22.10.2013 | 00:07
2060 - Með útsýni til tunglsins - Gálgahraun o.fl.
Allir sem sjá blessað tunglið öðru hvoru út um gluggann hjá sér eru með stórfenglegt útsýni hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki. Enginn sér það alltaf. Ömurlegt er að sjá bara gluggann á næsta húsi. Í þannig hótelherbergi hef ég dvalið. Fannst líka skrítið í hitabeltinu að sjá tunglið beint fyrir ofan mig og snúa þar að auki vitlaust. Sólskin er mörgum mikilvægt þó dagsbirta nægi öðrum. Maður einn var spurður að því hvort væri mikilvægara sólin eða tunglið. Ja, tunglið skín stundum á nóttinni, en það er hvort eð er alltaf bjart á daginn þegar sólin er að glenna sig og lítið gagn að því.
Skyldi mér, með þessu sífellda bloggmali mínu, takast að sannfæra einhverja um að ég hafi stundum rétt fyrir mér. Heldur þykir mér það ólíklegt. Samt er það ekki óhugsandi. Flestir þeirra sem sannfæra mig (yfirleitt bara í smástund að vísu ) með malinu í sér (munnlegu eða skriflegu) gera það í lengra máli. Skoða eina hugmynd frá ýmsum sjónarhornum. Forðast samt þau sjónarhorn sem mæla á móti hugmyndinni eins og eðlilegt er. Sjálfum finnst mér ég vera ákaflega stuttorður og gagnorður, en er það sennilega ekki. A.m.k. tekst mér aldrei að blogga mig tóman. Oft er ég í besta stuðinu eftir að vera nýbúinn að senda einhverja speki frá mér út í eterinn.
Á flestan hátt er Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri mitt idol í blogginu. Hann er stuttorður og gagnorður. Vinsæll og víðlesinn. Fróður og vel að sér. Samt vildu kjósendur hann ekki á stjórnlagaþing. Ég er svolítið hissa á því. Stundum er hann auðvitað óþarflega harðorður. Ómar Ragnarsson er líka góður. Skortir samt yfirsýnina sem Jónas hefur. Of mikill náttúruverndarmaður og bílaáhugamaður fyrir minn smekk. (Jónas er of mikill hestamaður.) Báðir of sérgóðir og alvarlegir í bloggum sínum. Skil ekki af hverju Páll Vilhjálmsson fær alltaf svona marga lesendur á Moggablogginu. Hann er nokkurskonar viðbót við mbl.is og er bara að hjálpa krökkunum þar með einhverri ESB-þvælu. Þegar Dabbi hættir sem ritstjóri breytist Mogginn í helsta stuðningsblað ESB. Það er ég alveg viss um. Hugsanlegt er líka að hann verði einskonar deild í teboðshreyfingunni bandarísku (altsvo Mogginn). Þó finnst mér það ólíklegt.
Nú er mánudagskvöld. Eiginlega er ekki hægt að blogga að neinu gagni nema taka einhverja afstöðu til atburðanna í Gálgahrauni. Ég hef ekki hingað til verið fyllilega sannfærður um að hraunið það arna sé nægilega merkilegt eða málið nógu afgerandi til að láta svona. Kannski er það samt vitleysa og aumingjaskapur hjá mér. Einhversstaðar verður að setja ofbeldismönnum stólinn fyrir dyrnar. Get samt ekki að því gert að mér finnst þetta ekki rétta tilefnið. Að velja rétta tilefnið er alveg bráðnauðsynlegt. Öðruvísi verður ekki hægt að koma sitjandi ríkisstjórn frá völdum. Það hljóta samt allir góðir menn að vilja. Óvissan sem því gæti fylgt er samt afleit fyrir okkur ellibelgina.
Vissulega er þetta blogg í styttra lagi. Það verður bara að hafa það. Vegna Gálgahraunsmálsins er nauðsynlegt að koma þessu frá sér sem fyrst.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Alltaf þykir mér gaman að lesa pistlana þína, Sæmundur. Þú skrifar á góðu máli(Hefði samt þótt betra hefðirðu sagt átrúnaðargoð í stað idol, mér leiðast alltaf enskuslettur) Yfirvöldin á Íslandi eru eins og yfirvöldin í Texas, sem alltaf flýta sér að drepa dauðadæmda menn, áðir en mál þeirra fær að fara allan feril.Þarna ætlar vegagerðin að djöflast yfir hraunið, áður en fullnaðadómur fæst.Dæmigert fyrir möppudýr.
geirmagnusson 22.10.2013 kl. 06:58
Takk Geir, er ekki alveg sammála þér um allt, en það gerir ekkert til. Auðvitað hugsa ekki allir eins. Skárra væri það nú.
Sæmundur Bjarnason, 22.10.2013 kl. 08:15
Ég hitti mann í gær, sem vildi fara orðum um þetta Garðahraunsmál eins og fleiri. Hann sagði eitthvað á þá leið (man ekki orðrétt hvað hann sagði, bara innihaldið) að sig grunaði að þegar sagnfræðingar næstu aldar færu að skrifa um stjórnmál og viðburði fyrri hluta tuttugustu og fyrstu aldar, þá myndu þeir meta það svo að sá atburður, þegar Ómar Ragnarsson og fleiri voru teknir fastir fyrir að mótmæla náttúruníði, markaði upphaf byltingar, sem almenningur hefði gert gegn ríkisstjórn auðvalds og útgerða frystitogara.
Ellismellur 22.10.2013 kl. 09:24
Sammála þér um þetta, Ellismellur. Mótmælin við Innanríkisráðuneytið á eftir gætu samt orðið litmus-prófið í þessu. Sýnist að nokkuð margir ætli að mæta.
Sæmundur Bjarnason, 22.10.2013 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.