2375 - Fyrirlitleg kjarabarátta

Takist ráðandi öflum enn einu sinni að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá eða breytingar á henni er augljóst að búið er að drepa lýðræðið. Þetta er augljóst þegar á það er litið að gengið hefur verið gegn því af fjórflokknum og alþingi sem samþykkt og þar með ákveðið var í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meirihluti í stjórnarskrárnefnd þýðir ekkert. Samstaðan er það eina sem gildir. Það að fjórflokkurinn tapi miklu fylgi í næstu kosningum er bara eðlileg afleiðing af fyrirlitningu hans á breytingum á stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslum.

Alveg er ég undrandi á að ekki skuli fleiri fordæma lögreglumenn fyrir að ljúga sig veika. Hugsanlegt er auðvitað að eihverjir séu veikir en þó er allsekki hægt að vita það margar vikur fram í tímann. Þeir læknar sem viðurkenna slíkt eru alls ekki starfi sínu vaxnir. Ég hef starfað talsvert í verkalýðshreyfingunni og veit ósköp vel að ekki hefur alltaf verið farið eftir strangasta lagabókstaf þar. Ef svo hefði verið, hefðu framfarir alls ekki orðið eins hraðar og raun ber vitni. Ég er fyrst og fremst að tala um stóru verkföllin uppúr 1950. Sú óhlýðni sem þá og allar götum frá því um 1930 bar mikið á, tryggði verkalýð landsins sæmileg kjör. Síðan hefur mjög verið ráðist á þau og ekki geta peningamenn haldið því fram að illa hafi til tekist með það.

Hinsvegar ættu lögregluþjónar í lengstu lög, að forðast ólöglegar athafnir í kjarabaráttu sinni. Vel getur verið að kjör þeirra séu afar slæm, samanborið við aðra hópa. Svona háttalag er þó ekki hægt að líða og samstaða sú sem hingað til hefur verið um traust á þeim hlýtur að bíða mikinn hnekki við þetta.

Held að núverandi ríkisstjórn, með Sigmund og Bjarna í broddi fylkingar ætli sér að sigra á svipaðan hátt í næstu kosningum og þeim síðustu. Treysti því með öðrum orðum, að kjósendur verði búnir að gleyma flestum þeirra afglöpum og að þeir fóstbræður snúi við blaðinu og beiti fagurgala miklum síðustu mánuðina. Kannski verður nýja hrunið líka ókomið þá og flestar efnahagsstærðir tiltölulega hagstæðar, einsog var fyrir síðasta hrun.

Já, já. Ég kaus Pírata í síðustu kosningum. Fráfarandi stjórn virtist ekki vilja atkvæði þá, þótt hún hafi margt gott gert, einsog sést best núna, þegar núverandi ríkisstjórn baðar sig í afrekum þeirrar fráfarandi. Mér finnst það undarlegur málflutningur þegar Píratar eru sakaðir um að kenna sig við þjófnað á hugverkum. Vissulega reynir á mismunandi skilning á eðli höfundarréttar, en þeir eru alls ekkert á móti honum. Viðskiptamódelið sem notað hefur verið af STEFi er samt alveg galið. Markaðurinn á sviði óefnislegra gæða getur ekki óheftur verið frekar en sá efnislegi.

Það hvernig Pírötum hefur gengið í skoðanakönnunum að undarförnu er samt lítið að marka. Vel er hugsanlegt að fólk geri allt annað í kosningunum sjálfum en það segist ætla að gera í skoðanakönnunum. Svo hefur að vísu ekki verið, en skilningur fólks á áhrifum slíkra kannana er sífellt að vaxa. Alls ekki er óeðlilegt að álíta að hið frábæra gengi Pírata í nýlegum könnunum beri a.m.k. að hluta til fremur að túlka sem mótmæli við gömlu flokkana en endilega sem fylgi við Pírata. Svo á alveg eftir að sjá hvert framboðið verður í næstu kosningum.

IMG 1714Skelfing er malbikið illa farið þarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sæmundur

Ég get að mörgu leyti sýnt sjónarmiðum þínum samúð og skilning, en verð þó að benda þér á einarða þáttöku og samstöðu Pírata í glæpsamlegum hryðjuverkum meirihlutans á höfuðborginni.

Það er augljóslega enginn munur á kúk eða skít.

Jónatan Karlsson, 17.10.2015 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband