2275 - Bókstafstrú er barnaleg

Sumir virðast setja sér það markmið að skrifa svo eða svo oft á dag á vegginn sinn á fésbókinni. Þ.e.a.s. ef þeir hafa ekkert annað þarfara að gera. Sjálfur reyni ég, ef ekki er um neitt annað aðkallandi að ræða, að skrifa nokkrar klausur í  bloggskjalið mitt daglega. Það er mikill kostur (finnst mér) að þurfa ekki að láta það frá sér fara alveg strax. Ég vil gjarnan hafa tíma til að lesa það yfir og breyta því jafnvel og bæta seinna meir eða sleppa. Satt að segja finnst mér sumt af því sem á fésbókina (og bloggið líka og fjölmiðlana) er sett vera full vanhugsað og lítið lesið yfir. Ritað mál hefur margt framyfir það talaða. Fréttatengt efni er ekki alfa og omega alls. Ýmislegt annað getur skipt máli. Þó er hægt að fá leið á krúttlegum kettlingum og jafnvel fáklæddu fólki og hrekkjum.

Bókstafstrú er barnaleg. Biblían, Kóraninn og aðrar trúarbækur voru skrifaðar inní sinn samtíma og eru ekkert merkilegri en aðrar bækur.  Innst inni eru bækur heldur ekkert sérlega merkilegar, myndir (hreyfi- eða kyrr-) heldur ekki. Það sama verður varla um hugmyndir og siðferði sagt, en ritað mál og myndir reyna auðvitað að miðla slíku.

Aðfinnslur eru yfirleitt skaðlegar. Með þeim er verið að ætlast til að allir (eða flestir) séu eins. Ekkert er fjær sanni. Hver mannvera (já og reyndar hver og ein lifandi vera) er heill heimur út af fyrir sig. Að sjálfsögðu breytist hugsunarhátturinn þó í tímans rás og skoðanir þroskast og afstaðan mildast. Hugsanlegt er að margir þeirra sem hæst hafa séu eingöngu skemmra komnir á þroskabrautinni en aðrir.

Minnir fastlega að ég hafi minnst á bótakröfu á hendur Valitors á Íslandi. Þetta gæti orðið hið fróðlegasta dómsmál. Þarna er hugsanlegt að takist á tveir helstu stjörnulögfræðingar landsins þeir Sigurður G. Guðjónsson og Sveinn Andri Sveinsson. Best væri auðvitað að þeir myndu bara slást opinberlega, en ekki er víst að af því verði.

Sennilega var Björgvin Sigurðsson lúsheppinn með að svo snemma komst upp um fjárdráttinn hjá honum. Gat meira að segja kennt öðrum (alkóhólismanum) um. Skýringar hans og yfirlýsingar um endurgreiðslur eru að engu hafandi. Fjárdráttur var þetta og ekkert annað. Skrýtið að fyrrverandi ráðherra skyldi leggjast svona lágt. Þeir sem einu sinni venjast á að hafa mikið fé handa á milli, finnst að þeir þurfi alltaf að hafa það.

Í rauninni er auðvitað nóg að skrifa um. En ég verð leiður á að skrifa langt mál um sama efni. Eflaust verða hugsanlegir lesendur ekki síður leiðir á að lesa langlokur um eitthvað sem þeir hafa kannski lítinn áhuga á. Samt er það svo að flestir leiðast út í að skrifa alltof langt mál um tiltölulega einfalda og auðskilda hluti. En fréttaskrif eru samt vinsæl hjá mörgum. Skyldi það ekki vera vegna þess að stutta formið er sífellt að vinna á. Flestir eru á móti því að hugsa lengi um sama hlutinn. Þó er það eina leiðin til að ná góðum tökum á efninu.

WP 20150101 14 27 24 ProStoltur ljósgjafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, Sæmundur, og gleðilegt nýtt ár.

Þú talar hér gegn 'bókstafstrú' og segir hana barnalega. Þú manst nú eflaust eftir orðum Jesú: "Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.“ (Mk.10.15, Lúk. 18.17). Hann lagði áherzlu á algert traust á Guð og á hann sjálfan (Jóhannesarguðspjall 14:1 og víðar).

Það eru sem betur fer margir kristnir menn sem eru 'bókstafstrúar' á orð Jesú Krists og viðurkenna í verki, að við eigum að elska náunga okkar, eins og miskunnsami Samverjinn gerði –– þ..a.s. að reynast vel öllum, sem við mætum í lífinu og þurfa á hjálp okkar að halda –– og að við eigum líka að hlýða Kristi um það að elska jafnvel óvini okkar (biðja fyrir þeim og gera þeim gott í fyrrnefndum aðstæðum, rægja þá ekki o.s.frv.)

PS. Þú gleymir (eðlilega) að rökstyðja þá afar hæpnu fullyrðingu þína að Biblían sé "ekkert merkilegri en aðrar bækur".

PPS. Ég tel hæpið að fullyrða um 'fjárdrátt' hjá Björgvin; það var alls ekki fullreynt; hann leit á þetta sem lán/fyrirframgreiðslur og kvittaði fyrir því þannig, og þótt óleyfilegar eða utan reglu hafi verið, lít ég alvarlegri augum á smánarlega aðferð til að segja mönnum upp viðstöðulaust á svo opinberan hátt. En vel má vera, að vínneyzlu-vandamál hafi í raun hjálpað honum, þótt það hafi kannski einmitt leitt hann til að freistast til fyrirframgreiðslnanna eða þessarar lausungar. Gangi honum vel að takast á við sína betrumbót.

Jón Valur Jensson, 20.1.2015 kl. 12:55

2 identicon

Revelation 12:9New International Version (NIV)

The great dragon was hurled down—that ancient serpent called the devil, or Satan, who leads the whole world astray. He was hurled to the earth, and his angels with him.

deane scime 20.1.2015 kl. 14:23

3 identicon

Öll trú er barnaleg! Biblían er alls ekki merkileg bók, undir öðrum formerkjum trúarlegs eðlis er biblían klárlega hlægilega ómerkileg :Þ)

DoctorE 20.1.2015 kl. 15:16

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orð gervidoktorsins eru ekki marktæk í neinni umræðu, ekki þótt hann leggi sjálft gervinafn sitt við! En tökum eftir þessum ummælum þekktra manna:

Charles Dickens: "The New Testament is the very best book that ever was or ever will be known in the world."

Sir Isaac Newton: "There are more sure marks of authenticity in the Bible than in any profane history." 

Skáldið Tennyson lávarður: "Bible reading is an education in itself."

Og heimspekingurinn Immanuel Kant, sem ritaði reyndar á þýzku, en hér er þýðing á ummælum hans um Biblíuna: "The existence of the Bible, as a book for the people, is the greatest benefit which the human race has ever experienced. Every attempt to belittle it is a crime against humanity." 

Vísindamaðurinn Thomas Huxley, helzti stuðningsmaður Darwins: "The Bible has been the Magna Charta of the poor and oppressed. The human race is not in a position to dispense with It."

Ulysses S. Grant, forseti Bandaríkjanna 1869-1877: "The Bible is the sheet-anchor of our liberties."

Andrew Jackson, 7. forseti Bandaríkjanna (1829-1837): "That book, sir, is the rock on which our republic rests." 

Thomas Carlyle, heimspekingur og sagnfræðingur: "The Bible is the truest utterance that ever came by alphabetic letters from the soul of man, through which, as through a window divinely opened, all men can look into the stillness of eternity, and discern in glimpses their far-distant, long-forgotten home." 

Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna 1861-1865: "I believe the Bible is the best gift God has ever given to man. All the good from the Savior of the world is communicated to us through this book."

William Gladstone, forsætisráðherra Bretlands 1868-74, 1880-85, febr.-júlí 1886 og 1892-94 (oftar en nokkur annar): "I have known ninety-five of the world's great men in my time, and of these eighty-seven were followers of the Bible. The Bible is stamped with a Specialty of Origin, and an immeasurable distance separates it from all competitors."

George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna (1789-1797): "It is impossible to rightly govern the world without God and the Bible."

Napoleon, ummæli hans hér þýdd á ensku: "The Bible is no mere book, but a Living Creature, with a power that conquers all that oppose it." 

Jón Valur Jensson, 20.1.2015 kl. 16:42

5 identicon

Það að þessir menn hafi sagt svona þarna aftur í grárri forneskju gerir biblíuna ekkert betri bók.

DoctorE 20.1.2015 kl. 17:07

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta voru vitmenn, og því verður ekki breytt 120 árum síðar eða þótt mun fleiri séu. Darwin og Newton o.fl. hér hafa nú verið álitnir mikilvægir í vísindasögunni. Sumir veraldarhyggjumenn segjast fremur styðja stjórnarskrá Bandaríkjanna ("We hold these truth to be evident ...) en Biblíuna, en hér eru líka menn á meðal 'founding fathers' þess ríkis, auk annarra sem teljast vera mun marktækari en einhver nafnlaus gervidoktor (hvorki doktor í neinu né læknir).

Jón Valur Jensson, 20.1.2015 kl. 17:45

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Hann (Jesús)  lagði áherzlu á algert traust á Guð og á hann sjálfan"

Eh það er nú eðlilegt.  Guð var pabbi hans!  

Eg mundi segja að Jesú væri vanhæfur í þessu máli vegna hagsmuna- og ættartengsla.

Að öðru leiti, að auðvitað er bókstaflega barnalegt að ætla sér að lesa einhvern ,,sannleika" í fornum bókum sem skrifaðar voru á 1.og 2. öld.  Og þá í merkingunni heimskulegt og frumstætt.

Ofansagt eiga allir upplýstir menn að vita núna.  Það er auðvelt að komast að því á Upplýsingaöld.  Þar er búið að rannsaka trúarbrögð í bak og fyrir, greina hvernig þau myndast og þætti er þau fléttast saman á o.s.frv.

Kristni er ekkert öðruvísi en önnur trúarbrögð að því leiti, - að fyrst er bara einhver sem fullyrðir eitthvað og svo myndast smá saman gengi um það og svo koll af kolli.

Það merkilega við kristni er aðeins sú tilviljun eða sögulega staðreynd að þessi trú varð víða ríkjandi og m.a í okkar heimshluta.

En trúin er ekkert merkilegri per se þrátt fyrir það.

Kristin trú er alveg ins og aðrir trúarsiðir víða með það, að fyrst er fullyrt, síðan gengi og svo útvíkkun.

Það eru ótal dæmi um trúarbrögð sem hafa nákvæmlega sama þema og sömu effekta.  Það eru allir sammála um það að ekkert er að marka það sem aðrir trúarspekúlantar sögðu - nema þeir kristnu!

Gengur ekki upp ef nútíma rökhugsun er beitt.  Það vantar augljóslega það sem á að gera kristni eitthvað merkilegri en aðra trúarsiði.  (Og bækurnar gerir trúna ekkert merkilegri per se.  Bækurnar voru skrifaðar inn í sinn samtíma af fólki með svo furðulega heimssýn, að efasamt er að það sé nokkurntíman hægt fyrir nútímamenn að vita hver nákvæmlega tilgangur skrásetjara var eða hvað nákvæmlega þeir meintu.  Að fara að túlka slíkan texta í dag og finna þar ,,stór-sannleik", - það er bókstaflega barnalegt í merkingunni heimskulegt.  Það er bara ekki í lagi með fólk sem heldur að ,,stóri-sannleikur" sé eitthvað sem hann er að túlka 2015 af skráðum testa skrifaðan árið núll nánast og ætla að láta þá túlkun stjórna öllu lífi sínu.  Bara ekki í lagi.  Eins og dæmi með muslamafrumkvöðul í öðru muslimafélaginu hérna, að hann fór að reyna að túlka það þannig að muslimskir karlmenn mættu eiga kristnar- og gyðingakonur en muslimskar konur mættu ekki eiga kristna- eða gyðingakarla.  Þetta er auðvitað ótækt.  Í dag í vestrænu lýðræðisþjóðfélögum og alveg sérstaklega á Íslandi í félagslegu samhengi - þá ræður konan því barasta eins og sjálf hverjum hún giftist.  Einhver túlkun manns útí bæ á einhverjum eldgölmlum texta fær engu breitt um það.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2015 kl. 22:05

8 identicon

Mjög góð nálgun hjá Ómari,,sammála hverju orði,,eins og sjálfsagt allir sem teljast með fullu viti,,,ótrúlegt að í dag skuli vera til allur þessi fjöldi manna sem lifa í einu og öllu eftir nokkurra alda gömlum skruddum,,

Alfreð 20.1.2015 kl. 23:01

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er bara almennt blaður hjá þér, Ómar Bjarki, einhvers konar common sense þín í bland við þína vanþekkingu og þínar slitrur af almennri þekkingu. Þú ert enginn trúarbragðafræðingur og veizt styttra nefi þínu í þeim efnum og hefur ekki lagt fram neinar sannanir fyrir þeirri simplu alhæfingu þinni, að trúarbrögð hafi "nákvæmlega sama þema og sömu effekta." Spilaborg þín hrynur sem illa rökstudd klambursmíð, væni minn, og ekki í fyrsta sinn.

Jón Valur Jensson, 20.1.2015 kl. 23:01

10 identicon

JVJ er náttlega púra bókstastrúarmaður, sem mér finnst einstaklega óheiðarlegt af honum, sérstaklega gagnvart sjálfum sér, hann er jú menntaður í þessu rugli öllu saman, hann veit af allri dellunni en trololoar yfir það í huga sér; rétt eins og bókstafstrúarmaðurinn Mofi sem segir að þrælahald í biblíunni sé ekki þrælahald.
Báðir í algerri afneitun, sjá ekki, neita að sjá sannleikann vegna græðgi í lúxus eftir dauðann

DoctorE 21.1.2015 kl. 09:32

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

 "Deane scime" og "Alfreð" kannast ég ekkert við og bið þá/þau/þær um að segja einhver deili á sér ef áframhald verður á skrifum þeirra. Hef ekki hug á að munnhöggvast við hina um trúmál, enda eru þau mér ekkert hjartans mál. Er samt ánægður með að þeir skuli ennþá lesa bloggið mitt eða a.m.k. fylgjast með því að einhverju leyti.  

Sæmundur Bjarnason, 21.1.2015 kl. 12:35

12 identicon

Amen, snillingur. Léttir að vita að það lifi enn vitiborðið fólk á Íslandi. Þessir háværu er bara minna þroskaðir, rétt er það, en rödd vitiborins fólks mætti gjarna heyrast oftar og meira. 

Þorsteinn 21.1.2015 kl. 17:54

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þorsteinn minn þú klikkar samt á einu. Til að sem flestir njóti snilli þinnar ættir þú ekki að fela þig á bak við svona algengt nafn.

Sæmundur Bjarnason, 21.1.2015 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband