25.11.2016 | 14:26
2543 - Benedikt segir pass
Því er haldið fram að Viðreisn hafi aldrei viljað að tilraun Katrínar gengi upp. Bágt á ég með að trúa því. Alt þar til Viðreisn skríður uppí til Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vil ég trúa því að þau atriði sem pirrað hafa Bjarna Ben. sem mest séu ekki tómur leikaraskapur þar á bæ. Sú stjórn sem mestar líkur eru á að taki við er að mínum dómi: Allir saman nema Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur. BF hlýtur fyrr eða síðar að slíta sig frá Viðreisnardraugnum.
Egill Helga segir að nýjar kosningar mundu líklega koma Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki vel. Þar er ég ekki sammála honum. Ég held þvert á móti að þær mundu koma þessum flokkum illa. Ekki man ég til að Egill hafi fært nein rök fyrir þessari skoðun sinni svo ég ætla heldur ekki að gera það. Sennilega er ómögulegt að komast að því hvor hefur rétt fyrir sér að þessu leyti nema með því að endurtaka kosningarnar. Ef það væri gert strax mætti kannski hlífa örþreyttum almenningi og komast hjá kosningabaráttunni að mestu leyti.
Loksins er Ómar Ragnarsson farinn að þreytast á Steina Briem. Sníkjublogg af þessu tagi eru óttalega þreytandi og mér finnst Ómar hafa sýnt þessu mikinn skilning.
Stórtíðindi! Pétur Gunnlaugsson á útvarpi sögu hefur verið ákærður fyrir útbreiðslu hatursorðræðu. Í dag hefur stórt skref verið tekið í baráttunni gegn öfgum og hatri. Ég vona að hann verði dæmdur og að fleiri ákærur munu fylgja í kjölfarið. Þá verður loksins hægt að koma einhverjum böndum á þetta ógeðfellda samfélagsmein!, sagði Sema Erla á Facebook-síðu sinni.
Þessi klausa er úr DV. Er ekki hissa á að Pétur hafi verið kærður. Veit ekki hvernig lögin eru. Hef heyrt Pétur reyna að æsa innhringjendur upp í óvönduðum og hatursfullum ummælum. Sú var a.m.k. mín upplifun af því sem ég heyrði. Pétur sjálfur reyndi að passa sig þó hann væri greinilega sammála innhringjandanum. Man samt ekki nákvæmlega um hvað var rætt.
Eiginlega get ég ekki látið mér detta neitt í hug til að lengja þetta innlegg. Ef ég fer ekki að drífa mig í að setja þetta upp gæti mikið af þessu, sem ég er þó búinn að skrifa, orðið úrelt. Og hvað er þá til ráða.
Satt að segja finnst mér að Black Friday eða Svartur Föstudagur hafi litla merkingu hér á landi. Samt virðast flestar verslanir ólmar vilja færa okkur nær og nær Bandaríkjunum að þessu leyti eins og þegar Valentínusardagurinn var gerður að hátíðisdegi hér fyrir nokkru síðan. Hver veit líka nema næsta æðið verði þakkargjörðarkalkúnn. Þó gæti það sem best orðið jólakalkúnn því rjúpunni er víst að fækka og íslendingum að fjölga.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hér fóru 5 mín af ævi minni sem ég fæ aldrei aftur
Wilfred 25.11.2016 kl. 16:51
Ef þú hefur verið 5 mínútur að lesa þetta blogg og það er það ómerkilegasta sem þú hefur lesið á ævinni, geturðu bara sjálfum þér um kennt.
Bless.
Sæmundur Bjarnason, 26.11.2016 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.