4.3.2018 | 11:30
2690 - Bitcoin
Leikmannsþankar um bitcoin. Hvað er bitcoin? Þetta er ansi góð spurning. Flestir segja þetta ef þeir eiga í vandræðum með að svara spurningunni. Það er nokkuð gott ráð að hrósa fyrirspyrjandanum meðan málið er íhugað eða fundin leið til þess að komast hjá því að svara. Mér finnst bitcoin og aðrar slíkar myntir vera eitthvað sem ekkert raunverulegt stendur á bakvið. Hvað aðrar alþjóðlegar myntir varðar, virðist það vera að flestir geri ráð fyrir að auðlegð viðkomandi þjóða standi á bakvið myntina. Það er ekki bara svo, að því sé trúað að raunveruleg verðmæti standi að baki myntarinnar, heldur er því líka trúað að flöktið verði ekki alltof mikið. Að baki bitcoin stendur ekkert nema trú þeirra sem eiga þá mynt. Gengisflöktið hefur hingað til verið mikið og á sama hátt og búast má við að gengið hækki þegar ekki er lengur hægt að búa til fleiri bitcoin-krónur, má alveg eins búast við að það lækki niður í núll. Meira hef ég eiginlega ekki að segja um þetta mál í bili. Að mörgu leyti er þetta meira-fífls-kenningin í öllu sínu veldi.
Þessa klausu setti ég á fésbókina um daginn og einhverjir hafa e.t.v. lesið hana þar. Samt finnst mér ástæða til að hafa hana hér.
Eiginlega er margt hægt að segja um bitcoin. Mér finnst það flest bera vott um svindl og svínarí. Aðra stundina getur manni fundist að maður sé forríkur en hina stundina að maður sé fátækari en flestir aðrir. Best er að láta þessar krónur alveg eiga sig. Auðvitað er hægt að segja að peningar yfirleitt byggist á trú. Það leysir samt ekki þann vanda sem sumir hugsanlega standa frammi fyrir: Á ég að kaupa bitcoin núna (ef það er einhvers staðar til sölu) eða á ég að bíða með það. Hugsanlega hækkar gengið og græði ég þá ekki?
Nú er kominn sunnudagur. Bjarni tók þátt í deildakeppninni í skák, sem lauk um helgina og litlu munaði að þeim (UMSB) tækist að komast upp. Gengur bara betur næst. Kannski hafa ívið fleiri fylgst með söngvakeppninni í gærkvöldi en með Chess Results. Samt tók ég hið síðarnefnda framyfir. Veit ekki einu sinni úrslitin í Eurovision, enda skipta þau litlu máli.
Þegar ég læt svo lítið að blogga svolítið rýkur lesendafjöldinn upp, sem eðlilegt er. Aldrei verður hann samt svo mikill að til vandræða horfi og því er ég feginn. Síst af öllu vænti ég þess að einhverjir taki mark á þessu bulli mínu.
Nú er úti það sem mamma kallaði þurrakulda. Engin hálka. Enginn snjór. Lítill sem enginn vindur. Dálítið frost samt. Mesti kosturinn við Akranes er að þar er næstum aldrei snjór. Svolítill vindur kannski, en ekki mikið til baga.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég hélt að Reykfjörð ferðamálaráðherra væri vön að aka í miklum snjó á Akranesi og þar af leiðandi miklu betri í því en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, að eigin sögn.
Þorsteinn Briem, 4.3.2018 kl. 16:13
Það er aðeins trúin sem stendur á bakvið Bitcoin. En það sama á við um ýmislegt annað. Til dæmis er aðeins örlítið brot af því gulli sem grafið hefur verið úr jörðu notað í vörur eða framleiðslu, langstærsti hlutinn keyptur af fjárfestum og geymdur. Ef gull tapaði allt í einu tiltrú fjárfestanna myndi verðið hrynja og þá væri kannski ekkert verra að hafa bara keypt Bitcoin.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.3.2018 kl. 20:58
Þetta með gullið getur vel verið rétt, en gullfóturinn á sér mun legnri sögu en bitcoinfóturinn.
Sæmundur Bjarnason, 5.3.2018 kl. 13:40
Það er alveg rétt. Þess vegna er áhættusamara að kaupa bitcoin en gull. En það er vafasamt að á þessu tvennu sé eðlismunur.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.3.2018 kl. 08:35
Eðlismunurinn er einkum sá að mjög margar ríkisstjórnir trúa á gullið, en kannski er það merki um alþjóðavæðingu að tölvu-fóturinn er að verða sterkari og unga fólkið virðist í vaxandi mæli vera bitcoin-sinnað.
Sæmundur Bjarnason, 6.3.2018 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.