2374 - Sú skrýtna tík, pólitíkin

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar reynir í grein í Fréttablaðinu í dag (fimmtudag) að réttlæta svikin í stjórnarskrármálinu og ferst það ekkert sérstaklega illa. Samt er það svo að ef engar lagfæringar verða gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og forsetinn er látinn komast upp með að neita að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða næstu forsetakosningum er samt augljóst að um svik er að ræða.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist sammála forsetanum og framsóknarmenn fylgja honum áreiðanlega í því. Svik Árna Páls í stjórnarskármálinu eru sennilega frumorsök fylgishruns Samfylkingarinnar og hugsanlega Vinstri grænna einnig.

Líklega má frekar búast við stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins en Framsóknarflokksins, þó svo ætti ekki að vera ef saga flokkanna er skoðuð.

Á margan hátt eru sögulegustu vendingar stjórnmálanna síðustu mánuði endurkoma Hönnu Birnu, útilokun Birgis Ármannssonar úr formennsku utanríkismálanefndar og yfirgangur ríkisstjórnarinnar gagnvart alþingi. Menn geta svo túlkað þetta á þann hátt sem þeir vilja. Bjarni Ben. gæti svosem líka ákveðið að gefa skít í Davíð Oddsson og hætt að láta hann ráða öllu sem hann vill.

Já, pólitíkin er skrýtin tík, eins og Nóbelsskáldið sagði. Hann sagði líka að líklega væri rjómatíkin (þ.e. rómantíkin) skárri. Á þetta er vel hægt að fallast og ég nenni ekki að fjölyrða meira um þetta hér.

Verkföll virðast vera að skella á. Ef dæma á eftir fjölmiðlum er lokun vínbúða helsta áhyggjuefnið varðandi þau. Þessvegna er það líklega sem nú er mikið rætt á alþingi um brennivín í búðir. Segið svo að þar séu ekki rædd þau efni sem helst brenna á þjóðinni.

Skrafl og skák eru vinsælar tómstundaiðkanir. Ekki hef ég þó heyrt minnst á skraflmót en eflaust stendur það til bóta. Íslendingar þurfa sérstakt skrafl og mér skilst að von sé á því fljótlega. Ekki þurfa þeir sérstaka skák, þó heyrst hafi sagt frá sérstakri víkingaskák, þar sem reitirnir eru sexhyrndir. Það er eftir öðru að íslendingum þyki venjuleg skák ekki nógu flókin. Viðurkennt er þó að tölvur standi mönnum framar í skák sem mörgu öðru, en það þarf ekki að þýða að allir eigi að hætta skákiðkum. Bobby Fischer heitinn hélt því fram að byrjanarannsóknir væru að ganga af skákinni dauðri og lagði til að uppröðun taflmannanna í byrjun yrði breytt, en manngangsreglum ekki. Verði tölvum beitt að marki í skrafli má alveg búast við góðum árangri þeirra fljótlega. Engum sögum fer samt af því að svo sé.

IMG 1706Þar sem vegurinn (gangstígurinn) endar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband