1.2.2018 | 13:30
2682 - Trump og Katrín
Yfirleitt hef ég treyst allvel upplýsingum þeim sem mbl.is veitir notendum sínum varðandi heimsóknir og þess háttar. Kannski verð ég að hætta því. Um daginn skrifað ég blogg þar sem mbl.is heldur fram að gestir hafi verið 414 en IP-tölur 120 þann daginn eða 30. janúar. Þetta finnst mér að geti ekki staðist. Oftast nær eru þessar tölur ákaflega líkar af eðlilegum ástæðum. Sennilega eru þetta bara einfaldlega mistök sem engin ástæða er til að álíta að endurtaki sig. Tölvur eiga samt ekki að gera mistök, svona yfirleitt, og kannski er eftirlitið með þeim í slakara lagi.
Trump bandaríkjaforseti hélt sína fyrstu stefnuræðu í fyrrinótt. Ekki er hægt að neita því að efnahagslega virðist flest ganga bandaríkjamönnum í haginn. Sumt af því er áreiðanlega Trump að þakka. Sömuleiðis er alls ekki hægt að neita því að Trump er með allra óvinsælustu forsetum bandaríkjanna utan þeirra bandaríkja sem hann stjórnar að miklu leyti. Að mínu áliti er hann ákaflega einangrunarsinnaður og á endanum gæti það komið sér mjög illa fyrir bandaríkjamenn. Kosningar til fulltrúadeildarinnar verða í haust í bandaríkjunum og þá kemur í ljós hvernig sambandi hans við republikanaflokkinn verður háttað á næstunni. Ekki á ég von á að neitt sem varði embætti Trumps komi útúr rannsókn Muellers á sambandinu við rússa. Flest bendir til að kosningarnar 2020 verði ákaflega spennandi. Fremur en hitt á ég von á að Trump leiti eftir endurkosningu.
Af því að sjónin er svolítið að daprast hjá mér les ég yfirleitt ekki (a.m.k. ekki vandlega) dagblöðin og Moggasnepilinn allsekki. Styrmir stormsveipur, sem áður var ritstjóri hjá þessum margnefnda snepli, segir frá því í bloggi sínu að Oddi h/f hafi sagt heilmörgum upp starfi hjá sér. Þetta gefur honum tilefni til að fjölyrða um stjórnvöld þau sem allt eru að eyðileggja. Ekki er ég neinn sérstakur stuðningsmaður þeirra en mér finnst að Katrín eigi alveg eftir að sanna sig. Að minnsta kosti er hún ekki nærri eins glaðhlakkaleg og vanalega. Kannski er hún hreinasta guðsgjöf núna á þessum síðustu og verstu tímum. Eru þeir síðustu ekki ævinlega þeir verstu líka?
Sigríður Andersen þarf áreiðanlega fyrr eða síðar að segja af sér sem ráðherra. Sennilega gerir hún það samt ekki fyrr en Bjarni Benediksson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir henni að gera það. Eiginlega er aðalspurningin sú af hverju hann er ekki búinn að því. Varla gerir hann ráð fyrir því að hún standi spillingarásakanirnar af sér. Auðvitað kann að vera að hann vilji að hún reyni það. Hanna Birna reyndi lengi en varð á endanum að játa sig sigraða. Þessi mál eru samt talsvert ólík. Lík samt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist ætla sér að losna við Sigríði. Meðan hún hangir í embætti er engin von til þess að samstarf stjórnvalda og þings batni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er nú talsverður munur á máli Hönnu Birnu og þessu dómaramáli. Hanna Birna sagði af sér eftir að aðstoðarmaður hennar varð uppvís að því að brjóta hegningarlög. Sigríður breytti út af tillögu nefndar um dómaraskipun eftir að henni varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja tillöguna óbreytta. Hún er gagnrýnd fyrir að hafa ekki rökstutt breytinguna með einhverjum tilteknum hætti, en það hefur ekkert komið fram sem bendir til spillingar af neinum toga.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2018 kl. 20:17
Mikilvægi málanna er ekki jafnt, fremur en annað. Kannast ekki við að ég hafi lagt þessi mál að jöfnu. Sumt er samt líkt í þeim. T.d. hefur BB ekki fengist til að segja neitt í þessu máli. Hvað spillingu varðar er ég ekki sammála þér.
Sæmundur Bjarnason, 3.2.2018 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.