16.5.2018 | 11:13
2719 - Íþróttir o.fl.
Sumt af því sem fólk segir frá á fésbókinni um fátækt sína og aumingjaskap á alls ekki við um mig. Hvort þeir peningar sem til ráðstöfunar eru nægja til framfæris eða ekki fer talsvert eftir þeim lífsstíl sem fólk temur sér eða velur. Hér á Íslandi erum við sem betur fer nokkurn vegin laus við hungur. En auðvitað hafa ekki allir það jafngott. Kommúnisminn tókst ekki í Sovétríkjunum sálugu. Þar áttu allir að vera jafnir.
Góð heilsa er samt alls ekki sjálfsögð. Ennþá er ég sæmilega heilsuhraustur þó ellin hafi náð talsverðum tökum á mér. Satt að segja vorkenni ég þeim sem þurfa að borga háa húsaleigu og sjá fyrir mörgum börnum. Kannski hafa þeir þar að auki lágar tekjur eða engin eftirlaun.
Sumt af þessu er hægt að sjá fyrir og eyða þá þeim mun minna í það sem kalla mætti óþarfa. Vitanlega er það skilgreiningaratriði hvað er óþarfi. Það sem einn álítur hreinasta óþarfa álítur sá næsti vera nauðsynlegt. Langflestir Íslendingar hafa þó nóg að borða og þak yfir höfuðið. En er það nóg? Sennilega ekki. Heilbrigði, bæði andlegt og líkamlegt, er á margan hátt það nauðsynlegasta og það er alls ekki hægt að kaupa fyrir peninga.
Hvernig eigum við, venjulegir íþróttaáhugamenn að fara að? Nú orðið þarf að fylgjast með svo mörgu að maður kemst alls ekki yfir það alltsaman. Og svo segja íþróttafréttamennirnir ekki nærri alltaf um hvað verið er að tala og hvort um er að ræða karlmenn eða konur. Verst er þetta með boltaíþróttirnar. Oft þarf maður að geta sér til um hvað verið er að tala um eftir marka eða stigatölunni. Félögin heita alltaf það sama. Eiginlega ætti maður bara að fylgjast með ákveðnum félögum. Þá kemur upp vandamálið með þjóðerni. Það er á að margan hátt tengt íþróttum. Nenni ekki að fjölyrða meira um þetta.
Fjölmenning eða fjölmenning ekki er spurning dagsins. Auðvitað skipta flóttamenn máli. Engin fjölskylda fer á vergang að gamni sínu. Örlög Palestínumanna og ógæfa er vel skiljanleg og reyndar er hægt að skilja Ísraelsmenn jafnvel líka. Úrslitin í söngvakeppni Evrópu gætu skipt máli í þessu sambandi. Ekki er þó auðvelt að ímynda sér að þau úrslit verði til góðs. Sæmilegur friður á þessu svæði gæti þó smitað út frá sér.
Greinilegt er að helstu rifrildisefnin fyrir komandi kosningar eiga hér á Íslandi að verða lögheimilismálið og Hörpumálið. Bæði finnst mér heldur ómerkileg. Á sama hátt og vinstri-sinnar eiga að segja að Svanhildur Konráðsdóttir sé ómöguleg eiga hægrisinnar að segja að Vesturverk megi borga þá reikninga sem þeim sýnist. Eiginlega vil ég hvorugum hópnum tilheyra. Öll mál geta orðið pólitísk og erfitt er við það að ráða. Grimmdarverk Ísraela gagnvart Palestínumönnum eiga að hafa áhrif á heimsmálin en óvíst er að þau geri það.
Sú heimspekilega spurning hvort fólk sé fífl er sennilega sú spurning sem mest veltur á. Er fólk virkilega almennt svo skyni skroppið að það láti snákaolíusölumenn hræra í sér. Einhverja gagnrýna hugsun verða allir að temja sér. Sé litið á auglýsingar dagsins virðist samt fara lítið fyrir henni hjá mörgum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Oddvitann hann alltaf stutt,
aldrei fer með löndum,
Andskotinn nú aftur flutt,
í Árneshrepp á Ströndum.
Þorsteinn Briem, 16.5.2018 kl. 13:04
Oddvita var ekki rótt
er hann fór til Steina.
Þetta var nú fremur fljótt
fékk hann þar að reyna.
Sæmundur Bjarnason, 16.5.2018 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.