16.1.2017 | 00:01
2564 - Berbrjósta
Man vel eftir því að þegar ég fór til Mallorca í fyrsta skipti, sem líklega hefur verið svona laust eftir 1980, var það mikill siður, og hafði verið lengi, hjá þeim ungu konum sem þangað fóru að vera berbrjósta á ströndinni og við sundlaugar. Spænsk yfirvöld ömuðust lítið við slíku. Hitti einhverja stúlku þar sem ég kannaðist svolítið við og hún var þannig klædd (eða óklædd). Man að mér þótti það fremur óþægilegt og man ekkert eftir því hvað við töluðum um eða hver hún var. Man bara að hún var berbrjósta og ég þurfti að vanda mig alveg sérstaklega við að stara ekki á brjóstin á henni.
Þetta segi ég vegna þess að nýlega var frá því skýrt að einhver kona hefði farið berbrjósta í sundlaugina hér á Akranesi og verið rekin uppúr fyrir vikið. Free the nipple herferðin sem hér á Íslandi þótti afar merkileg og mikilvæg fyrir fáum misserum síðan, sýnir karlrembusvínum eins og mér að þó við höldum því oft fram að þróun öll, sem kvenréttindi varðar, gangi fremur hratt fyrir sig, er ekkert víst að svo sé. A.m.k. er kvenfólki vorkunn þó því finnist hægt ganga.
Auðvitað er það til marks um hve fjölmiðlum hættir til að vera ómerkilegir að RUV skuli hafa haldið því fram í alvöru að einhverjir séu að undirbúa fund milli Trump og Pútíns hér í Reykjavík. Ísland er alls ekki miðpunktur heimsins eins og sumir virðast halda. Samt datt enskum blaðamanni þetta í hug og það var samstundir sett á prent í einhverju blaði þar og lapið upp hjá RUV þó allir sem málið varðar þverneiti því. Sú neitun er að vísu óttalegt ómark, því þó valt sé að treysta ómerkilegum blaðsneplum er enn verra að treysta því að stjórnvöld segi satt. Það vitum við af biturri reynslu.
Mér skilst að Twitter innlegg megi ekki vera meira en 140 bókstafa löng. Þannig takmörk henta mér ekki. Attention span fólks hefur að vísu styst en fyrr má nú rota en dauðrota. Sagt er að Donald Trump noti Twitter mikið, einkum seinni part nætur. Meira að segja takmörk þau sem fésbókin setur áður en framhaldsmerkið kemur er alltof stutt fyrir mig. Þessvegna held ég mig við bloggið þó Moggablogg sé. Samt reyni ég a.m.k. stundum að blogga stutt.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur. Trump hefði bara skæpað eða tvitterað svona fund í dag, ef það hefði verið á hraðnetsins heimsveldanna dagskrá Tumps og Putins.
Putin hefði heldur ekki verið í vandræðum með að hraðskæpa eða tvitta svona nútímafund um heimsfrið, með sjálfan Snowden í herverndaðri friðarsvítu í Rússlandi.
Þessir tveir kallar eru líklega hvorki betri né verri en aðrir, og heimurinn hefur færst yfir á hraðtækniöld, sem ekki hefur þolinmæði fyrir staðbundnum og langdregnum friðarfundi á Höfða í eyjunni norður í bráðnandi norðurpólshafinu.
Gangi þeim báðum körlum sem best að twittera og skæpa sig til samkomulags um heimsfrið, með eða án Friðar-Höfða á Íslandsins hjara veraldar.
Svo gætu þeir Trump og Pútín alveg farið í ó-pólitíska og ó-opinbera friðardúfu-flugferð til Íslands, og mætt í sundskýlum í Nauthólsvíkina náttúrulegu og "óspilltu". Það er víst mjög heilsubætandi að fara í sjósund á Íslands hjara veraldar, í ísköldum salt/steinefnaríkum sjó. (Hollara en að fá sér Clinton-pulsu á Bæjarins Bestu:).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.1.2017 kl. 03:51
Anna Siríður, veit ekki hvers vegna þú minnist á Snowden en ég held að hann sé ekkert of sæll með að vera í Rússlandi. Hinsvegar getur hann búist við hverju sem er ef hann snýr aftur til USA. Annars er ég alltaf að verða sannfærðari og sannfærðari um að þetta með fundinn í Reykjavík er sannkölluð gervifrétt eða ekkifrétt eins og einhver hefði sagt. Held að núverandi stjórn veiti honum ekki ríkisborgararétt þó Birgitta vilji það. Repúblikönum í USA finnst Trump verri en aðrir m.a. vegna þess að þeir geta ekki haft jafnmikla stjórn á honum. Þetta með Putin og hann á allt eftir að koma í ljós.
Sæmundur Bjarnason, 16.1.2017 kl. 14:17
Mér finnst frekar langt gengið að legga þær byrðar á íþróttakonur að þær megi eingöngu fara í sund, þegar þær eru á toppnum.
Theódór Norðkvist, 16.1.2017 kl. 18:26
Skil ekki almennilega hvað þú átt við Theódór. Held helst að þú meinir að konur megi ekki fara topplausar í sund!! En hvar? Hér á Akranesi sérstaklega eða á Íslandi almennt?
Sæmundur Bjarnason, 16.1.2017 kl. 21:39
Þetta var orðaleikur, þú virðist ekki hafa áttað þig á því, hvort sem það var vegna þess að orðalagið var óljóst eður ei. Að vera á toppnum getur bæði þýtt (fyrir konu) að vera klædd í bikiní og (fyrir íþróttafólk) að vera í efsta sæti í sinni íþrótt, eða best.
Þessi kona sem fór topplaus í sund, er íþróttakona. Hún er í liði sem heitir Ragnarök og keppir í hjólaskautaati. Minnir m.a.s. að samkvæmt fréttinni hafi liðsfélagar hennar verið með henni. Hún gat sem sagt hafa verið ekki á toppnum í tvennum skilningi. Ber að ofan annarsvegar og í efsta sæti í sinni í deild í hjólaskautaati, ef ég geri ráð fyrir að það sé einhver deild í gangi í þeirri íþróttagrein. Er þetta skýrara núna?
Þessi atburður (toppleysið) fór fram á Akranesi og ég var því að tala um það sem gerðist á Akranesi. Er einhver ástæða til að fara með umræðuna um allt landið? Reyndar hefur formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur lýst yfir að þær topplausu séu velkomnar í sundlaugar borgarinnar, ef það skiptir einhverju máli.
Theódór Norðkvist, 16.1.2017 kl. 22:50
Titillinn er góður og eflir greinilega lesturinn, Valdimar.
Væntanlega ræðst það eitthvað af menningu, trúarbrögðum og fleiru hversu vel það er séð að konur fari berbrjósta í sundlaugar. Ég gæti trúað að í Saudi-Arabíu yrði það ekki vel séð - væntanlega mega þær ekki einu sinni fara í sund þar, það væri eftir öðru. Hjá Bantumönnum dettur væntanlega engum í hug að kippa sér upp við nekt, hvorki ofan né neðan. Ekki veit ég til þess að trúarofstæki sé meira á Akranesi en í Reykjavík, en kannski eru Skagamenn almennt blygðunarsamari en þeir sem spillst hafa hér í sollinum. Hvað heldur þú um það?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2017 kl. 19:18
Sæmundur átti að standa þarna. Biðst afsökunar á að rugla þér saman við hann Valdimar.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2017 kl. 19:19
Þorsteinn, ég sá innleggin þín bara rétt áðan. Bæði var Moggabloggið bilað og ég upptekinn við að horfa á handbolta.
Þetta er svosem allt rétt hjá þér og ég tek vissulega afsökunina til greina.
Það gerir mér auðvitað ekkert til þó mér sé ruglað við annan mann.
Sennilega hefur áhuginn á þessu brjóstamáli verið mikill því ég fékk mun fleiri heimsóknir en venjulega.
Sæmundur Bjarnason, 17.1.2017 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.