2009 - Páll Vilhjálmsson

Ţetta fékk ég í athugasemdadálkinn minn um daginn. Ekki kannast Gúgli viđ ţennan Karl Kristján svo kannski er hann bara plat. Ţjóđskrá virđist ekki ţekkja hann heldur. Hef ekki haft fyrir ţví ađ leita annarsstađar. Ekki svarađi hann heldur ţví sem ég taldi vera sćmilega kurteislegt svar viđ ţessum hrođa. Ţó mér leiđist heldur svona brenglun, ţá missi ég svosem engan svefn útaf ţví.

All over the place... ţú getur líka bara haldiđ persónulega dagbók, ef tilgangurinn er bara ađ láta heilann ţinn rćpa stjórnlaust út setningum.

Karl Kristján Hauth Gröndal Marđarson 15.7.2013 kl. 16:18

 

Ég er alltaf ađ rembast viđ ađ blogga og er heldur á móti fésbókinni. Ţessi fyrirbrigđi eru ţó úr sömu skúffunni og náskyld. Á fésbókinni eru fleiri og líklega er auđveldara ađ ná til fólks ţar. Ég er orđinn svo vanur blogginu ađ ég held mig viđ ţađ. Get heldur ekki alveg losnađ viđ ţá hugsun ađ ţađ sem bloggađ er sé svolítiđ varanlegra en fésbókarskrif. A.m.k. eru fésbókarstatusarnir fljótir ađ hverfa nema mađur eigi ţeim mun fćrri fésbókarvini eđa ţeir skrifi ţeim mun minna, held ég a.m.k. Best er auđvitađ ađ nota hvorttveggja.

Eitthvert heitasta máliđ á fésbók og víđar um ţessar mundir er bygging mosku í Reykjavík. Mér finnst ţađ reyndar skipta svo litlu máli ađ ekki taki ţví ađ rífast um ţađ. Í mínum huga eru múslimar ekkert verri en annađ fólk. Ţađ er einfaldlega rasismi ađ halda ţađ og vera eitthvađ á móti moskum ţessvegna. Turnspírur ađ islömskum siđ eru ađ vísu engar hér fyrir svo ég viti, en moskur eru ţađ, ef kalla má trúarlega samkomustađi múhameđstrúarmanna ţađ. Ef rasisma, ţjóđrembu og einangrunarhyggju er hrćrt saman getur komiđ hćttuleg blanda útúr ţví. Ţađ er reyndar langt frá ţví ađ ég sé ađ líkja öllum andstćđingum mosku í Reykjavík viđ slíkt en sú andstađa held ég ađ sé ađ stórum hluta byggđ á misskilningi.

Held ég hafi bloggađ um Pál Vilhjálmsson áđur. Hann bloggar hér á Moggablogginu og er međ andstöđu viđ ESB á heilanum. Jóhann Hlíđar Harđarson fréttamađur á RUV segir hann vera lygara ţar ađ auki ţar sem hann fullyrđi ađ „accession process“ á ensku ţýđi ađlögunarferli. Ég er sammála Jóhanni ţar.

IMG 3481Rosalega er ţetta gult hús.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Dónaskapur er algengari á moggabloggi en fésbók.  Ţađ er svo auđvelt ađ stinga inn nafnlausri athugasemd á mbl.is en á fésbók hafa ađeins "vinir" ađgang.

Ţessi svonefndi Karl Kristján las ţó allavega bloggiđ ţitt.  Sem er međmćli í sjálfu sér... :)

Kolbrún Hilmars, 18.7.2013 kl. 15:43

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk Kolbrún. Er ekki alveg sammála ţér um dónaskapinn. Moggabloggiđ er ţó allsekki laust viđ hann. Fésbókin ekki heldur.

Nafnlausar athugasemdir eru oft ekkert verri en ađrar. Hinsvegar er fésbókin tiltölulega laus viđ allskyns óvćru, ef mađur passar sig. Moggabloggiđ líka.

Sćmundur Bjarnason, 19.7.2013 kl. 13:31

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ţakka ţér svo sjálfum, Sćmundur.  Ég les alltaf bloggin ţín og líkar vel.   Góđir sögumenn eru ekki á hverju strái.   :)

Kolbrún Hilmars, 19.7.2013 kl. 20:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband