17.3.2015 | 08:42
2302 - Blessuð pólitíkin
Get ekki vorkennt núverandi stjórnarflokkum þó þeir lendi um þessar mundir í talsverðum vandræðum vegna Evrópustefnunnar eða stefnuleysisins. Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar keppast um það hver um annan þveran að lýsa yfir andstöðu sinni við inngöngu Íslands í sambandið.
Af hverju í ósköpunum notuðu þeir þá ekki tækifærið strax eða fljótlega eftir kosningar 2013 til að ganga milli bols og höfuðs á ESB-nautinu? Þá voru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar jafnvel þónokkuð margir.
Eina afsökunin sem utanríkisráðherrann hefur fyrir hegðun sinni nú er óttinn við að stjórnarandstaðan taki málið í gíslingu eins og hann orðar það. Auðvelt er að losna úr þeirri gíslingu eins og ráðherrann veit mætavel. Samt þorir hann ekki að fara með málið þangað sem það á augljóslega heima. Eina haldbæra skýringin á þessu öllu er sú að stjórnin sé logandi hrædd við embættismannaveldið í Brussel, eða eigin þingmenn.
Líklegast er að ekkert stórvægilegt gerist í sambandi við þetta mál. Kannski verður svolítið málþóf, en trúlega verða allir búnir að gleyma þessu í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn kann að klofna útaf þessu og kannski verða það stærstu tíðindin.Auðvitað hefur hann klofnað áður en þetta gæti orðið alvarlegri og langvinnari klofningur.
Fór ekki á Austurvöll í gær. Fannst stjórnarandstaðan ekki þurf a á mér að halda. Endurskoða kannski þessa skoðun ef fundurinn verður endurtekinn. Líklega verða smálæti á alþingi í dag. Held að það eigi að vera þingfundur klukkan þrjú. Hægt er að vona að þá verði þingmenn glaðvaknaðir.
Æ, þetta er nú nóg um pólitíkina. Hún er vitlausari nú um stundir en venjulega. Samt virðast pólitíkusarnir halda að einhver taki mark á þeim. Svo getur þó varla verið.
Í asahlákunni sem núna er tekur snjóinn óðfluga upp. Kannski óða flugan taki líka upp framsóknarfylgið. Sigmundur ætti að fara að drífa sig í að finna upp nýja Barbabrellu til að skella fram fyrir næstu kosningar. Sem hugsanlega eru á næsta leiti. Ég get eiginlega ekki varist þeirri hugsun að mögulega hefði Vigdís verið betri utanríkisráðherrakostur en Gunnar Bragi. A.m.k. lifa sum gullkornin hennar sínu eigin lífi. Er á margan hátt Barbabrellan sjálf.
Ósköp er þetta pólitískt blogg. Ég get bara ekki að mér gert. Kannski er pólitíkin líka tíðindasamari en venjulega. Mér finnst að frá aldamótum höfum við lifað merkilega tíma pólitískt séð. Ég hef að vísu ekki langan samanburð en finnst þó að minna hafi gengið á seinni hluta tuttugustu aldarinnar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er nú varla hægt að sleppa pólitíkinni eins og hún er galin núna, a.m.k. af hálfu stjórnarflokkanna. En ég held að þegar stjórnin fær svo allsherjar verkfall launþega í hausinn - sem hlýtur að verða ef fólk er ekki alveg huglaust - þá er von til að henni verði komið frá. Það er sannarlega tími til kominn og full þörf á að koma henni fyrir kattarnef áður en hún fremur meiri hryðjuverk.
Ellismellt 17.3.2015 kl. 09:41
Sammála þér að flestu leyti eins og vanalega, Ellismellur og takk fyrir þetta.
Sæmundur Bjarnason, 19.3.2015 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.