2578 - Anti-Trump-fréttir

Pólitík er leiðinleg. Samt eru sumir helteknir af þessu. Sjálfur er ég ekki barnanna bestur. Tromparann er ég sífellt með á heilanum. Eiginlega ætti umræðan að snúast meira um praktíska hluti. Öllu má samt ofgera. Eiginlega eru fésbókin og bloggið búin að breyta fjölmiðlun og kjaftasögum öllum. Internetið flestu öðru. Pólitíkin er fyrst og fremst barátta milli kynslóða. Bilið milli ríkra og fátækra er samt alltaf að aukast hér á landi og það er bagalegt. Spurning er hve margar kynslóðirnar séu. Mér finnst skiptingin vera svona: Sú yngsta, sú ráðandi og ellibelgirnir. Sjálfur tilheyri ég þeirri síðastnefndu. Er nefnilega hættur að vinna. Þessi kynslóð hefur venjulega allt á hornum sér og finnur óvini í hverju horni. Allri menningu hrakar og sérstaklega íslensku máli. Mest er þetta auðvitað vegna þess að elsta kynslóðin skilur ekki þá yngstu. Einu sinni heyrði ég því haldið fram að mæla mætti raunverulegt menningarstig þjóða eftir því hvernig komið væri fram við þá elstu. Á Íslandi þykir mér sú framkoma sæmilegt, en allsekki meir.

Augljóst er að þingmenn stunda það mjög að fela sig á bakvið formsatriði þegar það hentar þeim til að geta greitt atkvæði með rétta liðinu. Embættismenn hafa í auknum mæli farið að nota þessa aðferð. Ef allt um þrýtur er samþykkt að fjölga nefndum, ráðum og starfshópum, þó yfirleitt komi lítið sem ekkert útúr starfi þeirra. Afleiðingin er sú að enginn ber ábyrgð á neinu.

Þetta með ananasinn á pizzur og Guðna forseta er dálítið vandræðalegt vegna þess að sumir virðast taka þetta alvarlega. Einhvernvegin las ég þetta strax sem misheppnaðan brandara. Krakkar og útlendingar virðast samt skilja þetta öðruvísi. Menn í hans stöðu þurfa að gæta mjög vel að orðum sínum. Sama má segja um vinsæla fjölmiðla. Var áðan í mesta sakleysi að lesa á fésbókinni einhverja DV-frétt um Jón Gunnarsson samgönguráðherra og þar var talað um Aldísi Hilmarsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. Er að furða þó maður vantreyst þessum blessuðu fjölmiðlum. Þeir kunna ekki einu sinni að vanda sig. Hvergerðingar, þeir sem ættir sínar eiga að rekja þangað og margir fleiri vita auðvitað að Aldís er Hafsteinsdóttir.

Kári Stefánsson getur ekki stillt sig um að monta sig af vísindaskrifum sínum og annarra en gætir þess ekki að sjálfshól og þessháttar getur sem hægast valdið því að einhverjir hætti að treysta þeim sem það stundar. Annars hef ég meiri trú á Kára Stefánssyni en flestum stjórnmálamönnum. Einhverju sinni kom þekktur gestur í ráðuneytið þar sem Birgir Thorlacius réði ríkjum. Honum var boðið að ræða við ráðherrann, en svo vel vildi til að hann var viðlátinn. „Get ég ekki bara fengið að tala við Birgi sjálfan?“ sagði hann þá. Einhverjir vildu fá að ræða við Bannon sjálfan í Hvíta húsinu. Ég ætla að reyna að komast ekki nær Trump-fréttum en þetta núna. Erfitt er samt að forðast þær.

IMG 2035Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband