31.12.2017 | 08:46
2677 - Hægri söngurinn í Sirrý
Satt að segja er ég trúaðri á það að einhverjir hafi í alvöru gaman af að sprengja flugelda og kosta því til sem þarf og þeir geta talið sér trú um að sé gott verk, en að einhverjir hafi raunverulega ánægju af að borða skötu. Hvorugt hugnast mér. Eiginlega varð ég hálfhneykslaður eitt sinn þegar ég spurðu syni mína hvort þeim þætti meira gaman á gamlárskvöldi en aðfangadagskvöldi. Þeir nefndu nefnilega gamlárskvöld að mig minnir. Kannski hefur það verið nær í tíma og minnisstæðara þessvegna. Annars hef ég ekkert á móti skoteldum en finnst blóðugt að borga stórfé fyrir þennan óþarfa.
Mér finnst að þetta tvennt hafi í gegnum tíðina sparað mér ómældar fjárhæðir. Samt var ég í eina tíð haldinn þeirri firru að ég þyrfti að skjóta upp rakettum eins og aðrir. Aldrei hefur mér þó fundist að ég þyrfti að borða skötu á Þorláksmessu. Er það ekki í raun sjálfspynding af verstu sort? Með því að borða skötu á Þorláksmessu finnst mér fólk vera að búa sér til afsökun fyrir því að borða eins og svín á jólunum að öðru leyti.
Hægri söngurinn í Sirrý. Bakþankar Fréttablaðsins eru venjulega fullir af selvfölgeligheder eins og danskurinn segir. Í laugardagsblaðinu, sem er líklega það síðasta á árinu, bregður þó öðruvísi við. Sirrý Hallgrímsdóttir talar þar einkum og nær eigöngu um Pírata, sem henni er greinilega meinilla við og skorar á þá og aðra að hætta að skrattast í stjórnarskránni sem hún segir alveg ágæta. Einkennilega neikvæð.
Klásúluna hér á undan setti ég á fésbókarsíðuna mína því ég veit ekki nema það dragist úr hömlu að senda þetta blogg út í eterinn og ekki vildi ég láta hjá líða að koma þessu að.
Á árinu sem er að líða máttum við sjá á eftir ýmsum stjörnum eins og gengur. Nóg held ég þó að sé eftir af þeim. Þessar eru að ég held flestallar bandarískar og mér er engin launung á því að ég tíndi þær upp úr grein sem ég fann á netinu: Helmut Khol, Roger Moore, Jerry Lewis, Chuck Berry, Carry Fisher, Fats Domino, John Hurt, Hugh Hefner og Harry Dean Stanton. Eflaust muna aðrir einkum eftir öðrum, en þetta voru þau nöfn sem ég kannaðist vel við.
Ég sný ekki til baka með það að ég álít Trump bandaríkjaforseta fyrst og fremst einangrunarsinna. Hann nýtur mjög lítils stuðnings utan bandaríkjanna. Leiðtogar flestra lýðræðisríka treysta honum illa og flestir útbreiddir fjölmiðlar eru mjög á móti honum. Ef republikanaflokknum gengur sæmilega í kosningum næsta haust er samt alls ekki að vita nema hann sækist eftir endurkjöri. Rússarannsóknin gæti farið út um þúfur og það mundi styrkja hann mjög. Fylgi hans innan bandaríkjanna er talsvert.
Nú um jól og áramót hefur mikið farið fyrir hugheilum kveðjum. Ef það er ekki tekið fram gæti þá skeð að kveðjurnar væru til dæmis hughálfar? Semsagt bara plat. Þetta er umhugsunarefni.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmi. Skemmtilegur pistill hjá þér, sem er umhugsunar verðara yfirlit heldur en Kryddsíldin.
Rakettu-terturnar eru skaðlegar fyrir lungun vegna súrefnismengunar. Og svo eru þessar rakettur sumar ólöglegar og aukaskaðlegar? Meðal annars seldar af blessaðri Landsbjörginni, af grunlausum, góðum og virðingarverðum sjálfboðaliðum?
Skötu hafði ég aldrei smakkað fyrr en ég bjó eitt ár á Patreksfirði fyrir nokkrum áratugum síðan. Skata er betri á bragðið, og fyrir heilsuna, heldur en lyktin af henni. Skatan kæsta er hreinsandi kjarnamatur.
Fyrir nokkrum árum síðan var ég að kaupa fiskhakk í fiskbúð í svartasta skammdeginu. Blessaður afgreiðslumaðurinn heyrði að ég var stífluð að kvefi, og sagði á góðlátlegan hátt, að ég þyrfti frekar skötumat til að hreinsa úr mér kvefið. Ég veit að þetta var rétt hjá blessuðum manninum. Ég keypti samt fiskhakkið. Ég held að skatan hefði lyktarmengað of mikið, og ekki þótt mannamatur heima hjá mér.
Hugheilar kveðjur? Hef aldrei velt fyrir mér hvað þetta orð þýðir í raun? Hugleiðingar vert:)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir 31.12.2017 kl. 17:04
Takk Anna.
Vel verkaður saltfiskur með hamsatólg er herramannsmatur. Er hann líkur skötu?Ég bara veit það ekki.
Kannski líður skatan fyrir lyktina. Ég hef aldrei bragðað ekta skötu. Man samt eftir lyktinni og að hana leggur um allt og erfitt er að losna við hana.
Sæmundur Bjarnason, 1.1.2018 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.