6.10.2018 | 07:03
2777 - Er góðærið örugglega búið?
Það er langt síðan ég tók þann pól í hæðina að til þess að komast hjá því að allir gætu komist að manns innstu hugrenningum væri best að láta þær ekki í ljósi nálægt tölvu, hvort sem væri í rituðu máli eða töluðu. Þetta hefur hvað eftir annað komið sér vel því tölvur eru skaðræðisgripir. Ekki er samt hægt að hunsa þær með öllu, en maður veit yfirleitt of lítið um alla þeirra möguleika til að tengjast netum hverskonar og jafnvel heimilistækjum. Þess utan gætu þær fundið uppá því að taka myndir og þessháttar.
Það er að verða talsvert snúið hjá mér að nálgast gamlar myndir til að skreyta þetta blogg með. Ég er með þeim ósköpum gerður að mér finnst að allt sem á netinu er eigi að vera án endurgjalds. Blöskrar stundum hvað auglýsingar og hvers kyns áróður virðist eiga greiða leið að fólki. Allt er þetta gert til að hjálpa því að losna við peningana sína. Á margan hátt eru einmitt þessi fyrirbrigði undirstaðan undir menningu Vesturlanda. Minnir að einhvertíma hafi verið skrifuð bók sem hét eða heitir því nafni: Der Untergang Des Abendlandes. Já, já. Þetta er þýska. Og þar sem ég kann næstum ekki neitt í þýsku hef ég ekki lesið þessa bók. Held samt að Abendlandes vísi til Vesturlanda og að hún sé hundgömul.
Mjög vinsælt er að segja að við Íslendingar höfum komist stórkostlega vel útúr kreppunni sem hér var fyrir 10 árum. Svo er þó ekki. Margir glíma enn við afleiðingar Hrunsins og mjög varasamt er að gera ráð fyrir því að engin fjölgun hefði orðið á ferðamönnum og engar framfarir á neinu sviði, ef Hrunið hefði ekki komið til.
Góðærið er búið. Segja þeir sem gerst þykjast vita. Galli með þessi árans góðæri að maður fréttir yfirleitt ekki af þeim fyrr en eftirá. Þá er venjulega orðið of seint að gera nokkuð og maður missir af öllu. Þannig hefur það löngum verið. Hvernig mér og mínum hefur tekist að komast í gegnum allar þessar fjármálakreppur er eiginlega alveg furðulegt. Efast um að ég hafi nokkurntíma haft það betra en eftir að ég komst á eftirlaun. Þó eru þau ekki nema rúmlega 100 þúsund á mánuði. Sennilega skiptir mestu máli að við þurfum ekki að borga himinháa húsaleigu. Annar kostnaður er líka í lágmarki.
Gulli Þórðar, sem nú er víst utanríkisráðherra sagði um daginn, og var þá að ræða um ESB, að framvegis gæti enginn haldið því fram að auðvelt væri að hætta þáttöku þar. Og vísaði þá áreiðanlega í BREXIT. Eins og kunnugt er eiga Bretar í nokkrum erfiðleikum með að losna úr Evrópusambandinu. Eða kannski vilja þeir bara fá allt fyrir ekkert, eins og við Íslendingar erum þekktir fyrir. Auðvitað eru Bretland og Ísland næstum því eins að öllu leyti (ekki) og þessvegna hefur Gulli eflaust rétt fyrir sér. Einhverjir gætu samt efast um að svo sé. Svo eru þeir til sem eru á móti ESB af einhverri annarri ástæðu, eins og t.d. Jón Valur Jensson. Sennilega er hann hræddur um að við festumst í einhverjum Trumpisma ef við svo mikið sem hugsum vitlaust.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Jón Valur með lítinn lim,
liggur Trump nú undir,
báðir elska kommann Kim,
kinkí eiga stundir.
Þorsteinn Briem, 6.10.2018 kl. 15:38
Steini dóni stíft að Jóni
stefnir ergi ljótum sóni.
Sjálfur Ónan með eigin grjóni
anginn dýrkar á blautu Fróni.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.10.2018 kl. 15:30
Steinar 2 hér stangast á
stíft, það hentar fáum.
Engu bæti eg við þá
endann bráðum sjáum.
Sæmundur Bjarnason, 7.10.2018 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.