2577 - Ţetta sagđi Styrmir:

„Ég er búinn ađ fylgjst međ ţessu ţjóđfélagi í 50 ár. Ţetta er ógeđslegt ţjóđfélag, ţetta er allt ógeđslegt. Ţađ eru engin prinsipp, ţađ eru engar hugsjónir, ţađ er ekki neitt. Ţađ er bara tćkifćrismennska, valdabarátta.“

Ćtli ţetta séu ekki frćgustu ummćli allra tíma. A.m.k. nú um stundir og hér á ísa köldu landi. Vissulega hafđi hann sem Moggaritstjóri betra tćkifćri en flestir ađrir til ađ fylgast međ ţessu öllu saman. Margir hafa tekiđ ţessum orđum fagnandi, enda eru ţau svosem á margan hátt alveg sönn. Margt annađ er auđvitađ líka ansi ţreytandi, fyrir utan spillinguna og hrossakaupin. Nenni ekki einu sinni ađ telja ţađ upp.

Aftur á móti segir Jónas Kristjánsson ţetta um fésbókina. Og ég er eiginlega alveg sammála honum. Samt er ég ósammála báđum ţessum mönnum um margt annađ.

"Ég nota fésbókina. Ekki ţví hún sé svo góđ, heldur ţví hún er svo stór. Stćrsti fjölmiđill heimsins. Gerir mér kleift ađ birta skođanir á ýmsum sérsvćđum, til dćmis pírata. Gerir fólki kleift ađ dreifa skođunum mínum međ ţví ađ tengja ţćr inn á sín svćđi. En fésbókin er ekki mín eign. Má loka á mig, hvenćr sem er. Má sóa tíma mínum viđ ađ komast aftur í samband. Fésbók sýnir mér ţađ efni, sem hún telur mig vilja sjá. Magnar ţannig hugsanlega fordóma mína. Bloggiđ er ađ mörgu leyti betra. En nafnlausir „virkir í athugasemdum“ ganga ţar um á skítugum skóm. Svo ég loka á ţá, hef opiđ á fésbókinni."

Sverrir Stormsker er sóđakjafur. Kannski tilheyri ég góđa fólkinu hans en ţví fer oftast fjarri ađ ég sé sammála honum. Ţó ég sé Moggabloggari nenni ég ekki ađ lesa slíkt sorprit sem Mogginn er. Les samt mbl.is stundum. Mér er sagt ađ Sverrir sé farinn ađ skrifa í Moggann beint og ekki er ég hissa á ţví. Auđvitađ er hann orđheppinn og allt ţađ, en skođanir hans tek ég ekki undir. Illa er komiđ fyrir frjálshyggjupostulunum eftir ađ Hannes Hólmsteinn hćtti ađ mestu međ sína Davíđssálma. Ekki er gćfulegt ađ ţurfa einkum ađ treysta á Sverri og Pál Vilhjálmsson.

Ţrátt fyrir allt gćti ég ţó stutt sumt sem Ástţór hefur sagt um forsetaembćttiđ. Er Sverrir annars ekki helsti stuđningsmađur hans? Sennilega bćtir hann svona litlu fylgi viđ sig ţessvegna.

Einhversstađar heyrđi ég ađ búast megi viđ úrskurđi svokallađrar Endurupptökunefndar um Guđmundar og Geirfinnsmáliđ nćstkomandi föstudag. Eflaust munu margir fylgjast međ ţeim úrskurđi. Landsmenn vita vel ađ sá dómur var rangur. Samt er ţađ alveg augljóst ađ úrskurđur ţessarar nefndar skiptir miklu máli. Ţó ekki vćri annađ ţá skiptir hann eflaust máli hvađ skađabćtur varđar og opinbera sakaruppgjöf. Lögregluna og dómstóla alla getur ţetta líka skipt miklu máli og svo auđvitađ ţolendur og skyldmenni ţeirra. Hvađ sem öllu líđur ćtti ţetta eldgamla mál ađ fara úr opinberri umrćđu viđ ţetta. Mannshvörf eru alltaf grunsamleg. Vel getur veriđ ađ eftir ţetta komi fram nýjar upplýsingar.

Ekki var ţađ ćtlum mín í upphafi ađ hafa ţetta blogg mitt mestmegnis tilvitnanir. Mér gengur samt illa ađ taka upp léttara hjal. Ţó vildi ég ţađ gjarnan. Ekki er ég hissa á ţessari kröfu margra um ađ hamast viđ ađ skemmta sér. Kannski vćri ţađ bara best. Einhverjir lesa samt bloggiđ mitt. Ekki lái ég ţeim ţađ. Um ađ gera ađ hćtta ađ bölsótast. Sumir gera varla annađ.

IMG 2087Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband