20.2.2016 | 17:44
2423 - Hannes Þorsteinsson
Mér hefur dottið það í hug sem skýring á fylgisleysi Sjálfstæðisflokksins eftir Hrunið að augu margra kjósenda hafi loksins opnast fyrir því að það er ekkert sjálfsagt eða eðlilegt við það að sumir njóti hundrað eða þúsundfalds ríkidæmis umfram aðra bara í krafti ætternis síns. Þrátt fyrir fagurgalann er það nefnilega ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn reynir ávallt að hygla þeim sem auðugir eru. (Verst að allir þykjast vera ríkir.) Það er heldur ekkert eðlilegt við laun bankastjóra t.d. og að bankamenn og örfáar stéttir aðrar sem alls ekki hafa þörf fyrir það fái að miða laun sín við útlönd. Einhver launamunur er samt eðlilegur og ég ætla mér ekki þá dul að segja til um hver hann ætti að vera.
Sem betur fer er margt sem aflaga fer í okkar þjóðfélagi. Ef svo væri ekki væri fésbókin t.d. alveg marklaus og bloggarar flestir hefðu ekkert til að skrifa um. Ég finn enga hvöt hjá mér til að tíunda hvað það er sem mér finnst að betur mætti fara. Vonandi kemur það svona smám saman í ljós. Líklega er það svo margt að ég kæmist aldrei yfir að telja það upp.
Ég er kominn uppá það að sækja Fréttablaðið á hverjum morgni nema sunnudagsmorgnum. Þetta geri ég vegna þess að það er ókeypis. Held að þessir andskotans auglýsendur séu ekkert ofgóðir til þess að borga mitt eintak. Sif Sigmars er að verða minn uppáhaldshöfundur þar og fer þessvegna bráðum að hætta, hugsa ég. Sumt er bara frekar gáfulegt hjá þessu blaði sem að mínum skilningi er einskonar nær útdauð risaeðla meðal fréttamiðla. Þessvegna les ég það. Alvörufréttir eru líka einkum á útsíðum og fremst í blaðinu. Sjaldan kemst ég yfir að fletta því öllu, enda óþarfi. Gott er samt að fá á þennan hátt helsu fréttir matreiddar. Hvort sú matreiðsla hentar mér verður svo bara að koma í ljós.
Einu sinni vann ég hjá Heildverslun Hannesar Þorsteinssonar. Hannes hafði að mig minnir áður unnið hjá Ludvig Storr. Það sem ég ætlaði að skrifa um hér er vísnagerð mín. Ath. þetta er viðvörun. Þeir sem engan áhuga hafa á þessháttar efni er hérmeð bent á sleppa þessari klausu. Þegar heildverslunin varð 20 ára bauð Hannes til fagnaðar úti í Skerjafirði. Á Shellvegi eitthvað minnir mig. Í lokin höfum við sennilega skrifað í gestabók eða eitthvað þessháttar og ég kannski skrifað þar vísu. Man bara seinni partinn. Hann var svona:
Heildverzlunar tvegga tuga
teiti munuð er.
Ekki veit ég hversvegna í fjáranum ég er að minnast á þetta. Einkum held ég að það sé til uppfyllingar og til að sýna hve frábær hagyrðingur (ekki) ég er. Er sérstaklega slæmur með það að hálfgleymdar vísur eru sífellt að skjóta upp kollinum uppá síðkastið (kannski vegna aldursins) og það er ágæt aðferð til að losna við þær að skrifa um þær og tilurð þeirra hér.
Nú, þetta er bara orðið sæmilega langt og tilbúið til að sendast út í eterinn. Þar að auki á ég orðið svolítið af myndum til skreytingar. Að vísu eru þær bara teknar á símann og ekkert sérstaklega góðar þessvegna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú ert alltaf góður Sæmi og svona blogg kann ég að meta.
Kveðja,
Guðmundur Bjarnason 20.2.2016 kl. 18:28
Veit ekki hvað þú átt við með "svona blogg". Auðvitað þykir mér samt hrósið gott Guðmundur.
Sæmundur Bjarnason, 21.2.2016 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.