1.1.2018 | 14:49
2678 - Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Hvað borðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól. Já, skáldin hafa sagt flest það sem segja þarf. Mér fannst ræða forsetans áðan ekkert sérstök. Eiginlega bara samansafn af fögrum orðum. Bar keim af því sem stjórnmálamenn eru sífellt að segja og allir eru hættir að taka mark á. Katrín Jakobsdóttir er sá stjórnmálamaður íslenskur, sem flestir einblína á þessa stundina. Rís hún undir því? Um það má efast.
Í gær var gamlársdagur og þó ég sé gamall orðinn þá finnst mér húllumhæið og sprengingarnar vera í meira lagi á þeim degi. Um morguninn fór ég í mína venjulegu morgungöngu. Snemma mundi einhver segja. Mér fannst það ekki. Þó var ekkert farið að birta. Klukkan samt orðin hálfátta eða meira. Reyndar var þetta fyrsta morgunganga mín síðan um jól. Enda hef ég verið hálfslappur, jafnvel veikur síðan þá. Tíðindalaust var á þessari göngu enda ætlaði ég ekkert að skrifa um hana.
Einn er sá maður sem ég virði talsvert. Þ.e.a.s. það sem hann skrifar. Það er Karl Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar. Einn er líka sá maður sem ég ber heldur litla virðingu fyrir að þessu leyti, þó hann þykist yfirleitt vera rökfastur í meira lagi. Sá heitir Jón Steinar Gunnlaugsson. Karl Th. Birgisson fjallar einmitt um hann í grein á Herðubreið sem ég las nýlega.
Að mínum dómi er það helsti ljóður á ráði Karls Th. Birgissonar að hann vill stundum fá greitt fyrir greinar sínar á Herðubreið. Ég er gamall Internethundur og hef vanist því að allt sé ókeypis sem almennilegt er þar. Svo langt geng ég í þessari minni sérvisku, að ég les helst ekki aðrar bækur en þær sem ég fæ ókeypis á kyndlinum mínum. Samt er ég orðinn svo gamall að ég fæ allar þær bækur sem ég kæri mig um á bókasafninu án þess að borga fyrir það. Get líka lesið ýmislegt á Stundinni þó þar sé ætlast til að fá greitt fyrir skrifin.
Auðvitað skil ég það mætavel að Karl Th. vilji fá greitt fyrir það sem hann gerir. Held samt að hann geti fengið greitt fyrir ýmislegt annað en það sem hann skrifar á Internetið. Það er líka ókeypis allt annað sem á Herðubreið er, þannig að mér finnst þetta óþarfi hinn mesti.
Á komandi ári ætla ég að halda áfram að blogga hvort sem lesendum líkar betur eða verr. Óneitanlega lifi ég talsvert fyrir fyrirsagnir í bandarískum blöðum. Heimsmálin eru mér talsvert hugleikin og Trump bandaríkjaforseti þar með. Útgáfa Moggans mun halda áfram og þessvegna mun ég halda áfram að blogga þar þrátt fyrir þau íhaldssömu viðhorf sem þar ríkja. Önnur nýársheit mun ég sennilega ekki gera. Þó er líklegt að þeir tímar sem við lifum núna verði seinna meir álitnir merkilegir. Ekkert stöðvar tímans þunga nið. Sagði skáldið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur. Ég hef sömu sögu að segja og þú, því ég var eiginlega alveg heilsunnar mest lágstemmd á milli jóla og nýárs. Og kann ekki að útskýra né réttlæta það vanhæfniástand mitt.
Þann fyrsta janúar klukkan 14.00, dröslaði ég fýlupúkanum sjálfri mér út úr húsi, og í messu í kirkjunni sem er bara fáum skrefum frá heimili mínu. Mér leið fjandi illa þegar ég fór að heiman, en mér leið töluvert mikið betur þegar ég kom heim aftur.
Ég hlustaði á kvenprestinn í messunni, og ber persónulega mikla virðingu fyrir þeirri ágætu konu. Svo hlustaði ég á sögu annarrar konu sem sagði mjög góða sögu í kirkjunni. Ég er ekki öfganna trúuð á eitt eða neitt umfram annað.
En þessi kirkjuferð mín var svo sannarlega góð byrjun á nýju ári.
Það má með sanni segja að nýárs-sólin mín hafi verið tendruð af tveimur góðum konum ásamt öðrum hjálpurum í Hafnarfjarðarkirkju 1 janúar 2018.
Ég þakka fyrir þessa góðu og hjartanærandi byrjun á nýárs blessaðri sól. Ég gat ekki tendrað nýárs blessaða sól í mínu hjarta, án utanaðkomandi hjálpar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir 5.1.2018 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.