30.7.2018 | 11:06
2753 - Julian Assange
Það var hann Vilbergur vanafasti sem gerði næstum allt sem til óþurftar er. Vel mætti hugsa sér að gera hann að strámanni. Uppáhalds strámaður eða strámenn margra er góða fólkið svonefnda. Þetta er hjá flestum háðsyrði hið mesta. Á þetta má slengja allskyns fáránlegum ímyndunum um þá sem styðja eða vilja gjarnan styðja flóttamenn og hælisleitendur. Aðgerðarsinnar allir (nema nýnasistar) tilheyra þessum hópi að sjálfsögðu.
Einhverju sinni var mjög til siðs að skíra fyrirtæki og allan fjandan .is eitthvað. Fyrir mér hætti sú tilfinnig sem því fylgdi að vera frumleg og varð í staðinn hallærisleg þegar skyr.is kom á markaðinn. Af hverju þetta kemur allt í einu upp í hugann núna veit ég ekki. Og ég veit heldur ekki hvers vegna mér þótti þetta allt í einu hallærislegt. Kannski hefur einhver sem ég hef metið mikils á þeim tíma verið á móti þessu.
Julian Assange hefur hírst í sendiráði Ekvador í London síðan árið 2012. Hvernig í ósköpunum stendur á þessu. Bakvið þetta er löng saga og um margt merkileg. Hann var stofnandi og ábyrgðarmaður Internet síðunnar WikiLeaks á sínum tíma. (Á íslensku á allsekki að hafa stóran staf inni í miðju orði.) Þessi samtök njóta og nutu verulegs stuðnings víða um heim. Þó ekki í Bandaríkjunum. Kannski hafa þau alla tíð notið meiri stuðnings hér á Íslandi en víða annars staðar. Á þeim tíma sem liðinn er hefur Assange hugsanlega orðið úreltur og önnur samtök en WikiLeaks tekið við keflinu.
Vera hans í sendiráði Ekvador hefur orðið til þess að Wikileaks samtökin hafa á margan hátt drabbast niður. Stjórnvöld í Bretlandi og Ekvador ræða nú hvernig hægt er að leysa margskonar vandamál sem þessu tengjast. Svíþjóð og Bandaríki Norður-Ameríku blandast einnig í þessa deilu. Vel mætti skrifa margar bækur um þetta mál alltsaman en í grunninn snýst það um mismunandi túlkun laga í þessum löndum.
Að mörgu leyti lít ég hann svipuðum augum og Bobby Fischer. Báðir urðu þeir fyrir reiði stórvelda þrátt fyrir frægð sína. Örlög þeirra stjórnast að miklu leyti af þessum stórveldum. Þau (stórveldin) muna vel ef þeim finnst eitthvað gert á hlut sinn og hafa fjölmörg ráð til þess að hefna sín. Þegar frægðarinnar og aðdáunar margra nýtur ekki við getur orðið ansi lítið úr baráttu gegn slíku ofurefli.
Ein besta braghendi sem ég kann finnst mér vera þessi:
Sólskríkjan mín situr enn á sama steini
og hlær við sínum hjartans vini.
Honum Páli Ólafssyni.
Sjálfur hef ég reynt að stæla þetta:
Braghendu er býsna gott að berja saman.
svo er líka geysigaman
að gretta sig sem mest í framan.
Annars finnst mér litlu máli skipta fyrir hagyrðinga (sem ég tilheyri hugsanlega) hvað bragarhættir heita. Sama er að segja um höfunda. Ef vísan hittir í mark verður hún fleyg, annars ekki:
Á fésbókinni eru flestir feikilega góðir
og feta ekki neinar slæmar slóðir.
Slappir verða geysilega fróðir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Vel mælt Sæmundur en sekur er hann fyrir leka á leyndarmálum. Aðrir eru sekir fyrir að halda vissum málefnum leyndum svo þetta er sagan endalausa.
Valdimar Samúelsson, 30.7.2018 kl. 15:43
Dáður mjög var Julian,
djöfla fann hann seka,
ekki lengur spikk og span,
spilling má ei leka.
Þorsteinn Briem, 30.7.2018 kl. 16:01
Spillingunni lak og lak
loksins er hún farin.
Orðin líka algjört flak
öll er blá og marin.
Sæmundur Bjarnason, 30.7.2018 kl. 16:27
Valdimar, Assange er hetja hjá sumum, en skúrkur hinn mesti hjá öðrum. Við þessu er lítið að gera, en ekki verða allar deilur að milliríkjamáli.
Sæmundur Bjarnason, 30.7.2018 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.