4.6.2013 | 09:59
1975 - Um strámenn og margt fleira
Sagt er að Sigmundur Davíð tali um strámenn. Það er hættuleg einföldun. Á margan hátt var kosningabarátta framsóknarflokksins einn allsherjar strámaður. Hann (Sigmundur Davíð) vann í Icesave happdrættinu. Það þarf ekki að þýða að hann hafi alltaf rétt fyrir sér. Þetta með skuldir heimilanna og verðtrygginguna held ég að sé mun flóknara fyrirbrigði en hann heldur. Hinsvegar er ekki víst að lækkun veiðigjaldsins sé neitt flókin aðgerð. Sumarþingið gæti alveg afgreitt hana fljótt og vel, þó það geri kannski ekki mikið meira.
Sennilega verður ESB-málið látið malla áfram, ekki slitið formlega heldur frestað um óákveðinn tíma. Evrópusambandið getur hæglega beðið og vill það sennilega helst. Hugsanlegt er að einhverjir óþægir stjórnarliðar flytji frumvarp um það mál. Jafnvel að Vigdís Hauksdóttir geri það. Búast má við að stjórnarskrármálið verði sömuleiðis saltað.
RÚV-ið fer í ítarlegt 3ja mánaða sumarfrí (eða sumardvala) sem er að byrja. Og ég sá á fésbókinni, líklega hjá Láru Hönnu, umræðu um það. Skemmtilegasta skýringin á því var í sambandi við birtuna (þyrfti ekkert kastljós hennar vegna). Aðalspurningin hjá mér varðandi þá kenningu var hvort maí væri ekki í rauninni bjartari en ágúst.
Var að enda við að lesa enn eina greinina um geðlækna eftir Hörpu Hreinsdóttur. Greinar hennar eru flestar hnífskarpar og ótrúlegt að ummælum hennar skuli að mestu ósvarað. Þekkingu hennar á málefninu er erfitt að draga í efa. Eftir að henni sinnaðist við manninn frá Bakka í Ölfusi er hún á móti geðlæknum. Sálfræðingar sleppa.
Af hverju er feministi samasem jafnréttissinni? Já, ég er dæmigerður orðhengill og finnst ekki að sannir jafnréttissinnar þurfi að sætta sig við svo kynbundið orð.
Mér finnst dálítil fljótaskrift á því að tala um rigningasumarið mikla 2013. Vissulega er útlitið rigningarlegt hér í Kópavogi akkúrat núna, en það hlýtur að vera eitthvað eftir af sumrinu. Ég man vel eftir rigningarsumrinu 1955. Kannski er það mest útaf umtali annarra. Man eftir að hafa séð myndir af mönnum að slá (með vélum þó) á milli sáta. (Á kannski að segja sátna.) Ef sumarið í sumar verður eitthvað því líkt þá verður bændabarlómurinn mikill, þó heyverkunaraðferðir séu gjörbreyttar núna. Undanfarin sumur hafa verið okkur góð.
Sumarþingið er komið á matseðilinn. Svo er a.m.k. að skilja á fréttum. Sumum finnst slæmt að frétta bara af því svona utanað sér, en mér er sama. Bara það verði ekki leynilegt. Öfunda ekki alþingismenn og ríkisstjórn af ábyrgðinni. Hægt verður að kenna þeim um allt sem miður fer og það verður margt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Að grufla yfir eigin geði
er ei til neins
Eigin heilsu hafð' að veði
Harpa Hreins
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.6.2013 kl. 13:59
Eiginlega jú, Jóhannes.
jafnvel grufl um geðið sitt
getur orðið þetta og hitt.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2013 kl. 20:28
Ekki skil eg neitt í þessum svonefnda forsætisráðherra. Hann telur sig e.t.v. vera forsætisráðherra þjóðarinnar en svo er ekki.hann er forsætisráðherra braskara og stóriðjunnar og þeirra hátekjumanna sem vilja lækka sem mest skatta.
Bröttustu kosningaloforðin komu frá þessum manni. Nú má lesa eitthvað það furðulegasta sem sést hefur í röksemdarfærslum tengdum stjórnmálum á Íslandi, forsætisráðherra Framsóknar býr til nýyrði sem ekki hefur sést áður á prenti að eg best veit: „strámaður“ hvað svo sem þessi íslenska útgáfa af Berlúskóni leggur í hana. Um allt þetta má lesa á heimasíðu kappans: http://sigmundurdavid.is/ad-berjast-vid-eigin-fuglahraedur/
Góðar stundir en helst án fyrirhyggju Framsóknar.
Guðjón Sigþór Jensson, 9.6.2013 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.