1962 - Og stjórnin heitir....

Ţađ ađ búiđ er gera ráđ fyrir ţingflokksfundum bendir til ţess ađ helmingaskiptastjórnin sé ađ skríđa saman. Ekki veit ég hvađ hún verđur kölluđ í framtíđinni, en svo virđist sem búiđ sé ađ finna nafn eđa nöfn á stjórnina sem er ađ fara frá. Hún virđist ćtla ađ verđa ýmist kölluđ norrćna velferđarstjórnin (međ örlitlum háđshreim) eđa Jóhönnustjórnin. Ţingvallastjórnin var ţar á undan og olli Hruninu. Ţar áđur voru Viđeyjarstjórnin og Helmingaskiptastjórnin sem undirbjuggu Hruniđ af mikilli samviskusemi.

Ţađ ađ manni finnst sífellt fćrri bćkur vera skrifađar um ţađ sem mađur hefur mikinn áhuga fyrir, kann ađ vera vegna ţess ađ áhugasviđiđ ţrengist jafnt og ţétt. Eiginlega ţarf mađur einnig ađ vanda sig sífellt meira viđ val á ţeim bókum sem mađur ţó les. Í dag fór ég á bókasafniđ og fékk lánađar einar 10 bćkur og 6 hljóđbćkur. Ólíklegt er samt ađ ég geri meira en ađ glugga í ţessar 10 bćkur ţví mér ţykir mun ţćgilegra ađ nota kyndilinn minn viđ bóklestur og ég á mjög margar bćkur ţar ólesnar.

Ţađ hlakkar mjög í andstćđingum íhalds og framsóknar ţessa dagana. Hrćddur er ég um ađ sú ríkisstjórn sem Simmi og Bjarni eru ađ reyna ađ koma á koppinn verđi fljótt óvinsćl. Jafnvel svo fljótt ađ ekki verđi hjá ţví komist ađ mynda nýja.

Falin er í illspá hverri
ósk um hrakför sýnu verri

sagđi Stephan G. um áriđ. Helmingaskiptastjórn a la Davíđ og Halldór ćtti samt alveg ađ geta plumađ sig. Tímarnir eru bara svo breyttir ađ hćpiđ er ađ gera ráđ fyrir ţví. Ţannig ađ vafasamt er fyrir báđa flokkana ađ mynda slíka ríkisstjórn án ţess ađ hafa plan B í bakhöfđinu. Lćt ég svo útrćtt um stjórnmálin, enda hef ég ekkert vit á ţeim.

Ég get ekki ađ ţví gert ađ ţegar ég sé menn međ alvöru mottu á efri vörinni eins og ţessi erkitípa sem er landsliđsţjálfari Ţjóđverja eđa eitthvađ slíkt, ţá verđur mér alltaf hugsađ til ţess hvernig ţessum vesalings mönnum gangi ađ borđa. Sjálfur er ég međ alskegg en ekki svona vöxtulegt yfirskegg og ţegar ţađ (yfirskeggiđ altsvo) er orđiđ of mikiđ ţá fer ekki hjá ţví ađ ţađ getur valdiđ truflun viđ át.

Vitsmunum stoliđ. Bírćfnir ţjófar geta stoliđ hverju sem er. A.m.k. hverskonar munum. Jafnvel vitsmunum. Veit ekki af hverju mér datt ţetta í hug en ţetta er kannski ekki vitlausara en hvađ annađ. Ég hugsa t.d. oft um margfalda merkingu orđa. Yfirleitt finnst mér íslenskan einstök ađ ţví leyti en líklega er hún ţađ ekki. Hún er samt ţađ mál sem ég get yfirleitt hnođađ til á ţann hátt sem mér líkar best. Viđ önnur mál get ég ţađ ekki. Flest ţeirra skil ég raunar alls ekki.

IMG 3144Rusl – eđa hvađ?


mbl.is Ţingflokkarnir bođađir á fundi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fráfarandi stjórn gćti líka heitiđ Hrunstjórnin II, a.m.k. hrundi hún sjálf međ miklu bramli. En auđvitađ er ekki hlćjandi ađ ţessu.

Ađalsteinn Geirsson 14.5.2013 kl. 13:31

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, Ađalsteinn og svo gćti Hrunstjórnin III veriđ á leiđinni.

Sćmundur Bjarnason, 15.5.2013 kl. 21:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband