5.3.2017 | 11:05
2581 - Sessions og Trump
Í sjálfu sér er ekkert merkilegt eða sérkennilegt við það að Sessions hafi hitt yfirnjósnara Rússa, sem stundum er kallaður ambassador eða sendiherra. Það er aftur á móti svolítið sérkennilegt að hann hafi ekki skýrt frá því fyrr en núna. Hann talar um misskiling og sinn skilning án þess að útskýra það nánar og satt að segja getur svo farið að það verði fleiri en dómsmálaráðherrann sem Trump neyðist til að reka eins og Flynn. Annars virðist mér að þessir 40 dagar eða svo sem liðnir eru síðan Trump tók við embættinu hafa verið röð mistaka. Hann hefur pressuna svotil alla á móti sér. Hefur líka logið eins og hann er langur til. Er hann annars langur? Aumingja kallinn. Kannski er þetta næstum því einelti sem hann verður fyrir, en fjandinn vorkenni honum. Hann kallaði þetta yfir sig.
Deildakeppnin í skák stendur yfir núna um þessa helgi. Eiginlega gæti skáklífið hér á Íslandi verið miklu betra en það er. Of mikið er rifist um framkvæmd deildakeppninnar og á margan hátt er hún misheppnuð og eykur allsekki veg skákarinnar. Samt er allsekkert að því að finna að skákmenn komi saman svona tvisvar á ári. Þyrfti að vera oftar og víðar. Peningar þeir sem tekist hefur að fá til handa skálistinni eru alltaf of litlir og vitlaust notaðir. Að því leyti er ég sammála flestum skákunnendum. Yfirleitt hafa þeir mikið yndi af að rífast.
Ég hef það fyrir sið, þegar ég sé eitthvað misjafnt um mig á netinu, að læka það hefur Fréttablaðið eftir Loga Bergmann og sennilega er það rétt eftir haft. Þessu er haldið fram í þættinum mín skoðun, sem Fréttablaðið virðist halda fram að Logi skrifi sjálfur. Logi er ekki einn um það að setja samasem-merki á milli netsins og fésbókarinnar. Það virðist hann þó gera þarna. Kannski meinar hann það ekki þannig. Held samt að fjölmargir haldi að það sé sami hluturinn. Mín skoðun er sú að fésbókin sé bara eitt forrit sem að vísu sé mikið notað en vel hægt að komast hjá að nota, sé mönnum umhugað um það.
Gallarnir við fésbókina er fjölmargir. Einn af þeim ræðir Bergur Ebbi um í föstudagsblaði Fréttablaðsins. Ég hef áður talað um það að hann skrifi mjög athyglisverðar greinar. Falskar fréttir, mismunandi skilningur og ýmislegt fleira er honum hugleikið í nefndri grein. Grein þessa nefnir hann ananaskismi en ég mundi vilja nefna hana ananas-ismi.
Var að enda við að lesa erlendar fréttir. Hugsanlega er í uppsiglingu annað eins hneyksli og Watergate-málið. Í sínum frægu twitter-færslum ásakar Trump bandaríkjaforseti nú Obama fyrirrennara sinn um að hafa staðið fyrir hlerunum á síma sínum. Fylgjumst með.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mig langar nú minnst að ræaða um hann Trump í dag. Best að eftirláta það öðrum.
Fésbókina hafa flestir sjálfsagt gott af að taka sér hvíld frá. Sjálfur gerði ég það í tvö eða þrjú ár, og kom því þá þannig fyrir að í minni tölvu væri ekki hægt að fá aðgang að neinu því sem var Fésbókinni viðkomandi, ekki einu sinni "like" hnöppum sem eru nánast alls staðar.
En þetta er afskaplega myndarleg læða.
Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2017 kl. 19:01
Já en þetta er afar athyglisvert með hann Trump. Þetta gæti endað með ósköpum.
Kannski er nóg að vara sig vel og vandlega á fésbókinni.
Sæmundur Bjarnason, 6.3.2017 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.