2544 - Ekkert um fall stjórnarinnar

Ef einhver segir mér að kaffi sé fitandi, fleygi ég honum út um gluggann. Þ.e.a.s. kaffinum. (Verð ég annars ekki að hafa þetta í karlkyni, þó ég sé ekki vanur því. Treysti mér nefnilega við nánari athugun ekki til að henda neinum nema þá helst honum.) Það er nefnilega það eina sem maður getur fengið sér hvenær sem er. Án þess að springa. Eiginlega finnst mér ennþá að kaffi sé hálfvont, samt drekk ég það ómælt. Sennilega er það ögn skárra en mjólkin. Samt ekki nærri eins gott og vatnið. Það getur maður drukkið með öllu án samviskubits jafnvel þó sagt sé að það sé yfirborðsvatn. En ekki hvað? Er ekki allt vatn sem ekki er regnvatn yfirborðsvatn. A.m.k. þegar það komið uppá yfirborðið. Læt ég svo þessum vatnshugleiðinum lokið.

Vegna fellibyljanna sem riðið hafa yfir Bandaríkin að undanförnu eru skattalækkanir nauðsynlegar, segir Trump. Líklegt er að einhverjir trúi þessu bulli, en allsekki er hægt að gera ráð fyrir að hvar sem er væri hægt að halda svonalöguðu fram. Hinn samansúrraði vitleysingur sem núna situr á veldisstóli í Bandaríkjum Norður-Ameríku kemst samt upp með svotil hvað sem er. Hann er sennilega næstum því nógu vitlaus til að verða tekinn inn í Sjálfstæðisflokkinn ef hann væri íslendingur og jafnvel gerður að ráðherra þar.

Þetta er smáþakklætisvottur sem ég skrifaði og setti á fésbókina í tilefni af öllum kveðjunum sem fékk þegar ég varð 75 ára um daginn. Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar. Átti allsekki von á að þær yrðu svona margar. Af því að ég skil fésbókina fremur illa er ég að hugsa um að láta þetta duga sem þakkir fyrir kveðjurnar. Ég hefði líka orðið óhóflega lengi að svara þeim öllum einsog hefði átt að vera. Núorðið er ég nefnilega orðinn svo lengi að öllu. Þetta lífgar sannarlega upp á afmælisdaginn. Annars er það svosem ekkert afrek að verða 75 ára.

Nú er ég eiginlega orðinn hálfleiður á smart-símanum mínum. Ég nota hann svosem bara til að hringja með honum og eitt app er það sem ég nota talsvert. Það heitir Caledos runner og það er ágætt að nota það þegar maður fer í langar gönguferðir. Síðan finnst mér þægilegt að hafa myndavélina í honum. Hann kostaði ekki nema u.þ.b. tuttugu þúsund krónur. Aðallega er það myndavélin í símanum sem ég er orðinn leiður á. Þó tekur hún alveg sæmilegar myndir. Á líka aðra myndavél sem er með flassi en það er sú í símanum ekki með. Ég held að sæmilega góðir símar kosti nútildags áttatíu til hundrað þúsund krónur eða meira og það þykir mér fullmikið.

IMG 0998Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sæmundur

Þetta með Trump og Sjalla er óborganlegt, ég skellti úpp úr.

Til hamingju með 75 árin, vonandi færðu ekki önnur 75?

Sigþór Hrafnsson 16.9.2017 kl. 23:34

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk. Var fyrst að sjá þetta núna.

Sæmundur Bjarnason, 18.9.2017 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband