2422 - Birgitta og Sigmundur

Birgitta og Sigmundur rífast. Einhver sagði að Birgitta hefði lofað að sitja bara á alþingi í tvö kjörtímabil í mesta lagi. Ekki man ég eftir því, en ég man að Vigdís Finnbogadóttir sagðist (eða gaf ótvírætt í skyn) að hún yrði bara forseti í tvö kjörtímabil og stóð ekki við það.

Hvað pólitíkina og næstu kosningar snertir þá hugsa ég að Simmi haldi formennskunni í framsóknarflokknum og hífi jafnvel fylgið eitthvað aðeins upp þó varla nái hann öðru eins flugi og í síðustu kosningum. Aftur á móti eru hugsjónir (sé hægt að tala um slíkt) Bjarna Benediktssonar hættulegar sjálfstæði landsins enda er hann bara strengjabrúða Davíðs Oddssonar og Eimreiðarhópsins. Já, já. Hannes aðalvarðhundur er í honum held ég. Annars þekki ég ekki mikið til þar.

Auðvitað er Sigmundur óheppilegur sem forsætisráðherra þó Bjarni og Co. hafi leyft honum það enda fengu þeir næstum allt sem þeir vildu.

Látum þetta duga um stjórnmálin að þessu sinni. Eflaust eru ekki allir sammála mér enda er ég ekki að vonast til þess. Athugasemdir eru velkomnar.

Enginn endist til að blogga djöfulinn ráðalausan nema að hafa eitthvað að segja. Hef ég eitthvað að segja? Ekki finnst mér það. Aftur á móti hef ég gaman af að blogga. Hvort það gerir djöfulinn ráðlausan eða ekki veit ég ekkert um. Best af öllu þykir mér að blogga um hitt og þetta. Eiginlega er það fátt sem ég blogga ekki um. Eða það finnst mér a.m.k.

Nú er ég semsagt tekinn til við að blogga flesta daga. Engin vandræði eru að finna eitthvað til að blogga um. Það er svo einkennilegt að bloggefni er eitt af því sem vex eftir því sem meira er tekið af því. Ætla ekkert að fjölyrða um það sem gátan um þetta ætlast til að sagt sé.

Samkvæmt nýjustu fésbókarfréttum er búið að draga ansi marga út (á asnaeyrunum). Aldrei hefur samt frést af neinum sem hefur unnið til verðlauna í þeim aulýsingaútdrætti sem auglýstur er. Er bara verið að hjálpa til við ókeypis auglýsingar eða hvað? Dreifa þeim sem víðast og svoleiðis. Ég bara tek ekki þátt í þannig vitleysu.

Það hafa bara ekki verið kosningar í ég veit ekki hvað langan tíma. Eitthvað þesshátt þyrfti að vera á hverju ári eða svo. Kannski lagast þetta ekki fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslum fjölgar. Það er ómögulegt að hafa bara eilífar skoðanakannanir og ekkert annað. Ég er eiginlega búinn að fá leið á þeim. Enda er ég sjaldan spurður um neitt. Annars held ég að þessi breyting á stjórnarskránni sem fjallar um 15 prósentin komist aldrei til framkvæmda. Til þess eru vesalings stjórnmálamennirnir of hræddir þó þeir tali digurbarkalega um 10 til 15 prósent við hátíðleg tækifæri.

WP 20160217 10 56 55 ProVið Langasand.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband