2679 - Ömmi frændi

Ögmundur Jónasson, eða Ömmi frændi eins og hann er stundum kallaður, skrifar bréf í Fréttablaðið til stuðnings biskupnum. Kannski er ekki vanþörf á því. Einkennilegt hlýtur það að teljast að einbeita kröftum sínum að einum (kven)manni á þann hátt sem gert hefur verið. Fjölmiðlar hafa beitt sér dálítið í þessu máli og ekki er hægt að segja að þetta sé hluti af „MeToo“ byltingunni sem víða er minnst á þessa dagana. Skopmyndir af Katrínu Jakobsdóttur með augun sem undirskálar geta hinsvegar talist vera það.

Þessa klásúlu hér fyrir ofan setti ég á fésbókina því ég vildi ekki taka þá áhættu að láta þetta verða úrelt með öllu. Ekki stóð á viðbrögðum og satt að segja er ég orðinn hræddur um að bloggið sé að verða svolítið úrelt þing hér á Íslandi í samanburði við fésbókina. „Twittið“ og aðra samskiptamiðla hef ég hingað til látið afskiptalausa, en fésbókin með alla sína „útúrdúra“ virðist þjóna mörgum ágætlega. Það er samt andstætt öllum mínum prinsippum að takmarka á einhvern hátt það sem ég skrifa. Það á að vera opið öllum einsog það hefur alltaf verið.

Eins og ég óttaðist þá hefur heimsóknum á bloggið mitt fækkað mjög mikið og hratt síðan ég skrifaði síðast. Líklega er best að bæta úr því. Eiginlega eru þessi skrif heldur lítilvæg, þó ég vilji gjarnan gera betur. Eitthvað skrifað ég líka á fésbókina útaf Reyni Leóssyni og sjónvarpsmyndinni um hann. Umræðan um þá mynd var talsverð. Eitthvert fébókarstuð var á mér þann daginn því mig minnir að ég hafi kommentað víðar.

Mér sýnist að núverandi dómsmálaráðherra landsins ætli að þrjóskast við og hver veit nema hún geri það jafnlengi og Hanna Birna. Á endanum er ég þó hræddur um að hún neyðist til að segja af sér og spurningin í mínum huga er hvern eða hverja hún ætli að taka með sér. Auðvitað þverneitar hún öllu í upphafi, alveg eins og Hanna Birna gerði.

Donald Trump gæti alveg staðið þessa árás Bannons af sér og handið áfram í koddaslagnum og uppnefningastríðinu við Kim Jong-un eða hvað í ósköpunum hann heitir nú aftur einræðisherrann í Norður-Kóreu. Kjarnorkustyrjöld sýnist mér vera ansi fjarlægur möguleiki. Heimssyrjöld, með hugsanlegri útrýmingu heimsins eins og við þekkjum hann, ennþá fjarlægari.

Þó þetta ár byrji með talsverðum kuldum á norðurslóðum held ég að hugsanlega sé allsekki of mikið gert úr hnatthlýnun þeirri sem beðið er eftir. Vísindaheimurinn virðist vera að taka við sér hvað þetta snertir og mengun sú sem alltof víða hefur viðgengist á undanförnum árum er á greinilegu undanhaldi.

IMG 0262Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæmundur. Já. Ég las einmitt grein Ögmundar nýlega í Fréttablaðinu. Það var þörf og upplýsandi grein um ýmsar hliðar mála. Um fleiri toppa heldur en biskup Íslands, (konuna).

Ég hef oft furðað mig á því síðastliðinn áratug, að Katrín Jakobsdóttir virtist undaskilin og varin, þegar grínmyndir teiknarans beindi sínum háðsglósum að ýmsum stjórnmálamönnum?

Ekki hef ég vandað Katrínu og ýmsum fleiri kveðjurnar í bloggheimum undanfarin áratug. Mér fannst eins og loforðin hefðu verið illa svikin. Og skildi ekki þá, hvers konar fyrirfram ákveðið allt stjórnsýslukerfið virðist í raun vera.

Þessa dagana ofbýður mér hins vegar hvernig farið er með Katrínu Jakobsdóttur á öllum sviðum fjölmiðla-skítadreifaranna. Þótt ég sé ekki sátt við það sem liðið er, þá gefur það hvorki mér né öðrum leyfi til að eineltishæða og niðurlægja konuna Katrínu Jakobsdóttur.

Biskup Íslands er kona. Ef biskup Íslands væri karlmaður, þá hefði ekki nokkrum karlavaldastýrðum fjölmiðli leyfst að upplýsa um kaup né kjör þess biskups-kalaveldis.

Svona stýra fjölmiðlar múgæsingunni gegn konum og varnarlausum körlum, í þágu valdníðandi embættiskarla-yfirvaldsins.

Nú á að ráðast á konuna Sigríði Á Andersen, af sama rótgróna gamla karlaveldis-valdníðinu fjölmiðlastýrandi og lögmanna/dómsstólaverdandi?

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir 5.1.2018 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband