2199 - Canary

Ţó fésbókin sé kannski lítiđ annađ ţá er hún a.m.k. oft ágćt dćgrastytting. Var t.d. áđan ađ lesa Feneyjafrásögn eftir Sigurđ Hreiđar. Hún minnti mig á atvik sem henti mig á Kanaríeyjum.

Held endilega ađ ţađ hafi veriđ á Tenerife frekar en Gran Canari. Viđ hjónakornin vorum á vakki niđur viđ ströndina  innanum allan mannfjöldann. Auđvitađ ţreyttumst viđ fljótlega og settumst á bekk fyrir rest. Ţegar viđ stóđum upp hefur myndavélin mín orđiđ eftir og ţađ uppgötvađi ég ekki fyrr en nokkuđ löngu seinna. Sennilega svona klukkutíma seinna. Međ öndina í hálsinum hljóp ég samt og gekk eins hratt og ég gat ađ bekknum, en auđvitađ var engin myndavél ţar.

Ţetta varđ til ţess ađ ég ţurfti ađ gera mér ferđ á lögreglustöđina. Ágćtlega gekk ađ finna hana en verra var ađ ţar talađi enginn neina ensku. Íslensku prófađi ég ekki og ekki kunni ég neitt í spćnsku sem mér virtist ţó ađ lögreglumennirnir töluđu sín á milli. Ég reyndi ýmis afbrigđi og önnur mál sem ég kunni eitthvert hrafl í, en ekkert dugđi. Lögreglustöđin var dálítinn spöl frá annarri byggđ og ţó allir ţjónar á veitingahúsum og afgreiđslufólk í verslunum talađi eitthvert hrafl í ensku gerđu lögregluţjónarnir ţađ ekki. Ţeir skiptu samt sem áđur nokkrum tugum eđa hundruđum ţarna á stöđinni.

Ég vissi ađ tryggingafélögin á Íslandi mundu aldrei bćta mér myndavélina, ef ég hefđi ekki lögregluskýrslu um máliđ. Ţess vegna datt mér ekki í hug ađ gefa mig. Eftir mikiđ japl og jaml og fuđur var mér ţó fenginn í hendur einhver bréfmiđi og vísađ í biđröđ viđ síma einn og eftir ţví sem mér skildist gćti ég ţar fengiđ samband viđ enskumćlandi lögregluţjón í Madrid. Sennilega hefur ţađ bara veriđ gert til ađ losna viđ mig.

Ţetta stóđst samt alveg og ég útlistađi allt mjög nákvćmlega fyrir manninum í símanum. Ađ lokum sagđi hann mér ađ halda vel uppá miđann sem hann gerđi ráđ fyrir ađ ég hefđi fengiđ í hendur og ég gćti sótt skýrsluna eftir einn eđa tvo daga međ ţví ađ framvísa honum.

Ţetta stóđst allt saman eins og stafur á bók og ég geymdi skýrsluna vel og vandlega. Gott ef ég á hana ekki ennţá einhversstađar. Og reyndar er mjög líklegt ađ ég hafi bloggađ um ţetta áđur.

Svo vildi til ađ konan mín var einnig međ myndavél. Og nokkrum dögum seinna ţegar hún var ađ skođa vörur í búđ einni vatt sér kona ađ henni og spurđi hana hvort hún hefđi ekki týnt myndavél. Hún neitađi ţví. Konan gaf sig ekkert og kom fljótlega aftur og spurđi hvort hún vćri viss um ađ hafa ekki týnt myndavél. Enn ţverneitađi hún og sýndi ókunnu konunni meira ađ segja myndavélina sína. Ţegar konan kom svo í ţriđja sinn mundi hún eftir ađ ég hefđi týnt myndavél fyrir nokkrum dögum og sagđi henni ţađ.

Á krá einni skammt frá búđinni var mađur konunnar (ţau voru bresk) og ţar var myndavélin mín einnig. Fundarlaun vildu ţau engin, en konan mín fékk ţó ađ taka mynd af ţeim. Undrun minni ţegar ég sá myndavélina mína aftur ţarf ekki ađ lýsa.

Ókey. Jónas Kristjánsson er gamalmenni og besservisser. Áhrifamikill og skođanamyndandi samt. Ég er bara fyrrverandi besservisser og ţar ađ auki ekkert ţekktur, en hef samt gaman af ađ skrifa eins og beturviti. Getur mađur veriđ fyrrverandi gamalmenni? Bara hugmynd. Jú, kannski ţegar mađur er dauđur.

IMG 1181Á Akranesi.

IMG 1204Hurđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband