5.7.2018 | 08:44
2742 - Bitcoin
Horfði á leikinn milli Englands og Kólumbíu um daginn og það verð ég að segja að ógeðslegri knattspyrnu hef ég aldrei séð. Réttast væri að nefna þetta afbrigði fólbolta frekar en fótbolta. Ekki var nóg með að öllum mögulegum atvinnumannabrögðum væri beitt, heldur var oft á tíðum alls ekki annað að sjá en meiningin væri að skaða andstæðinginn sem mest. Auk þess sýndu allir eða flestallir leikmennirnir ágæta leikarahæfileika þegar þeir þóttust hafa stórslasast en voru samt alheilir þegar dómarinn tók ekkert mark á þeim. Hélt að ekki væri hægt að komast lengra en Neymar í aumingjaskapnum en svo er að sjá sem það sé ekki erfitt. Mín skoðun er sú að þeir sem sigra í þessum leik verði heimsmeistarar í fantabrögðum. Á vissan hátt er búið að eyðileggja knattspyrnuna, sem var þó alveg sæmileg í undanrásunum. Sennilega guðsblessun að sleppa við úrslitin.
Er Bitcoin að taka við af Evru og Dollar? Er þriðja eða jafnvel fjórða hagkerfið að taka yfir? Eru hinar undirokuðu stéttir sem gjarnan gefa skít í stjórnvöld að taka við? Eru hinir misskildu útrásarvíkingar að ná heimsyfirráðum? Ja, stórt er spurt og kannski ekki nógu settlega. Eitthvað er samt gruggugt við öll þessi gagnaver sem spretta eins og gorkúlur eða túristahótel út um allar jarðir. Kannski er þessi heimsbylting ekki bundin við Ísland eins og sú síðasta. Hver veit nema hin pínulitla íslenska króna verði í framtíðinni gjaldeyrir alls heimsins?
Ekki er ég spámaður og síst mundi ég spá um framtíðina. Vissulega er það svo að næsta Hrun hlýtur að vera handan við hornið. Best er að skulda ekki neitt og jafnvel að eiga ekki neitt heldur. Er kannski að styttast í að heimshlýnunin verði óviðráðanleg? Kannski hin óendanlega rigning hér á Ísa köldu landi boði eitthvað sérstakt. Það skyldi þó ekki vera?
Annars er kannski best að halda sig við jörðina. Ánamaðkarnir eru hæstánægðir með rigninguna sýnist mér. A.m.k. eru þeir í miklu magni á gangstígunum. Samt er óvíst að þeir séu á skemmtigöngu. Eða skriði og skruni.
Sumsstaðar er verslunarstarf kennt í sérstökum skólum. Kennari í slíkum skóla lagði mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum ávallt eitthvað annað í staðinn ef viðkomandi vara væri ekki til. Einn nemandinn tók þetta alla leið og mælti hiklaust með úrvalssandpappír þegar klósettpappír var ekki til. Þetta var bara til að beina huga ykkar í rétta átt kæru lesendur, því hvað er mikilvægara en góðar og vel mótaðar hægðir? Er ekki bara ágætt að enda á þessu?
Um að gera að hafa það sem maður skrifar bara nógu stutt. Þá er auðveldara að skrifa oft. Betra er að skrifa oft og stutt en sjaldan og langt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Stsffírugur stórt hann spyr,
stendur oft á gati,
bitcoin þó við dauðans dyr,
á dollar lýsi frati.
Þorsteinn Briem, 5.7.2018 kl. 13:03
Staffírugur stórt hann spyr,
stendur oft á gati,
bitcoin þó við dauðans dyr,
á dollar lýsi frati.
Þorsteinn Briem, 5.7.2018 kl. 13:09
Bitcoin er blessun fín
bréf sín margur selur.
Eggjar dollar upp til sín
enga krónu velur.
Sæmundur Bjarnason, 5.7.2018 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.