8.7.2018 | 09:18
2744 - Aldrei skal ég eiga flösku
Auðvitað er eitt af því fyrsta sem ég geri á hverjum morgni að gá hve margir hafi slysast til að skoða bloggið mitt daginn áður.
Nr. 1 Tek töflurnar mínar (sex að tölu: Á ég kannski að telja þær upp?)
Nr. 2 Tek inn eina skeið af lýsi.
Nr. 3 Fæ mér morgunkorn og kynni mér svolítið helstu fréttir á meðan.
Nr. 4 Fæ mér kaffi.
Nr. 5 Skoða hve margir hafa komið inná bloggið mitt, ef ég hef tíma til.
Nr. 6 Fer að undirbúa morgungönguna, en þar er um margskonar vana að ræða.
Að þessu sinni hyggst ég hlífa lesendum við þeirri upptalningu sem þá gæti tekið við. Hún er löng og sumum gæti þótt hún hálfleiðinleg.
Þó um þessa helgi séu svokallaðir írskir dagar hér á Akranesi verður maður sífellt minna var við þessháttar húllumhæ eftir því sem árin líða. Fluttum hingað árið 2015 og mér er nær að halda á umfang þessarar bæjarhátíðar hafi farið sífellt minkandi síðan. Kannski erum við bara svona leiðinleg að allir forðast okkur.
Í upphafi þessa bloggs, gleymdi ég alveg að segja frá því að þó svo ég hafi ekkert skrifað í gær, eru lesendur mínir komnir yfir 40 í dag eða eftir miðnætti í gærkvöldi. Monti lokið.
Nú er samkvæmt fréttum byrjað að fara með strákana í hellinum í Thailandi út úr honum. Sjaldan held ég að heimurinn hafi fylgst eins vel með björgunaraðgerðum og að þessu sinni. Held að allir sem með þessu fylgjast óski þess að aðgerðin gangi vel. Ég er reyndar sannfærður um að svo verður.
Með allskyns útúrdúrum er mér núna að takast að blogga um nákvæmlega ekki neitt. Hvernig skyldi ALVÖRU-bloggurum líka við þetta?
Vísan sem er að flækjast fyrir mér núna og sífellt kemur upp í hugann er svona:
Aldrei skal ég eiga flösku
aldrei bera tóbaksskrín.
Aldrei reiða ull í tösku
aldrei drekka brennivín.
Þessa vísu lærði ég fyrir margt löngu, sennilega næstum 70 árum og vitanlega er hægt að setja alltaf í staðinn fyrir aldrei í öllum vísuorðunum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Langt síðan maður hefur kíkt á bloggið þitt, skólabróðir. - Heldurðu að það sé kannski óheppilegt veður sem hafi haft áhrif á aðsókn að írskum dögum? Mér sjálfum þykir það líklegra en að Skagamenn séu allt í einu orðnir leiðinlegt fólk! Hefði væntanlega kíkt þangað sjálfur hefði ég verið heima hjá mér, en við erum í bústaðnum núna og verðum eitthvað áfram og maður verður sífellt latari að keyra langar leiðir!
Ellismellur 8.7.2018 kl. 09:53
Tekur alltaf töflur sex,
á teljarann svo lítur,
innlitið nú óðum vex,
engar fær hann vítur.
Þorsteinn Briem, 8.7.2018 kl. 17:16
Töflur sex hann tók í gær
til að vernda blóðið sitt.
Sæmi litli fimur fær
fjöldamargt frá Steina titt.
Sæmundur Bjarnason, 8.7.2018 kl. 17:56
Vísukornið hljómar óneitanlega betur með alltaf í stað aldrei, en svona er nú misjafn smekkur manna. Þakka gott blogg, sem fyrr.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.7.2018 kl. 01:49
Verð að kasta kveðju á þig Sæmi. :)
DoctorE 11.7.2018 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.