15.3.2015 | 21:27
2301 - ESB
Ef ríkisstjórnin ætlar í raun og veru að ganga framhjá alþingi í ESB-málinu er hún skyni skroppnari en gera mátti ráð fyrir. Með því að gera það, er ESB-veldinu í sjálfsvald sett hvort það líti svo á að stjórnin sé marktæk. Annað hvort er hér þingbundin stjórn eða ekki. Að ríkisstjórnin stjórni bara með tilskipunum er ekki í boði. Ekki hér á Íslandi á tuttugustu og fyrstu öldinni. Getur ríkisstjórnin ógilt ákvörðum alþingis? Er þá ekki næst að afturkalla lýðveldisstofnunina og færa okkur aftur undir Dani? Er ríkisstjórnin kannski á móti því?
Sé ekki betur en ráðherrarnir sem opnað hafa á sér þverrifuna að undanförnu keppist um að gera allt sem snertir ESB-umsóknina sem flóknast og illskiljanlegast. Einna verst er að þeir skilja málið alls ekki sjálfir. Kannski er það ekki von því fræðimenn virðast eiga í vandræðum með það líka. Síðasta ríkisstjórn gerði sömuleiðis sitt til að flækja þetta alltsaman. Nú er svo komið að tiltölulega einfalt mál er orðið rammflókið. Þessu eru stjórnmálamenn góðir í.
Stjórnmál gærdagsins eru gengin sér til húðar. Stjórnmálaflokkarnir hafa reynt að skipta um nöfn (nema Sjálfstæðisflokkurinn sem þó er ósjálfstæðastur allra) en það virðist hafa lítil áhrif. Enda er ekki við því að búast að umbúðir, skammstafanir og nöfn breyti miklu. Fólk vill þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ólíklegustu mál. Jafnvel um aðildina að ESB, sem auðvitað er smámál eins og formaður utaríkismálanefndar alþingis heldur fram.
Ef lítið snjóar næstu daga eru allar líkur á þessi vetur verði óvenju snjóléttur. Tíðarfarið hefur samt verið hálfleiðinlegt síðan í byrjun desember. Þó kuldinn hafi ekki verið mikill þá hafa umhleypingarnir verið með meira móti. Blessunarlega (fyrir mig a.m.k.) hafa morgnarnir þó oftast verið skaplegir.
Með vorinu má kannski búast við víðtækum verkföllum. Þó efast ég um það. Þótt verkalýðsrekendur tali digurbarkalega, gæti ég trúað að verulega sljákki í þeim þegar til samninganna kemur.
Kannski er betra að hafa bloggin mörg (einsog sést á fyrirsögninni) en að hafa þau sem lengst. Þau gætu farið að líkjast Reykjavíkurbréfum þá og ekki var það ætlunin. Ekki ætlar Gnarrinn í forsetann þó hann hefði líklega verið kosinn þar. Vel gæti ég samt hugsað mér hann sem forseta alþingis. Það veitir ekki af nýjum vendi þar, fremur en aflóga pólitíkusi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Góður Sæmundur!
Haukur Kristinsson 15.3.2015 kl. 21:44
Árið 2010 var lögð fram tillaga um þjóðaratkvæði um það hvort vilji væri með þjóðinni að ganga í evrópusambandið. Þáverandi stjórn hafnaði því.
í fyrra lagði stjórnarandstaðan fram tillögu um að kosið yrði í þjóðaratkvæðum um framhald viðræðna, sem þá voru þegar komnar í strand. Því var hafnað á þeim forsendum að ríkistjórn sem hefur ekki samninga við bandalagið á stefnuskránni, þvert á móti, geti ekki látið þvinga sig til viðræðna þvert á loforð þau sem hún var kjörin útá.
Í fyrra var lögð fram þingsályktunartillaga um Það hvort rifta ætti viðræðum formlega. Sú tillaga komst ekki að fyrir málþófi og skemmdarstarfsemi stjórnarandstöðu. Samt er ovartað yfir því nú að málið hafi ekki fengið þinglega meðferð.
Nú heyrast enn raddir frá stjórnarandstöðunni um að láta þingið kjósa um framhald en samt ekki því niðurstaða þess ætti að vera mönnum ljós. Því yrði hafnað.
Samhliða er uppi endurtekin krafa um þjóðaratkvæði um framhald. Verði hún samþykkt fer sú atkvæðagreiðsla á annan hvor veginn.
A. Að því verði hafnað og umsóknin þarmeð dregin formlega til baka.
B. Að framhald viðræðna verði samþykkt og núverandi eíkistjórn brjóti kosningaloforð sitt og gangi til samningaviðræðna að nýju, þvert á vilja og undir þvingun.
Þá er nokkuð ljóst að Evrópusinnar munu hafna þeirri leið við nánari skoðun því það er ljóst hverjir ásteytingarsteinarnir eru og samningsferlið myndi rofna jafnhratt og það er hafið. Viðræðum hætt og unsókn dregin til baka.
Af hverju?
Jú, evropusambandið hefur neitað qð sýna samningsmarkmið sín og rýniskýrslu um sjávarútveg og svo mun verða um landbúnað, orku og fjármál einnig og öll þau atriði sem ýtt var framfyrir vegna þess að þau fela í sér framsal valds sem stjórnarskráin leyfir ekki að óbreyttu.
Stjórnarskrármálið snerist meira leynt en ljóst um að hrinda þeirri hindrun úr vegi en varð erindisleysa eftir að ESA hafnaði drögunum m.a. vegna þess að of margir fyrirvarar voru í nýju drögunum um framsalsákvæðin.
um leið og stjórnarskrármálið datt uppfyrir, datt umsóknin uppfyrir. Látið var líta svo út að hlé væri gert vegna kosninga í stað hins augljosa að halda ferlinu opnu fyrir þá sem við tækju. Það var til þess að leyna Eirri óhjákvæmilegu staðreynd að ekki verður lengra komist og engin von á að ná saman um öll þau fjöregg sem menn höfðu komið sér hjá að ræða af augljosum ástæðum.
Svo tala menn um leynimakk og undirferli og skort á þægð við þingræðið.
Fullyrðing þín um þingsályktanir hér í upphafi er röng. Um það ef fallinn úrskurður. Það var kannað og staðreynt áður en bréfið var sent.
Samfylkingin er ekki í stjórn og það er ekki hennar að fara með þetta mál. Þeir skipa ekki ríksstjórn landsins fyrir verkum. Þeir geta ekki átt kökuna og étið hana. Þannig virkar þing og þingræði.
ég er hálft í hvoru að vona að það verði þjóðaratkvæði sem fyrst svo Gunnar Bragi geti opnað málið á ný og lokað því endanlega í Brussel með augljósum og haldföstum rökum um að samningsmarkmið beggja eru og verða ósættanleg og að Að er raunar brot á núverandi stjórnarskrá að ganga frá þeim köflum sem eftir eru.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 07:14
Álitsgerð um bindandi áhrif þingsályktana.
http://www.mbl.is/media/78/6678.pdf
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 07:32
Jón Steinar, mér finnst þetta fullmikill langhundur til að birta sem athugasemd við blogg, en takk samt.
Sæmundur Bjarnason, 17.3.2015 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.