22.11.2016 | 13:56
2541 - Pútín og Trump
Stanz, Aðalbraut, Stop. Stóð á einhverjum skiltum sem maður þurfti að vara sig á í gamla daga. Mér finnst það samt ekki nægilega góð ástæða fyrir Toyota til að auglýsa í mörgum heilsíðuauglýsingum ókeypis ástanzskoðun á bremsum. T.d. heita bremsur hemlar í hátíðlegu máli þó Toyotamenn viti það sennilega ekki. Eiginlega er þetta samt svo ómerkilegt mál að það tekur ekki að fjölyrða um það.
Ekki veit ég hvernig Kötu gengur að mynda fimm flokka ríkisstjórn, en mikið óskaplega held ég að Bjarni sé fúll. Sennilega missir hann formannsembættið útá þetta því varla eru útgerðarprinsarnir og prinsessurnar ánægð með frammistöðuna. Miðað við hvernig stuðningsmenn núverandi stjórnar láta mætti halda að sjálfsagt væri að láta á fimm flokka stjórn reyna. Líklega kemur næsta stjórn til með að verða kölluð fimmflokkastjórnin. Sú þar á undan sennilega Panamastjórnin og þar á undan var Jóhönnustjórnin.
Furðu margir lesa þetta fjas í mér og þess vegna er ekki um annað að gera en reyna að halda þessu áfram.
Þjóðernishyggja, fótbolti, trúarbrögð og stjórnmál eru eitruð blanda. Sumir blanda þessu öllu saman og útkoman verður oft fordómar og hverskyns öfgastefnur. Allt er þetta samt ágætt ef þess er gætt að halda því sæmilega aðgreindu.
Donald Trump heldur áfram herferð sinni gegn pressunni. Sérstaklega virðist honum vera illa við New York Times. Þeir segjast aftur á móti hafa stóraukið áskrift sína með gagrýni sinni á hann. Honum er líka talsvert uppsigað við CNN. Segja má samt að pressan hafi búið hann til. Einkum stóru sjónvarpsstöðvarnar. Þegar hann var að hefja kosningabaráttu sína fékk hann ótrúlega mikla umfjöllun í fréttatímum þeirra. Aðallega útá stóryrði sín hverskonar, sem hann dró síðan talsvert úr. Nú þykjist hann þess umkominn að segja pressunni til. Hirðfíflið sjálft.
Karjakin vann Carlsen víst í gær. Trúi því samt varlega að Carlsen tapi einvíginu. Hann gæti sem best mætt tvíefldur í næstu skák. En þægilegt hlýtur það að vera að vinna á svart. Jafnvel þó það sé ekki nema ein skák. Einvígið er líka afar stutt.
Allt gengur Putín (Rússakeisara) í hag nema innanlandsmálin og olíuverðið. Trump og hann ætla víst í sameiningu að endurvekja kalda stríðið. Þó er ekki víst að Trumparinn fái alla með sér sem áður voru það.
Var áðan að hlusta svolítið á Ólaf sjálfkeyrandi Guðmundsson. Samkvæmt honum er von á sjálfkeyrandi bílum alveg á næstunni. Ekki seinna vænna að breyta ýmsu hér á okkar ástkæra landi. Ef tækist að laga vegina og koma í veg fyrir eða afnema með öllu slys og dauða í umferðinni á næstu árum yrði ég a.m.k. alveg ánægður. Sjálfkeyrandi bílar mega alveg bíða svolítið. Held líka að einhverjir verði fljótari en við hér á Íslandi að taka slíkt upp.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú verður nú að fara varlega í að fjalla um Trumpsa karlinn. Var ekki að koma á daginn að hann er Skagamaður?
Þorsteinn Siglaugsson, 22.11.2016 kl. 22:10
Eigendum Toyota bifreiða býðst ókeypis ástandsskoðun.
Þarf líka að ástandsskoða eigendur???
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.11.2016 kl. 09:00
Hallgrímur, þeim býðst ekki ástandsskoðun heldur ástanzskoðun.
Sæmundur Bjarnason, 24.11.2016 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.