3.7.2013 | 21:07
2000 - Stjórnarskrá o.fl.
Þetta er víst tvöþúsundasta bloggið mitt. Nenni ekki að fjölyrða um það. Þessir tölustafir gera bloggið mitt bara sérkennilegra en það annars væri. Engu bætir það við fyrir þá sem það lesa.
Er alltof snokinn fyrir fréttum og fjölmiðlun. Vel er hægt að fá upplýsingar um slíkt annars staðar. Get þó ekki vanið mig af því að vaða úr einu í annað. Lesendum mínum fer samkvæmt Moggabloggslistum heldur fjölgandi og er það vel. Hef samt minni áhuga en áður á því að verða einhver ofurbloggari. Þeir enda yfirleitt á fésbók og verða flestum til ama þar, held ég endilega.
Krakkar eru stundum fljótir að fatta hlutina. T.d. er ekki nema heilnæmt í sjálfu sér að prumpa. Enda er prumpulagið hans Dr. Gunna afar vinsælt meðal barna en sumir fullorðnir hneykslast gífurlega á því. Um daginn las ég langa grein um prump og mest voru það sjálfsagðir hlutir sem þar komu fram. Sennilega er þessi klausa endurómur af því.
Rannsóknarnefndir eru í tísku núna. Ætli sú næsta verði ekki látin rannsaka Hörpuævintýrið. Víst er það ágætis hús, en hrikalega dýrt fyrir fjárvana þjóð. Í staðinn fyrir að verða lyftistöng fyrir listalíf í landinu gæti það með tímanum orðið myllusteinn um háls þess.
Enn er rætt um stjórnarskrármál á alþingi. Ekki tókst að koma neinu meiriháttar varðandi þau mál í gegn á síðasta kjörtímabili og ekki er neitt sem bendir til að það takist á þessu. Ég er sammála talsmanni pírata, Birgittu Jónsdóttur, um að frumvarp það sem gerir ráð fyrir að yfir 40% atkvæðisbærra manna og meira en tveir þriðju hlutar alþingismanna samþykki hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni, er ónýtt með öllu. Það er alls ekki við því að búast að alþingi afsali sér réttinum til breytinga á stjórnarskránni bara sisvona.
Mun líklegra er að einhverskonar sátt náist um þjóðaratkvæðagreiðslufrumvarp til að friða almenning enda var það langmikilvægasta ákvæði stjórnarskrárfrumvarps þess sem fyrrverandi ríkisstjórn mistókst að koma í gegn. Ófært er að þjóðaratkvæðagreiðslur hangi á geðþótta eins manns þó þjóðkjörinn sé. Það er heldur ekki nærri nógu gott að allt sem snertir þjóðaratkvæðagreiðslur og hvort þær skuli haldnar sé alfarið á valdi meirihluta alþingis hverju sinni.
Að sumu leyti er það til fyrirmyndar að herinn tilkynni fyrirfram um valdarán eins og nú er gert í Egyptalandi, en samt er alltaf vafasamt að slíta í sundur lögin. Líklega hafa þeir samt ekki haft neinn Ljósvetningagoða til reiðu þarna suður í Afríku en það er hægt að vona að mannfall verið ekki mikið í þessum atburðum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég hélt að þú lifðir þetta ekki af. Til hamingju með pistil 2000, sem er eins og 1836 hinna, fullur af lífsklókindum og stundum perlum sem kastað er fyrir svín. Kemst maður ekki í heita pottinn til að heyra raus og góðar sögur er stundum gott að lesa þig, karl minn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.7.2013 kl. 21:51
Takk, Villi.
Sæmundur Bjarnason, 3.7.2013 kl. 21:59
Til hamingju með tvöþúsundasta bloggið. Ég kíki hér inn reglulega og hef gaman af. Kannski einu sinni í viku eða svo og renni þá yfir síðustu færslur. Það er mér góð skemmtun. Takk fyrir mig.
Jens Guð, 3.7.2013 kl. 23:14
Takk Jens. Eiginlega hef ég lært heilmikið af ykkur báðum.
Sæmundur Bjarnason, 4.7.2013 kl. 00:08
Sá dagur mun koma að einn pistill Sæmundar mun jafna ártalið.
Það mun, ef almættið lofar (og Sæmundur vill svo gera), verða pistill nr. 2013.
Eftir það mun Sæmundur gerast spámaður :-)
Takk kærlega fyrir pistla þína hingað til
... en ég bíð nú óþreyjufullur eftir þeim nr. 2014, 2015 etcetera.
Pétur Örn Björnsson 4.7.2013 kl. 03:10
Takk kærlega Pétur, en ætlarðu alveg að sleppa pistlum númer 2001 til 2013. Hefði ég hætt og byrjað aftur á einum þegar pistli númer 999 var lokið eins og hugsaði mér, hefði ég ekki þurft að halda eins lengi áfram og nú er.
Sæmundur Bjarnason, 4.7.2013 kl. 04:24
Takk fyrir góða ábendingu Sæmundur (þetta með númer 2001 til 2013). Nú skal ég því tala skýrar og segja að ég mun lesa allt frá upphafi til enda, ef almættið lofar :-)
Pétur Örn Björnsson 4.7.2013 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.