7.7.2018 | 10:58
2743 - Bakþankar Fréttablaðsins
Ég er með kenningu. Hún er um bakþanka Fréttablaðsins, sem heilla mig alltaf. Ég held að ég lesi þá oftast. Held að flestir eða allir blaðamenn Fréttablaðsins séu skikkaðir til að skrifa bakþankana og við það sé notuð sérstök röð. T.d. aldursröð. Auðvitað eru ekki allir alltaf tilbúnir þegar til á að taka með þanka sem passa í þetta slott. Þá er kallað á Óttar Guðmundsson. Hann á nefnilega alltaf í fórum sínum eitthvað sem nota má.
Annars eru þessir bakþankar einskonar miniblogg og sennilega er ég svona hrifinn af þeim þessvegna. Gott ef þessir bakþankar eru ekki að verða mínir aðal mentorar í bloggfræðum. Að vísu er hver þeirra bara ígildi einnar stuttrar blogg-greinar, en við því er ekkert að gera. Svona er þetta bara. Frekari útleggingar á því sem þar er að finna hef ég þó reynt að forðast. Kannski eru þeir fjölmargir sem lesa jafnan bakþankana og kannski eru þeir sárafáir. Fréttablaðinu er samt dreift mjög víða og þó því sé stundum hent í pakkavís þá er ekki að efa að margir lesa sumt í því. A.m.k. virðast auglýsendur halda það.
Ekki get ég látið allt þetta blogg fjalla um bakþanka Fréttablaðsins. Sennilega verð ég að bæta einhverju við. Samt dettur mér ekkert skárra í hug en að minnast aðeins á títtnefnda bakþanka. Ég tek þá til við bakþanka dagsins. Vitanlega er það Óttar Guðmundsson sem skrifar þá. Hann minnist þar á Gissur Þorvaldsson og Sturlu Sighvatsson. Einu sinn var ég staddur uppi á Búrfelli í Grímsnesinu og flutti þá langan fyrirlestur um það þegar Sturla lét handtaka Gissur og þeir riðu saman yfir Álftavatn. Því miður voru áheyrendur ekki margir. Reyndar bara einn og það var Sigurbjörn bróðir minn. Einu sinni ætluðum við nefnilega að ganga á ein fimm eða sex Búrfell sama daginn. Aldrei varð þó úr því en undirbúningurinn var langt kominn. Óttar er allur í fornsögunum og það er ég eiginlega líka. Þær eru mér, eins og mörgum fleiri, stöðug áminning um visku og samtímaviðhorf.
Sumir gera engan greinarmun á Íslendingasögum og Sturlungu. Það geri ég samt. Sturlunga er í mínum augum sagnfræði en Íslendingasögur skáldsögur þess tíma sem þær eru skrifaðar á. Reyndar minnist ég í þessari upptalningu ekkert á Fornaldasögur Norðurlanda, Biskupasögur eða Riddarasögur o.s.frv. en í sumum þeirra er að finna mikilsverðan fróðleik. Sá sem njóta vill nútímabókmennta getur, að mínum dómi, ekki látið hjá líða að kynnast okkar forna menningararfi að einhverju marki.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Óttar skrifar afturábak,
afar ljóta þanka,
Skrattinn í það augun rak,
á því mun hann hanka.
Þorsteinn Briem, 7.7.2018 kl. 13:17
Óttar skrifar afturábak
þó fáir skrifi svoleiðis.
Á Kölska Steini stillir tak
og stýrir honum áleiðis.
Sæmundur Bjarnason, 8.7.2018 kl. 09:32
Einn er sá sem aldrei breytir neinu.
Lærði að lesa í Grasgarðinum hjá Sveinu.
Íþróttina kannski kann þá sönnu og einu.
Sæmundur Bjarnason, 8.7.2018 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.