17.5.2013 | 08:41
1964 - Kemst kannski á koppinn um Hvítasunnuna
Hver veit nema takist að koma nýrri stjórn á laggirnar um þessa ferðahelgi. Aðrir en Bjarni og Simmi hafa átt erfitt með sumarbústaðaferðir að unanförnu. Búast nefnilega við að verða ráðherrar. Kannski fer þessum galdradansi að ljúkja.
Rabb um hitt og þetta. Það er það sem bloggið mitt er. Nokkuð margir virðast samt kunna vel að meta það. Eiginlega eru það bara magnaðir besservisserar sem enn halda áfram að blogga. Þeir hafa semsagt þörf fyrir að láta ljós sitt skína. Mín ljós eru reyndar nokkuð mörg. Hálfgerð jólasería. Sum ljósin sem á blogginu birtast eru óttaleg stjörnuljós. Þ.e. þau blossa upp og dofna síðan og deyja út mjög fljótlega. Þannig er því oftast varið með stjórnmálaskrif og ég reyni eftir mætti að forðast þau. Oft eru þau samt svo skemmtileg að ég get ekki stillt mig.
Margir setja allar sínar myndir (gamlar líka) á fésbókina. Kannski ekki alveg allar en oft án mikillar umhugsunar eða íhugunar. Þar með lenda þessar myndir í einhverskonar sameiginlegum potti sem allir geta ausið úr að vild og á þann hátt sem þeim sýnist. Ekki er víst að um hagsmuni fyrirmyndanna eða ljósmyndarans sé neitt hugsað. Auðvitað má það sama segja um ritað mál. Það er þó ekki alveg sambærilegt því fyrirmyndirnar má oft þekkja á myndunum og þeir sem þær sjá mynda sér kannski vafasamar hugmyndir útfrá þeim. Kannski er myndin frá upphafi birt (og jafnvel tekin) í algjörri óþökk viðkomandi.
Ég segi þetta ekki útfrá neinu ákveðnu dæmi, en dæmin eru samt mörg. Sumir forðast líka eftir mætti að setja myndir á fésbók. Svo eru aðrir eins og t.d. ég sem setja alltaf myndir á bloggið sitt. Myndmálið er sífellt að verða ágengara. Bráðum verður farið að ætlast til þess að lokaritgerðir við Háskóla landsins verði myndskreyttar ef kostur er. Og áður en varir verða kvikmyndir og vídeótökur allskonar sú almenningseign sem blessaðar ljósmyndirnar hafa lengi verið. Áður fyrr var það talsverður viðburður að láta taka af sér mynd. Nú eru svo margar myndir teknar á hverjum degi af hverjum sem er, að óðs manns æði væri að ætla sér að telja þær.
Finnst betra að blogga of lítið en of mikið. Margir skrifa alltof mikið. Eitthvað hlýtur að mega missa sig. Svo hengja margir sig í óttaleg aukaatriði eins og t.d. Söngvakeppnina. Samt er ég nú að hugsa um að fylgjast a.m.k. með spennunni í lokin. Finnst þetta þó með öllu laust við að vera athyglisvert. Kannski er þetta samt hámark lýðræðisins. Að fá leyfi til að hringja 20 sinnum á stuttum tíma og losa sig við slatta af peningum. Óviðjafnanlegt.
Einhverntíma hefur þetta verið reisulegt hús.
Áhyggjur verði Vigdís ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þótt margir hræðist hvað um semst
og hverjum búin fórnin
Um Hvítasunnu kannski kemst
á koppinn N1 stjórnin
Holdafarið hefur þótt
hindrun fyrir kroppinn
Sigmund skortir þrek og þrótt
sem þarf ef vill á toppinn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.5.2013 kl. 04:49
Fínar vísur, Jóhannes. Reyni kannski sjálfur á eftir.
Sæmundur Bjarnason, 18.5.2013 kl. 10:05
Laxdalsvísur löngum hér
lífga uppá spjallið.
Bjarni bráðum kominn er
með Simma uppá fjallið.
Sæmundur Bjarnason, 18.5.2013 kl. 10:08
Nú, þarna vantar höfuðstaf. Best að laga það.
Laxdalsvísur löngum hér
lífga uppá spjallið.
Kominn bráðum Bjarni er
með búkinn Simma á fjallið.
Sæmundur Bjarnason, 18.5.2013 kl. 10:23
Sagðist ætla að setja á blað
svar við mínum fléttum
laust við þrautir fæddist það
á þrem mínútum sléttum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.5.2013 kl. 10:36
Flýtti sér að festa á blað
fljótur var að ríma
en strax svo þurfti að laga það
á þrefalt lengri tíma
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.5.2013 kl. 10:47
Flýtti sér að festa á blað
fljótur var að ríma
en strax hann þurfti að laga það
og það tók lengri tíma
p.s Setti þessa inn áðan en hún kom ekki upp þegar ég ýtti á F5
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.5.2013 kl. 11:00
Stundum tekur þetta óratíma og tekst jafnvel ekki. Stundum steypist þetta yfir mann "eins og hland úr fötu."
Já, það var slæmt að sjá ekki höfuðstafsvöntunina, en ég var einmitt svolítið stoltur yfir því hvað ég var fljótur að þessu. Þarf alltaf að skrifa með penna fyrst. Svo þurfti ég að pikka það á lyklaborðið svo þrjár mínúturnar voru fljótar að líða.
Sæmundur Bjarnason, 19.5.2013 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.