2373 - Að skeina sig

Í Fréttablaði dagsins (miðv.d. 14/10) stendur meðal margs annars, eftirfarandi:

Tugir úkraínskra flugvéla höfðu verið skotnir niður yfir þessu svæði áður en malasíska farþegaþotan flaug þar yfir og var skotin niður.

Þarna finnst mér kynbeygingin vera vitlaus: voru það ekki flugvélar sem voru skotnar niður? Eða voru það kannski tugirnir, eða hvað? Nenni ekki að senda þetta til Eiðs Guðnasonar þó full ástæða væri til þess. Allskyns beygingaruglingur finnst mér vera íslenskunni miklu hættulegri en sletturnar. Það er bara mín skoðun og kannski alröng. Held að tuðið í Eiði nái ekki til þeirra sem það ætti að ná til, þó hann hafi sennilega langoftast rétt fyrir sér. Auðvitað nær tuðið í mér heldur ekki til margra.

Blogg-gáttin http://blogg.gattin.is/ er undarlegt en ómissandi vefsetur. Þar eru bloggarar og vefmiðlar flokkaðir sundur og saman og þar var ég í 15. sæti meðal vinsælusu bloggara síðast þegar ég vissi. Ekki veit ég samt eftir hverju er farið. Undanfarna daga hef ég þó bloggað óvenju oft. Kannski er orðfærið hjá mér óvenju fornaldarlegt. Man að í afmælisveislu um daginn var mikið hlegið að mér þegar ég sagði að eitthvað minnti mig á eitthvert tiltekið orðalag í Grettissögu.

Já, nú man ég hvað það var í Grettissögu sem ég vitnaði í. Þannig er niðurlag 80. kafla:

Verkurinn tók að vaxa í skeinunni svo að blés upp allan fótinn og lærið tók þá að grafa bæði uppi og niðri og snerist um allt sárið svo að Grettir gerðist banvænn. Sat Illugi yfir honum nótt og dag svo að hann gaf að engu öðru gaum. Var þá liðið af annarri viku síðan Grettir skeindi sig.

Síðustu orðin í þessari tilvitnum held ég að nútímafólk skilji allt öðrum skilningi en söguritari. Einnig minntist ég þess að í Egils-sögu (að ég held) er minnst á það að eitt hræðilegasta vopn víkinganna í ránsferðum erlendis voru öskrin. Þegar þeir nálguðust hlaupandi og öskrandi varð allt venjulegt fólk dauðskelkað.

Svei mér ef ég er ekki að komast í skrifstuð. Kannski ég setji þetta bara upp per samstundis þó ég sé nýbúinn að gera slíkt. En þetta er nú kannski ekk nógu langt til þess og þar að auki á ég ekki fleiri nýjar myndir. Kannski ég byrji bara að setja gamlar myndir aftur einsog Guðmundur Bjarnason stakk uppá.

IMG 1693Hvað er þetta eiginlega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband