12.4.2018 | 07:43
2704 - Bræðurnir Egilsson
Steini Briem kallaði sig einhverntíma eitthvað annað. Man ekki hvað það var. Hann hefur greinilega gaman af að setja saman vísur. Af einhverjum ástæðum virðist hann hafa tekið ástfóstri við bloggið mitt og yrkir vísu með runurími við hvert blogg sem ég læt frá mér fara um þessar mundir og leggur þar, á sinn hátt, útaf því sem ég skrifa. Vona bara að hann haldi því áfram.
Sé að ég hef gleymt að stækka og miðja myndina sem ég lét fylgja blogginu mínu um daginn. Nenni samt ekki að lagfæra það. Gæti það þó sennilega alveg. Er orðinn svolítið þreyttur á þessum gömlu myndum mínum. Er búinn að nota þær allar áður. Læt samt slag standa. Síðast þegar ég vissi kostaði nefnilega þúsund kall að bæta við sig plássi á Moggablogginu. Mér finnst að allt eigi að vera ókeypis á internetinu. Þó er ég svolítið á móti fésbókinni. Hún er ókeypis, en selur sennilega aðganginn að okkur. Þarna er ég semsagt kominn í andstöðu við sjálfan mig. Hver segir að við megum ekki vera þannig?
Ætlar góða fólkið að flýja í hægra skjólið hjá Trump og May? Vonda fólkið er svolítið vinstrisinnað (sumt a.m.k.) án þess þó að styðja Rússa eða Pútín. Kannski bara Kúrda eða Tíbeta. Ýmsa mætti styðja frekar en Pútín og Assad. Stríð eru stórhættuleg og ber að varast. Alþjóðleg stjórnmál eru oft margflókin. Tyrkir eru varasamir. Kannski Trump haldi að hann geti hrætt Pútín með því að segjast ætla að skjóta eldflaugum á Assad. Hugsanlega hefur honum tekist með digurbarkalegu tali sínu að hræða Kim Yong un frá kjarnorkutilraunum sínum. Í bili a.m.k. Ekki er víst að eins auðvelt sé að hræða Pútín. Gott ef Rússa-athugunin í bandaríkjunum er ekki að valda þessu öllu saman. Trump er alveg trompaður útaf henni.
Þessar hugleiðinar mínar um alþjóðastjórnmál eru kannski ekki marktækar. Enda lesa þetta fáir sem betur fer. Veit ekki hvað ég mundi gera ef einhver marktækur tæki uppá því að ráðast á þessar skoðanir mínar. Sigurjón Egilsson, sem ég held endilega að sé bróðir Gunnars Smára Egilssonar sem stofnaði Sósíalistflokkinn sællar minningar og vildi þaráður að við gerðumst fylki eða sýsla í Noregi og hefur komið víða við. Sigurjón, sem áður stjórnaði Sprengisandi sínum á Bylgjunni (svo ég komist nú loksins að efninu) virðist hafa fulla atvinnu af því að fylgjast með íslenskri pólitík og skrifa um hana. Eins ómerkileg og hún nú er. Eflaust borgar BB honum samt ekki fyrir það úr ríkiskassanum.
Nú er ég búinn að nefna fáein nöfn í þessu bloggi mínu og þar af leiðandi ætti ég að fá talsvert margar heimsóknir á minn mælikvarða, jafnvel þó þetta sér bara Moggablogg. Sennilega fer þeim fjölgandi sem hafa andstyggð á Mogganum. Ekki er að sjá að Eyþór geti híft upp fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eins og hann hefur sennilega átt að gera.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Eyþórs Arnalds þraut er þung,
það er hann að kvelja,
að fagran Dag með flottan pung,
flestar konur velja.
Þorsteinn Briem, 12.4.2018 kl. 13:16
Arnalds er það ógnarböl
að eiga pung ei fríðan.
Segir Steini í stundarkvöl
með stinnan reð og síðan.
Sæmundur Bjarnason, 12.4.2018 kl. 13:59
Einar Magnússon kennari MR og rektor sagði að einn af kostunum viðnað búa á Íslandi væri að hér gerðist lítið og fljótlegt að fylgjast með og þá hefðu íbúarnir óvenjugóðan tíma til að fylgjast með heimsmálunum.
Aðalsteinn Geirsson 12.4.2018 kl. 14:49
Gott er að láta gildan pung,
gutla milli fóta.
Þá best er varast sporin þung,
þekkjandi kynfærið ljóta.
Góðar stundir, með leirburðarkveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.4.2018 kl. 23:21
Hafðu þakkir Sæmundur, fyrir stórskemmtilega pistla og myndir af hverju sem er, um allt milli himins og jarðar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.4.2018 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.