15.9.2017 | 11:30
2544 - Ekkert um fall stjórnarinnar
Ef einhver segir mér að kaffi sé fitandi, fleygi ég honum út um gluggann. Þ.e.a.s. kaffinum. (Verð ég annars ekki að hafa þetta í karlkyni, þó ég sé ekki vanur því. Treysti mér nefnilega við nánari athugun ekki til að henda neinum nema þá helst honum.) Það er nefnilega það eina sem maður getur fengið sér hvenær sem er. Án þess að springa. Eiginlega finnst mér ennþá að kaffi sé hálfvont, samt drekk ég það ómælt. Sennilega er það ögn skárra en mjólkin. Samt ekki nærri eins gott og vatnið. Það getur maður drukkið með öllu án samviskubits jafnvel þó sagt sé að það sé yfirborðsvatn. En ekki hvað? Er ekki allt vatn sem ekki er regnvatn yfirborðsvatn. A.m.k. þegar það komið uppá yfirborðið. Læt ég svo þessum vatnshugleiðinum lokið.
Vegna fellibyljanna sem riðið hafa yfir Bandaríkin að undanförnu eru skattalækkanir nauðsynlegar, segir Trump. Líklegt er að einhverjir trúi þessu bulli, en allsekki er hægt að gera ráð fyrir að hvar sem er væri hægt að halda svonalöguðu fram. Hinn samansúrraði vitleysingur sem núna situr á veldisstóli í Bandaríkjum Norður-Ameríku kemst samt upp með svotil hvað sem er. Hann er sennilega næstum því nógu vitlaus til að verða tekinn inn í Sjálfstæðisflokkinn ef hann væri íslendingur og jafnvel gerður að ráðherra þar.
Þetta er smáþakklætisvottur sem ég skrifaði og setti á fésbókina í tilefni af öllum kveðjunum sem fékk þegar ég varð 75 ára um daginn. Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar. Átti allsekki von á að þær yrðu svona margar. Af því að ég skil fésbókina fremur illa er ég að hugsa um að láta þetta duga sem þakkir fyrir kveðjurnar. Ég hefði líka orðið óhóflega lengi að svara þeim öllum einsog hefði átt að vera. Núorðið er ég nefnilega orðinn svo lengi að öllu. Þetta lífgar sannarlega upp á afmælisdaginn. Annars er það svosem ekkert afrek að verða 75 ára.
Nú er ég eiginlega orðinn hálfleiður á smart-símanum mínum. Ég nota hann svosem bara til að hringja með honum og eitt app er það sem ég nota talsvert. Það heitir Caledos runner og það er ágætt að nota það þegar maður fer í langar gönguferðir. Síðan finnst mér þægilegt að hafa myndavélina í honum. Hann kostaði ekki nema u.þ.b. tuttugu þúsund krónur. Aðallega er það myndavélin í símanum sem ég er orðinn leiður á. Þó tekur hún alveg sæmilegar myndir. Á líka aðra myndavél sem er með flassi en það er sú í símanum ekki með. Ég held að sæmilega góðir símar kosti nútildags áttatíu til hundrað þúsund krónur eða meira og það þykir mér fullmikið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur
Þetta með Trump og Sjalla er óborganlegt, ég skellti úpp úr.
Til hamingju með 75 árin, vonandi færðu ekki önnur 75?
Sigþór Hrafnsson 16.9.2017 kl. 23:34
Takk. Var fyrst að sjá þetta núna.
Sæmundur Bjarnason, 18.9.2017 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.