1965 Hvítasunnustjórnin

Þið alloft sáuð hann (Sigmund Davíð).

Föstudag til frægðar sér hann vann
fyrir annan mann.

Segi ekki meira. Þetta gæti jafnvel verið vísukorn. Þó ekki.

Svona er þetta bara. Allar ár komast til sjávar að lokum. Eftir krókaleiðum sumar að vísu.

„Enginn staðið frammi fyrir erfiðari verkefnum en Bjarni.“ Blaðamannsaumingi einn á visi.is notar þessi orð í fyrirsögn og á við Bjarna Benediktsson og væntanlegan fjármálaráðherradóm hans. Slæmt að hafa svona vitleysinga fyrir blaðamenn. Mjög misheppnað orðalag.

Er ekki frá því að áhuginn fyrir stjórnarmynduninni fari minnkandi. Hversvegna skyldu menn líka vera málþola yfir því hverjir verða ráðherrar. Það skiptir varla miklu máli nema fyrir þá sjálfa og þeirra nánasta skyldulið. Eftir fréttum að dæma bendir þó allt til þess að saman sé að ganga milli þeirra fóstbræðra. Er ekki hægt að láta þar við sitja? Loka þá bara inni þangað til þeir eru búnir að þessu lítilræði. Held að það geti orðið vafsamt hjá þeim þetta með fjölgun ráðherranna og afnám veiðleyfagjaldsins.

Ættarmót verður haldið í félagsheimilinu Fannahlíð í byrjun næsta mánaðar. Veit svosem ekki hve margir koma þangað en það gætu vel orðið um 100 manns. Varla miklu fleiri en það. Ættarmót, fermingar og jarðarfarir eru helstu mannfagnaðirnir sem maður fer orðið á. Rétt að láta sig hlakka til þess. Og svo verður einhverskonar sammenkomst um Hvítasunnuna í Hveragerði. Ætli Helena og Tinna verði ekki aðalstjörnurnar á ættarmótinu.

Erum við á leiðinni inn í forngrískt lýðræði? Erum við á leiðinni til að taka upp raunverulegt beint lýðræði, þar sem þeir stjórna sem nenna því? Verður hægt að nota sumarið sem framundan er í nýja búsáhaldabyltingu? Sumir halda það. Lýðræðið er bara orðið svo flókið að þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki svarið. Kannski eru búsáhaldabyltingar það. Eða kannski ekki. Það er verkurinn. Að setja X-ið sitt einhvers staðar á kjörseðilinn á fjögurra ára fresti útbíar hann bara. Það verða aldrei allir sammála um nokkurn skapaðan hlut. Er fulltrúalýðræðið fullkomasta stjórnarfarið sem völ er á? Er ekki nýja menntaða einveldið með tölvurnar og excelskjölin í hásætinu besta lausnin?

Það er ekki hægt að ætlast til þess að óbreyttur pöpullinn taki alltaf réttu ákvarðanirnar, sennilega eru tölvustýrðu excelskjölin það besta sem hægt er bjóða uppá akkúrat núna. Best að vera dauður áður en hin raunverulega orrusta milli excelskjalanna og þjóðaratkvæðagreiðslanna fer fram. Hún verður blóðug og engu eirt. Vorkenni þeim sem þurfa að standa í þessu.

Vigdís Finnbogadóttir er aumur forréttindaþræll. Lætur sér sæma að eignast ólöglegan sumarbústað á versta stað á Þingvöllum. Hef aldrei fyrirgefið henni það né Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að láta plata sig til að veiða fyrsta laxinn í Elliðaánum. Þetta eru þær tvær konur (auk Jóhönnu Sigurðardóttur) sem ég hef verið hvað tilbúnastur til að bera virðingu fyrir.

IMG 3153Á þetta kannski að minna á járnbrautarlest?


mbl.is Ný stjórn tekur á sig mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfing áttu bágt. Það eru ill örlög að enda ævina beiskur og fullur hatri.

Jón Birgis 19.5.2013 kl. 08:01

2 identicon

Þetta er náttúrulega bara bilun.

spritti 19.5.2013 kl. 11:06

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Spritti minn, Hvað er bilun?

Og Jón Birgis, ég get ómögulega tekið ábyrgð á því sem þú hugsar.

Sæmundur Bjarnason, 19.5.2013 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband