28.7.2014 | 05:02
2198 - Irminger
Ekki veit ég hvers vegna áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta hefur fengið þetta ömurlega nafn. Útlendingar koma að þessu og kannski hefur þeim fundist það í lagi. Þó reynt sé að milda áhrif nafnsins er það ömurlega lélegt. Barbarossa hefði líklega verið betra. Eða jafnvel bara Barbabrella.
Af hverju hefur verið dregið svona lengi að kynna þessi ósköp? Jú, sennilega er öll forsendubrestshistórían á skjön við þetta. Já, vel á minnst. Ég á víst eftir að sækja um forsendubrestsuppbótina mína. Minnir að það eigi að vera frestur til 1. september hvað það varðar. Of mikil rólegheit í því efni gætu samt verið hættuleg. Hver veit nema ég eigi einhverja hlutdeild í þessu.
Lenti í hálfgerðu rifrildi útaf viskustykkjum á fésbókinni áðan. Ég man ákaflega vel eftir því að diskaþurrkur hafi verið kallaðar viskustykki, en allsekki viskastykki í mínu ungdæmi. Auðvitað blandaðist engin vizka (hvað þá samvizka) saman við þetta fyrr en seinna og þá finnst mér sumir hafa farið að leiðrétta þetta eftirá. Vitanlega er þetta dönskusletta. Hugsanlega upprunnin í Rangárvallasýslu. Sama er að segja um kvitteringu, sem var notað þó orðið kvittun væri bæði íslenskara og styttra. Mævængja og stígstappa var líka notað.
Hvur andskotinn. Eru nú útrásarvikingarnir búnir að ræna frá okkur sumrinu líka. Ég vissi alltaf að það var ekki hægt að treysta þeim út fyrir hússins dyr. Þegar Íslendingar fóru að geta talað fleiri tungumál en sitt eigið mátti alltaf búast við að fjandinn yrði laus. Þeir sem ekki breyttust í Jón Grunnvíking urðu eins og Jóhannes á Borg. Bitu bara í skjaldarrendurnar þegar þeir heyrðu minnst á víkinga og grettu sig og öskruðu framan í hrægammana. Eiginlega mætti alveg semja óperu um þetta. Ég vil hafa Árna Pál í hlutverki Ketils skræks, svo skal ég ekki skipta mér af þessu meira.
Já og svo lét lögreglustjórinn bara reka sig. Kannski hann hafi haft eitthvað pottþétt á Hönnu Birnu, en hafi lofað að koma því fyrir kattarnef. Þó ég sé með einskonar kattarnef treysti ég mér ekki til að vera með það niðri í miðbæ á réttum stað og stundu, en skora á öll kattarfés sem birst hafa á fésbók að sameinast nú, til að koma í veg fyrir að þetta geti ekki orðið að veruleika.
Í annað sinn lendi ég víst í því að dreifa vírusi á fésbók. Jens Guði finnst það fullmikið og ekki er hægt að lá honum það. Í þetta sinn þóttist vírusinn vera stýrikerfisskönnun sem ég þekkti og treysti. Þó ráðið sem Jens gefur sé gott held ég að enn betra sé að gera aldrei neitt sem maður er ekki nokkurn veginn alveg viss um hvaða afleiðingar hefur. Vonandi get ég nú varast þetta í framtíðinni því það er sáraeinfalt eins og Jens Guð segir. Gott er að geyma aldrei í tölvunni/á fésbókinni viðkvæmar upplýsingar (einkum ekki í bréfum því tölvupóstar eru víst vinsælir og þú veist aldrei hvar afrit af þeim kunna að liggja Öskjuhlíðin er betri.) en ef það er óhjákvæmilegt má reyna að dulbúa þær svolítið svo ræninginn (Upphaflegi vírusþrjóturinn) hafi sem minnst gagn af þeim. Þetta ætti ekki að vera erfitt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur, diskaþurrkur voru alltaf kallaðar viskustykki, eins og þú sagðir. Það heiti er notað enn. Þar var ekkert viska neitt í orðinu. Þú skalt ekkert fara ofan af þessu.
Elle_, 29.7.2014 kl. 00:38
Takk Elle. Á mínu heimili er enn talað um viskustykki, þó sumir séu eflaust með slíkt í höfðinu.
Sæmundur Bjarnason, 29.7.2014 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.