26.2.2013 | 00:02
1890 - Tvær vísur
Einu sinni gerði ég tvær ágætar vísur. Þær voru svona:
Jörmungandur japlar mélin
járnin bryður ótt og títt.
Innst í brjósti urgar vélin,
Ólmast faxið mjúkt og sítt.
Gneistar fljúga úr spyrntu spori,
splundrast jörð og rignir mold.
Endi heims á atómvori.
Eldar brenna og sekkur fold.
Þetta má útskýra á ýmsa vegu og það hef ég reynt. Ég hef líka birt þessar vísur áður á blogginu mínu. (Jafnvel tvisvar) Þori eiginlega ekki að spyrja Gúgla að því.
Verst var að ég skildi þessar vísur afar illa. Þær hafa því sennilega verið ortar í gegnum mig. En ég trúi bara alls ekki á miðla. Sér í lagi ekki þá sem miðla skoðunum og fréttum milli ólíkra heima og ýmissa tíma. Þar að auki er það skoðun fræðimanna að Jörmungandur sé alls ekki hestur heldur miðgarðsormur. En það er nú aukaatriði.
Mestu máli skiptir að vísurnar lýsa hugsanlega kjarnorkustríði og gætu sem hægast haft heilmikið spádómsgildi. Allavega eru margir áratugir síðan ég gerði þessar vísur og þær hafa verið mér minnisstæðar allar götur síðan. Og nú óttast fólk jafnvel meira mengun en kjartorkustríð. Kannski þessi draugur hafi farið tímavillt.
Lækka skatta, auka alla þjónustu og minnka útgjöld ríkisins. Þetta er í stuttu máli sagt það sem sjálfstæðismenn segjast ætla að gera auk þess að reyna að losna við illfyglisdrauginn ESB frá ströndum landsins. Hverju lofa aðrir? Það á eftir að koma í ljós. Auðvitað er ekki mikið að marka þetta og allir vita það. Líka þeir sem samþykkja. Samþykktir landsfunda eru bara samþykktir sem gerðar eru á landsfundi. Nema ef svo skyldi vilja til að einhver flokkur fengi hreinan meirihluta. Það væri meirháttar áfall, því þá þyrfti að framkvæma a.m.k. eitthvað af landsfundarsamþykktum.
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins reyna svo að láta líta svo út að allir sem samþykkja ósköpin séu með gullfiskaminni og óttalega lítið á milli eyrnanna. Það er ímynd flokkanna og reynslan af þeim sem skiptir mestu máli í kosningum. Kosningaáróðurinn skiptir afar litlu. Reynslan af þeim sem stjórnað hafa undanfarið og þeim sem gerðu það á undan þeim er ekki góð. Þessvegna er betra tækifæri núna en oftast áður til verulegra breytinga.
Tvö mál ber hæst um þessar mundir: ESB og nýja stjórnarskrá. Þó sú stjórn sem nú situr hafi ætlað sér að koma þeim málum (ásamt mörgum öðrum) í gegn á kjörtímabilinu hefur það alls ekki tekist. Verulegur meirihluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu í ESB svo nokkuð öruggt er að ekki verður af því í bili. Aftur á móti bendir margt til að verulegar breytingar á stjórnarskránni njóti talsverðs fylgis. Hvernig alþingi afgreiðir það mál kann að hafa verulega þýðingu fyrir smáflokka þá sem risið hafa upp að undanförnu. Þessvegna má gera ráð fyrir að það verði fyrst eftir þinglok sem sjáist sæmilega í skoðanakönnunum hvernig atkvæðin skiptast á milli þeirra. Engar líkur eru til að óánægja ýmissa hópa í þjóðfélaginu nái lengra en til kosninganna í apríl.
Þetta er yfirdrifinn skammtur af stjórnmálum í bili. Þeir sem þurfa meira verða bara að leita að því annarsstaðar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Já þetta eru fínar vísur. Mikill kraftur í þeim. En hvaða lúkar er þetta sem myndin er tekin í? Er þetta í skútu?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.2.2013 kl. 03:48
Sennilega er þetta lúkar á togara. Myndin er tekin á sjóminjasafninu í Víkinni á Grandagarði.
Sæmundur Bjarnason, 26.2.2013 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.