2689 - Tinni og Tolkien

Ég er svolítiđ hissa á ţví hverskonar hređjataki ţeir hafa sýnilega náđ á öllum íslenskum fjölmiđlum, sem álíta teiknimyndasögur og Tolkien mođsuđur úr miđaldabókum merkilegustu bókmenntir sem skrifađar hafa veriđ síđustu árţúsundin. Vćntanlega eru ţeir sárafáir en ţađ afsakar ekki neitt. Ég er satt ađ segja búinn ađ fá leiđ á ţessum Tinna-sérfrćđingum og Hringadróttins-helgislepju-menntamönnum, sem vađa uppi allsstađar og ekki síst í útvarpi og sjónvarpi allra landsmanna.

Mitt sjónarmiđ er ađ ţetta séu í mesta lagi miđlungsbókmenntir. Ţví er samt ekki ađ leyna ađ vinsćldir ţessara bóka hafa leitt marga til betri og fullkomnari bókmennta. Svipađ er ađ segja um Harry greyiđ Potter. Vinsćldir hans hafa orđiđ til ţess ađ fleiri og fleiri hafa fariđ ađ lesa alvöru-bókmenntir. Ţessvegna má segja ađ ţessar vinsćldabćkur séu jákvćđs eđlis. Hversvegna ađ berjast ţá gegn ţeim? Eiginlega er ég allsekki ađ gera ţađ. Eđa ţađ finnst mér ekki. Mér finnst ţeim bara of mikiđ hampađ á kostnađ annarra bókmennta.

Mikiđ er fjargviđrast útaf umskurđi ţessa dagana. Mig minnir ađ ég hafi í síđasta bloggi mćlt međ ţví ađ leyfa slíka ósvinnu. Á margan hátt er ég búinn ađ skipta um skođum á ţessu. Mér finnst ađ frumvarpiđ mćtti ađ ósekju samţykkja. Á hinn bóginn finnst mér ađ ţó erlendir ađilar skipti sér af ţessu máli ţá skipti ţađ óskaplega litlu máli. Samt sem áđur finnst mér rétt ađ gera ţetta. Auđvitađ er ţetta fyrst og fremst auglýsing fyrir Ísland, enda er ţetta ekkert vandamál hér, og Alţingi veitir alls ekki af auglýsingu.

Bókaútgáfan Sćmundur hefur stofnađ til bókaklúbbs ađ mér skilst. Hafdís dóttir mín hefur gerst ţar međlimur og ég fékk lánađa bókina „Mörđur“ eftir frćnda minn Bjarna Harđarson hjá henni. Ţó skömm sé frá ađ segja hef ég ekki lesiđ ţá bók áđur. Hélt reyndar ađ hún vćri stćrri, ţykkari og torlesnari en reyndin var. Hún er fljótlesin, auđskilin og athyglisverđ. Fjallar ađ sjálfsögđu einkum um Njálu og segja má ađ hún varpi nýju ljósi á söguţráđ ţeirrar bókar allan og satt ađ segja varđ mér hugsađ viđ lesturinn ađ mér veitti ekki af ađ lesa Njálu einu sinni enn. Satt ađ segja las ég ćttartölurnar, sem ţar eru, međ lítilli athygli á sínum tíma, en vera má ađ ţar sé fólginn einn athyglisverđasti hluti ţessarar frćgu sögu.

Eiginlega ćtti ég ađ skrifa svosem eins og eina klausu í viđbót hér, til ţess ađ hafa ţetta nógu langt, en ég nenni ţví bara ekki og lćt ţetta duga. Enda er nokkuđ langt síđan ég hef bloggađ.

IMG 8315Einhver mynd.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Algerlega sammála ţér um Tolkien. Ţađ eru alltof langar og leiđinlegar bćkur. Ţađ er gaman ađ Tinna en Tinni er auđvitađ ekki neinar bókmenntir. Harry Potter ekki heldur, ţannig lagađ - ţađ eru barnabćkur, og bara fínar ţannig.

Annars er almennt orđiđ allt of lítill greinarmunur gerđur á bókmenntum og skemmtiefni. Ţetta er allt lagt ađ jöfnu, glćpasögur og alvöru skáldskapur.

Umskurn: Nú, ţarna vegast á sjónarmiđ um rétt barnsins til ađ halda forhúđinni og rétt ţess til ađ tilheyra ţeim menningarhópi sem ţađ fćđist inn í held ég. Og fyrir ortodox Gyđing hefur ţetta samfélag held ég talsvert mikla ţýđingu ef viđ tökum dćmi. Ţađ eru tveir stjórnmálaflokkar á Norđurlöndum sem mćla međ banni. Norski framfaraflokkurinn og Svíţjóđardemókratar.

Ţorsteinn Siglaugsson, 27.2.2018 kl. 23:38

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Auđvitađ eru Tinna-bćkurnar ekki neinar bókmenntir, en margir láta samt ţannig.

Sćmundur Bjarnason, 28.2.2018 kl. 12:02

3 identicon

Ég á börn af Harry Potter kynslóđinni. Ţetta eru ćvintýrabćkur sem urđu vinsćlar og fengu marga krakka og unglinga til ađ lesa af meiri áhuga en áđur. Mikiđ vćri ţađ frábćrt ađ út vćru ađ koma bćkur fyrir unglinga sem beđiđ vćri eftir međ eftirvćntingu. Hvađ sem segja má um bókmenntalegt gildi ţeirra bóka ţá eru unglingabćkur sem vekja áhuga miklivćgur ţáttur í lestrarnámi. Vandin nú um stundir er ađ stór hópur unglinga les allt of litiđ og er ţví ekki alminnlega lćs. Ţetta er ekki fólk sem kemur til ađ lesa bókmennir af ţví tagi sem Sćmundur telur merkilegar bókmenntir, en ţađ mun hluti ţess hóps sem vandist á lestur bóka, ţökk sé áhuga ţeirra á Harry Potter. 

Guđjón Eyjólfsson 28.2.2018 kl. 14:12

4 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Já, sonur minn las allar Harry Potter bćkurnar á einu sumri ţegar hann var 11 ára og býr ađ ţví. Ég vil líka síđur en svo gera lítiđ úr unglingabókum. En líkt og Sćmundur ţá lćt ég ţađ fara svolítiđ í taugarnar á mér ţegar veriđ er ađ stilla afţreyingu upp viđ hliđ alvöru bókmennta eins og á ţessu sé enginn munur.

Ţorsteinn Siglaugsson, 28.2.2018 kl. 18:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband