1891 - Íhaldshrókur afleitur

Einu sinni var fariđ í mikiđ heilsuátak á Stöđ 2, ţegar ég vann ţar. Í alllangri gönguferđ um hálsana sem ég tók ţátt í (kannski ţeirri fyrstu og einu) var m.a. rćtt um hve hollar gönguferđir vćru og skömmu seinna var fariđ ađ rćđa um Halldór Laxness. Ţá segir María Maríusdóttir og mér er ţetta alltaf mjög minnisstćtt: „Ţiđ sjáiđ nú hvernig komiđ er fyrir honum. Hann var alltaf sígangandi út um allt á sínum yngri árum og nú getur hann ekki dáiđ.“ Um ţetta leyti var Halldór lifandi, en ađ mestu kominn út úr heiminum.

Af einhverjum ástćđum dettur mér alltaf í hug vísa sem ég lćrđi fyrir ekkert mörgum áratugum ţegar ég heyri minnst á landsfundarsamţykktir Sjálfstćđisflokksins. Ég ţurfti ekki ađ heyra ţessa vísu nema einu sinni til ađ lćra hana og ţađ bendir til ţess ađ hún sé nokkuđ góđ. Svona minnir mig ađ hún sé, vel getur samt veriđ ađ einhver orđ séu breytt:

Íhaldshrókur afleitur,
innan sviga građur.
Ţrammar áfram ţrefaldur
Ţorsteinn kvćđamađur.

Hinir og ţessir á fésbókinni eru öđru hvoru ađ segjast hafa samţykkt vinabeiđni mína. Samt er ég alveg viss um ađ ég hef aldrei beđiđ ţau um fésbókarvinskap. Kannski er bókarskruddan ađ versna núna um ţessar mundir. Konráđ Ragnarsson sendi mér t.d. eitthvert myndband um daginn, sem ég opnađi ekki og nú heyrist mér á einhverjum ađ ţađ hafi veriđ vírus ţar. Samţykki helst ekkert af ţví sem ađ mér er otađ á fésbókinni. Skođa ekki einu sinni myndir eđa myndbönd ef ţess er krafist ađ ég gerist í stađinn áskrifandi ađ einhverju appi. Kannski er ég ađ missa af einhverju vođa sniđugu međ ţessu, en ţađ verđur bara ađ hafa ţađ.

Enn held ég áfram ađ tala um fésbókina, enda er ţađ tungunni (puttunum) tamast sem hjartanu er kćrast. Eins og allir vita (ehemm) er ég vanur ađ klikka á fésbókartakkann á Moggablogginu ţegar ég er búinn ađ blogga. Ţađ ţýđir (held ég) ađ ţeir fésbókarvinir mínir sem eru ađ villast á bókardruslunni sjá ađ ég er búinn ađ blogga. Nú bregđur svo viđ ađ í stađ myndarinnar af mér sem venjulega fylgir slíku er birt mynd af blogginu mínu. Guđ láti gott á vita. Kannski er fésbókinni bara ađ fara fram eftir allt saman.

Sé eingöngu litiđ á ályktanir landsfunda er hćgt ađ álíta ađ Samfylkingin hafi fćrst nćr miđju, Sjálfstćđisflokkurinn til hćgri og frá miđjunni, Vinstri grćnir nćr miđju og Framsóknarflokkurinn lofađ öllu fögru. En auđvitađ er ekkert ađ marka slíkar samţykktir. Líklegt er samt ađ Sjálfstćđisflokkurinn komist í ríkisstjórn annađhvort međ Framsókn eđa Samfylkingu. Ómögulegt er samt eins og sakir standa ađ fullyrđa nokkuđ um hver stađa litlu flokkanna verđur.ađ kosningum loknum. Eins er mjög óljóst hvernig ţinginu lýkur og ţađ mun geta haft áhrif á úrslit kosninganna.

Skattahćkkanir eđa skattalćkkanir. Ţađ er stóra spursmáliđ. Íslendingum hćttir til ađ telja sig stórum ríkari en ţeir eru í raun. Ţessvegna er ţađ ţannig ađ margir ţeirra auđmanna sem Sjálfstćđisflokkurinn eru alltaf ađ reyna ađ gera vel viđ eiga varla fyrir salti í grautinn. Sömuleiđis er ég skíthrćddur um ađ stór hluti ţeirra sem súpeldhúsin sćka (hvar eru ţau nú aftur) hafi enga ţörf fyrir ţau.

IMG 2631Veđrađir stólar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband