28.2.2017 | 13:42
2580 - Bergþóra Árnadóttir
Komum í smá Pollyönnuleik. Fyrir okkur gamlingjana er snjórinn ágætur. A.m.k. skárri en dumbungurinn sem verið hefur að undanförnu. Kannski getum við farið út eftir svona mánuð án þess að eiga á hættu að beinbrjóta okkur. Við getum sem hægast sett á okkur sólgleraugu svo við fáum ekki ofbirtu í augun vegna allrar birtunnar. Snjór breytist í vatn á einni örskotsstundu þegar rétti tíminn er kominn. Við höfum bara gott af því að moka snjó. Gerum hvort eð er aldrei neitt að gagni. Munur að fá að moka snjó. Verst að detta við moksturinn. Það getur nefnilega verið meiriháttar mál að standa um aftur. Jafnvel þó snjórinn sé mjúkur. Ef okkur tekst ekki að koma bílnum uppúr snjónum er það lúxusvandamál. Hver segir að við þurfum að eiga bíl? Ekki þurfum við að vinna eins og þeir sem ekki eru orðnir löggild gamalmenni.
Ömurlegt hlutskipti að geta ekki skrifað um annað en það sem efst er á baugi hverju sinni. Ég þverneita að gera það. Auðvitað er veturinn sem loksins er kominn til okkar undanþeginn þessari reglu. Held jafnvel að ég hafi lítið sem ekkert minnst á Trump í síðasta bloggi og ég ætla að reyna að stilla mig um að minnast á Óskarsverðlaunin eða Edduna í þessu.
Hugsanlega er mér óhætt (myndalaust og refsilaust) að minnast á að mér er tjáð að í gær hafi verið bolludagur. Í dag er víst sprengidagur og síðan öskudagur. Einu sinni voru þessir dagar sérstakir hátíðisdagar og kannski er það svo enn. A.m.k. hjá yngstu kynslóðinni. Fyrir okkur af eldri kynslóðinni minna þessir dagar okkur einkum á að nú er farið að glytta í vorið.
Að undaförnu hef ég verið að forvitnast um það hve margir hafa fengið verðlaun fyrir að deila á fésbókinni hinu og þessu. Þeir virðast vera fáir. Kannski er þetta ódýrasta auglýsing sem hægt er að fá.
Um daginn kveikti ég af einhverri rælni á sjónvarpinu. Þá var verið að rífast á alþingi. Svo þurfti sjónvarp allra landsmanna að komast að með sína dagskrá. Þá var slökkt á þessu tilgangslitla rausi í alþingismönnum og þegar ég kom næst að sjónvarpinu var verið að endursýna að ég held þátt um Bergþóru Árnadóttur. Man að hún og systkini hennar voru meðal helstu leikfélaga okkar eftir að brann og við bjuggum vesturfrá. Hún var dóttir Öllu Möggu og Árna smiðs og mun víst hafa verið móðir Birgittu Jónsdóttur pírata. Namedropping lokið. Söngur hennar hefur oft haft áhrif á mig og að þessu sinni var það einkum söngur hennar um dauða kattar sem keyrt var á sem mér fannst áhrifamikill.
Hefur alltaf þótt það heldur skrýtið, jafnvel neikvætt að fólk sem stundar morgunleikfimi (eftir útvarpinu) skuli vera með arma en ekki handleggi. Aðrir líkamspartar sýnist mér vera næsta eðlilegir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.