13.3.2013 | 15:25
1907 - Skák og mát
Mig vantar eiginlega staf. Altsvo listabókstaf. Er nefnilega að hugsa um að stofna flokk. Kannski lendi ég bara í ruslflokknum ABC++. Það er nú eiginlega skaði því ég var að hugsa um að fella niður allar skuldir á landinu. Ef ríkið getur ekki borgað þær verð ég líklega að gera það sjálfur. Jæja, það er svosem ágætt að losna við það.
Er fólk ekkert hugsi yfir öllum loforðum flokkanna? Það á bara að gera allt fyrir alla. Stinga verðbólgudrauginn á hol og hvaðeina. Mér finnst verst að ég skuli ekki skulda meira en ég geri. Það væri ekki ónýtt að fá niðurfellingu skulda. Annars er flest áhugaverðara en þessar yfirvofandi kosningar.
Þingmennirnir Skúli Helgason og Björn Valur Gíslason telja Guðlaug Þór Þórðarson hafa farið með staðlausa stafi þegar hann hélt því fram í þingræðu að því hefði verið haldið fram á nefndarfundi alþingis að réttlætanlegt væri að svíkja undan skatti. Ummæli þingmanna í ræðustól alþingis minnir mig að séu friðhelg og ekki sé hægt að kæra menn fyrir þau. Skúli og Björn hafa því þann kost að skora á Guðlaug að endurtaka þessi ummæli sín á opinberum vettvangi og kæra hann svo. Það held ég að þeir muni ekki gera.
Frétt dagsins er sennilega sú að Lagarfljótsormurinn hafi það ekki gott. Þó náðust myndir af honum ekki alls fyrir löngu. Annars er ekki grín gerandi að þessum fréttum sem berast að austan. Svona getur farið þegar tvær ár eru gerðar að einni. En auðvitað er þetta ekki Landsvirkjun að kenna.
Eftirlitsiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Samt er reynt að gera honum erfitt fyrir með hrossakjötsíblöndun og ýmsu öðru.Veit ekki betur en menn noti saltpétur og önnur snefilefni eins mikið og kostur er. Svo er aldrei á vísan að róa með það hvað er óhollt og hvað ekki. Þetta er sífellt að breytast. Það er a.m.k. stórhættulegt að lifa. Gott ef ekki lífshættulegt. Einu sinni urðu menn að láta sér nægja að drepast úr skyrbjúg eða vafasömum innanmeinum en þetta er alltsaman orðið fullkomnara núna. Samt deyja menn ennþá úr lungabólgu.
15. mars n.k.(semsagt á föstudaginn kemur) hefst í London merkilegt skákmót. Þar verður tefld tvöföld umferð um réttinn til að skora heimsmeistarann Anand á hólm. Heimsmeistaratitillinn er búinn að vera lengi í lausu lofti. Kannksi batnar það ástand núna. Þeir sem taka þátt í þessu sögulega móti í London eru:
Magnus Carlsen
Vladimir Kramnik
Levon Aronjan
Teimour Radjabov
Vassily Ivanchuk
Alexander Grischuk
Peter Svidler og
Boris Gelfand.
Auðvitað vonum við Íslendingar að Magnus Carlsen vinni og hann er vissulega líklegastur til þess. Stigahæstur og allt. Með þeim yngstu í hópnum einnig og í góðu formi líkamlega. Þar að auki er hann Norðmaður og hefur oft til Íslands komið. Kannski segi ég eitthvað meira frá þessu sögulega skákmóti seinna, ef ástæða verður til.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Lungnabólgan er að verða skæðari og verri eftir því sem ónæmi baktería eykst. Gæti hún orðið hin mesti skaðvaldur innan fárra ára.
Það verður hið smæsta sem gerrir út af við okkur að lokum.
Guðmundur Bjarnason 13.3.2013 kl. 17:08
Já, það er satt. Það er alls ekki grín gerandi að þessu. Man vel eftir fuglaflensunni sem allir biðu eftir með ofvæni fyrir nokkrum árum. Það er vel hugsanlegt að einhver skæð farsótt drepi næstum alla í heiminum eins og samgöngur eru orðnar.
Sæmundur Bjarnason, 13.3.2013 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.