2425 - Bessastaðir

Í sjónvarpsútsendingum frá alþingi hefur hver og einn sitt fangamark og þar er oftast hægt að sjá hverjir eiga að fá orðið næst. Þegar ég sá fyrst fangamarkið HHG varð mér undir eins hugsað til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar en kannaðist þó ekkert við að hann væri kominn á þing. Varla hefði það samt átt að fara framhjá mér. Ég hinkraði því við og mikið létti mér þegar ég sá að það var Helgi Hrafn Gunnarsson sem tók til máls þegar ég átti allt eins von á Hólmsteininum þar. Annars er það svo einkennilegt með mig að ég ruglaði lengi vel saman pírötunum Helga Hrafni Gunnarssyni og Jóni Ólafssyni. Þó eru þeir ekkert líkir.

Eiginlega er ég búinn að búa til smálista yfir þá sem kom til greina í næsta forsetakjöri. Kannski einhver þeirra verði búsettur á Bessastöðum í árslok. Listinn er svona:

Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Bubbi Morthens, Davíð Oddsson, Egill Helgason, Einar Kárason, Guðni Ágústsson, Hrannar Pétursson, Kári Stefánsson, Ólafur Jóhann Ólafsson, Ólafur Þór Hauksson, Ómar Ragnarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Stefán Jón Hafstein, Sturla Jónsson, Þorgrímur Þráinsson, Össur Skarphéðinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Linda Pétursdóttir, Salvör Nordal og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki man ég lengur hvað ég ætlaði að skrifa hér á eftir. Eitthvað var það held ég. En satt að segja er líklega svolítið hættulegt að birta þennan lista sem hér er fyrir ofan öðruvísi en strax, því hann gæti verið með öllu úreltur á morgun

WP 20160218 08 55 58 ProÍ ljósaskiptunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sennilega áttu þarna við Hannes Hólmstein Gissuarson en er ekki rétt að feðra manninn rétt, mamma hans yrði sennilega ekki mjög ánægð. wink

Jóhann Elíasson, 24.2.2016 kl. 10:01

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, auðvitað. Skil ekki hvernig ég gat ruglast í þessu. Búinn að leiðrétta

Sæmundur Bjarnason, 24.2.2016 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband