23.2.2016 | 10:03
2424 - Stjórnarskráin
Horfðu á sjónvarpið í snjalltækinu þínu. Glymur í útvörpum og sjónvörpum um allt land þessa dagana. Hvers vegna í ósköpunum ætti maður að gera það? Er hægt að vera með sjónvarpssýki á hærra stigi? Stundum skilur maður aumingja auglýsendurna alls ekki. Annars er mér alveg sama í hvað peningunum er hent. Sérstaklega ef það er mér í hag.
Sennilega sameinar ekkert eins vel íhaldsöflin í landinu eins og að vera á móti öllum breytingum á stjórnarskránni. Þessvegna held ég að ekkert verði úr slíkum breytingum nú frekar en endranær. Þeir sem þykjast vilja breyta miklu munu eflaust svíkja á endanum eins og fyrri daginn.
Er aftur farinn að fara í smágönguferðir á morgnana. T.d. var í morgun (sunnudag) svolítill vindstekkingur og hálka á stöku stað. Fór í staðinn bara svolítið styttri leið en venjulega og var styttri tíma. Snjólétt er hér á Akranesi og víða alveg autt.
Heldur fækkar þeim sem taka þátt í kapphlaupinu um forsetaembættið í Bandaríkjunum og jafnframt aukast líkurinar á því á Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana. Ef kosningarnar verða milli Trump og Clinton vonast ég að sjálfsögðu til að Clinton sigri. Úrslit í slíkum kosningum yrðu þó einkum prófsteinn á það hve hægrisinnaðir Bandaríkjamenn eru. Einnig gæti vaxandi andstaða við ríkjandi stjórnarfar ráðið úrslitum og þar ætti Trump að hafa vinninginn.
Að mörgu leyti stöndum við á herðunum á forfeðrum okkar. Ef þeir hefðu ekki haft það eins skítt og flest virðist benda til hefðum við það heldur ekki svona gott. Fannst þeim þeir hafa það mjög skítt? Held ekki. Höfum við það svona átakanlega gott? Um það má efast. Peningalega og efnahagslega kannski, en sálrænt séð sennilega ekki. Margur verður af aurum api. Líklega sannast það á okkur sem nú erum að drepast. Og ef til vill enn betur á þeim sem nú eru að vaxa úr grasi.
Aumingja Tinna. Hún klemmdi sig á millihurðinni hérna í gær sunnudag vegna þess að gegnumtrekkur myndaðist í húsinu. Ekki held að hún hafi slasast neitt alvarlega og ekki beinbrotnað við þetta, en afahjartað kipptist til þegar ég horfði á þetta gerast.
Nú er vetrarmyrkrið greinilega á undanhaldi. Í gær var t.d. að byrja að birta um áttaleytið. Hugsa sér. Það er hægt að telja það í vikum þangað til það verður bjart allan sólarhringinn. Og veðrið leikur við okkur þessa dagana þó ekki sé hægt að neita því að svolítið kalt er.
Ég segi það enn og hef sagt það áður: Framsóknarmenn eru ekki allir endilega svo slæmir. Það eru Sjálfstæðismenn og öfgahægrimenn sem eru hættulegir. Sumir án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. En það er ekki von á góðu þegar þeir ráða jafnmiklu í ríkisstjórninni og raun ber vitni. Líklega er heldur ekki nokkur leið að fá Framsóknarmennina til að sjá villu síns vegar í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi og ríkisstjórnin heldur eflaust áfram að gera axarsköft sín meðan þeir lúta stjórn Sigmundar Davíðs.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Af einhverjum ástæðum tel ég það nokkuð ljóst að Donald Trump verði næsti forseti USA. Líklega eru flestir utan þess stóra ríkis ósáttir við það, en fólk þar vestra hugsar ansi mikið með öðrum hætti en aðrir íbúar heimsþorpsins og fólk þar er ákaflega "nærsýnt" í eigingirni sinni. Mér sýnist á flestu því sem maður sér, heyrir og les þaðan að fólk láti ekki viðlíka "slys" og þegar Obama var kjörinn ekki henda aftur og kjósi alls ekki konu sem forseta, það er svo óra fjarri þjóðarsálinni þar.
Ég er farinn að vonast eftir að ríkisstjórnin springi á landbúnaðar"samningnum" sem framsóknarmenn gerðu við sjálfa sig.
Ellismellur 23.2.2016 kl. 10:30
Mér finnst að þú eigir ekki að sætta þig við þvílíkt stórslys eins of það eflaust yrði ef Trump yrði forseti. Kannski mundi hann líka bara reynast nokkuð vel. Vonirnar sem voru bundnar við Obama eru svo sannarlega að engu orðnar.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2016 kl. 21:51
Held það skipti engu máli varðandi úrslit kosninga í USA hvað mér finnst eða sætti mig við. Mín skoðun byggir alls ekki á því hvað mér finnst æskilegt varðandi það hvað sú þjóð kýs, heldur því sem ég veit um bandaríska þjóðarsál, sem er nú kannski ekki tæmandi þekking, en eitthvað samt.
Ellismellur 24.2.2016 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.