frá sér öllu sem óþægilegt er. Vitanlega er það ekki nema mannlegt og stundum er gagnrýni á ríkisstjórnina, sem vissulega er legíó, þannig framsett að hún er varla svaraverð. Forsætisráðherra ætti þó að temja sér að svara efnislega þeim spurningum sem til hennar er beint, en ekki eyða tíma sínum í persónulegt skítkast. Þingforseti þykist yfirleitt, og kannski með réttu, vera hærra settur en óbreyttir þingmenn og gætir sín betur að þessu leyti. Segist í hæsta lagi ætla að athuga málið, sem við vitum ekkert um hvort hann gerir. Fer þó að mestu leyti eftir þingskaparreglum eftir því sem mér sýnist.

Sennilega fækkar túristum hér á Íslandi á næstu árum. Hótel, Veitingahús og ferðaseljendur allskonar, sem hafa rokkað feitt undanfarið og grætt vel, eru nú að búa sig undir að kenna aumingja stéttarfélögunum um þessar fyrirsjáanlegu afleiðingar græðgi sinnar, og ókeypis notkunar á náttúruauðlindum landsins. Svo má alveg reikna með því að Wow-air fari á hausinn. Þá munu margir fara að væla. Ekki er ólíklegt að það gjaldþrot setji af stað einhverskonar hrun. Væntanlega verður það samt ekki nærri eins slæmt og bankahrunið fyrir 10 árum.

Svokölluð bankaleynd er upphaf alls ills. Að leyfa stjórnendum banka með eða án aðstoðar sýslumanna að ráða því á eigin spýtur, hvað fellur undir þessa leynd er algjörlega fráleitt. Að ráðherrar skuli kinnroðalaust styðja fremur flokkinn sinn en almenning í landinu er sömuleiðis út úr kú. Óbreyttum alþingismönnum er vorkunn þó þeir taki sér ráðherrana til fyrirmyndar. Traust almennings á alþingi er í núlli. Traust á dómstólum hefur einnig beðið talsverðan hnekki. Sjálfur hæstiréttur hefur tilfært það sem rök fyrir niðurstöðu sinni, sem yfirleitt er í anda ríkisstjórnar, að stefndi (ríkissjóður) hefði kannski tæplega efni á því að gera það sem réttast væri samkvæmt lögum. Man vel eftir slíku í sambandi við gjöld til landbúnaðarmafíunnar. Að vísu er nokkuð langt um liðið frá þessu máli.

Að þessu sinni hef ég ekkert rætt um heimsmálin sem þó eru með versta móti nú um stundir og ekki minnst á Trump, Khashoggi eða Saudi-svínin. Það er þó ekki vegna þess að ég velti þeim ekki fyrir mér og kannski er Khashoggi-málið ekki það sem hættulegast er heimsfriðnum. T.d. eru flóttamenn frá Honduras og Guatemala þúsundum saman á leið til Bandaríkjanna. Innlend stjórnmál eru mér þó hugleiknari akkúrat núna.

IMG 7722Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi mörlensku krónunnar hefur einfaldlega sveiflast gríðarlega undanfarna áratugi, sem skapar mikla verðbólgu hér á Íslandi.

Og gengi krónunnar hefur hækkað mikið undanfarin ár, aðallega vegna stóraukinnar ferðaþjónustu hérlendis, sem fjölmargir í Sjálfstæðisflokknum hafa hatast við. cool

Vegna stóraukinnar ferðaþjónustu hér á Íslandi síðastliðin ár var nýlega hægt að stórhækka hér laun án þess að verðbólgan færi úr böndunum, stórauka sem sagt kaupmáttinn.

En þar sem gengi íslensku krónunnar hefur hækkað mikið undanfarin ár er nú mun dýrara fyrir erlenda ferðamenn að dvelja hér á Íslandi en áður, þannig að þeir dvelja nú skemur hér og fara síður út á land.

Hótel á landsbyggðinni eru því rekin með tapi en hótel hér í Reykjavík með hagnaði.

Vegna aukinnar velmegunar í heiminum, aukins framboðs af ódýru flugi til margra landa og fleiri áfangastaða ferðast fólk almennt í heiminum meira en áður og til að mynda Ísland og Noregur hafa notið góðs af því, þrátt fyrir að fæði og húsnæði í þessum löndum sé með því dýrasta í heiminum.

Og þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi fallið töluvert nú í haust er gengi krónunnar hærra en það var fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008.

En vegna gengislækkunar mörlensku krónunnar nú í haust stórhækkar nú verð á alls kyns erlendum vörum og aðföngum hérlendis, þannig að verðbólgan hér eykst og kaupmáttur launþega sem búa hér á Íslandi minnkar.

Þorsteinn Briem, 19.10.2018 kl. 00:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Már Wolfgang Mixa lektor í fjármálum - Það ríkir enn 2007 ISK 18.10.2018 (í gær):

"Ég skrifaði fyrir tæpum tveimur árum síðan greinina 2007 ISK. Þar benti ég á að að teknu tilliti til gengi íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku (sem er beintengd evrunni), verðbólgu í Danmörku og launavísitölunnar á Íslandi þá væri danska krónan ódýrari fyrir Íslendinga heldur en hún var árið 2007 þegar að allt lék í lyndi hér, á yfirborðinu í það minnsta.

Augljóst var að ég taldi að íslenska krónan gæti hæglega gefið eftir. Eftir fall íslensku krónunnar síðustu vikur, og sérstaklega daga, þá gætu margir talið að nú loks hafi sú stund runnið upp. Það er öðru nær. Við lifum enn í 2007 ISK raunveruleika. Sumt fólk var einfaldlega farið að venjast enn frekari styrkingu á ISK. Það voru hins vegar ótal mörg teikn á lofti um að slíkt gengi ekki til lengdar sem ég ætla ekki að endurtaka hérna.

Ég uppfærði útreikninga mína í dag samkvæmt sömu forsendum að ofan. Miðað við þær þá kostar það okkur Íslendinga um 3% meira að kaupa danskar krónur nú en þegar ég skrifaði grein mína í nóvember 2007. Í millitíðinni hafði sá kostnaður hins vegar lækkað um 7-8%. Danska krónan er fyrir Íslendinga þó enn um það bil 10% ódýrari núna en hún var árið 2007."

Þorsteinn Briem, 19.10.2018 kl. 00:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 19.10.2018 kl. 00:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 19.10.2018 kl. 00:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2018:

"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.

Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.

Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.

Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.

"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7 prósent til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."

Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.

Þorsteinn Briem, 19.10.2018 kl. 00:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 19.10.2018 kl. 00:13

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Þorsteinn Briem, 19.10.2018 kl. 00:14

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nú er Steina starfið sýnt
stökur engar meira.
Afskaplega er það fint
allt fá þetta að heyra.

Sæmundur Bjarnason, 19.10.2018 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband