2374 - Sú skrýtna tík, pólitíkin

Árni Páll Árnason formađur Samfylkingarinnar reynir í grein í Fréttablađinu í dag (fimmtudag) ađ réttlćta svikin í stjórnarskrármálinu og ferst ţađ ekkert sérstaklega illa. Samt er ţađ svo ađ ef engar lagfćringar verđa gerđar á stjórnarskránni á ţessu kjörtímabili og forsetinn er látinn komast upp međ ađ neita ađ hafa ţjóđaratkvćđagreiđslu samhliđa nćstu forsetakosningum er samt augljóst ađ um svik er ađ rćđa.

Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson virđist sammála forsetanum og framsóknarmenn fylgja honum áreiđanlega í ţví. Svik Árna Páls í stjórnarskármálinu eru sennilega frumorsök fylgishruns Samfylkingarinnar og hugsanlega Vinstri grćnna einnig.

Líklega má frekar búast viđ stuđningi viđ ţjóđaratkvćđagreiđslu úr herbúđum Sjálfstćđisflokksins en Framsóknarflokksins, ţó svo ćtti ekki ađ vera ef saga flokkanna er skođuđ.

Á margan hátt eru sögulegustu vendingar stjórnmálanna síđustu mánuđi endurkoma Hönnu Birnu, útilokun Birgis Ármannssonar úr formennsku utanríkismálanefndar og yfirgangur ríkisstjórnarinnar gagnvart alţingi. Menn geta svo túlkađ ţetta á ţann hátt sem ţeir vilja. Bjarni Ben. gćti svosem líka ákveđiđ ađ gefa skít í Davíđ Oddsson og hćtt ađ láta hann ráđa öllu sem hann vill.

Já, pólitíkin er skrýtin tík, eins og Nóbelsskáldiđ sagđi. Hann sagđi líka ađ líklega vćri rjómatíkin (ţ.e. rómantíkin) skárri. Á ţetta er vel hćgt ađ fallast og ég nenni ekki ađ fjölyrđa meira um ţetta hér.

Verkföll virđast vera ađ skella á. Ef dćma á eftir fjölmiđlum er lokun vínbúđa helsta áhyggjuefniđ varđandi ţau. Ţessvegna er ţađ líklega sem nú er mikiđ rćtt á alţingi um brennivín í búđir. Segiđ svo ađ ţar séu ekki rćdd ţau efni sem helst brenna á ţjóđinni.

Skrafl og skák eru vinsćlar tómstundaiđkanir. Ekki hef ég ţó heyrt minnst á skraflmót en eflaust stendur ţađ til bóta. Íslendingar ţurfa sérstakt skrafl og mér skilst ađ von sé á ţví fljótlega. Ekki ţurfa ţeir sérstaka skák, ţó heyrst hafi sagt frá sérstakri víkingaskák, ţar sem reitirnir eru sexhyrndir. Ţađ er eftir öđru ađ íslendingum ţyki venjuleg skák ekki nógu flókin. Viđurkennt er ţó ađ tölvur standi mönnum framar í skák sem mörgu öđru, en ţađ ţarf ekki ađ ţýđa ađ allir eigi ađ hćtta skákiđkum. Bobby Fischer heitinn hélt ţví fram ađ byrjanarannsóknir vćru ađ ganga af skákinni dauđri og lagđi til ađ uppröđun taflmannanna í byrjun yrđi breytt, en manngangsreglum ekki. Verđi tölvum beitt ađ marki í skrafli má alveg búast viđ góđum árangri ţeirra fljótlega. Engum sögum fer samt af ţví ađ svo sé.

IMG 1706Ţar sem vegurinn (gangstígurinn) endar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband