19.2.2013 | 23:41
1885 - Verðtrygging
Á fésbókinni skrifar einhver (framsóknarmaður??) um að hann telji að eignamyndun hafi átt sér stað hjá sér, varðandi íbúðarhúsnæði, þó skuldin við íbúðalánssjóð sé hærri nú en upphaflega, vegna þess að húseignin sé miklu meira virði en hún var þegar hann keypti hana. Þessu er ég sammála. Þó mikið sé andskotast útí verðtrygginguna þessa dagana og látið í veðri vaka af pólitíkusum að hún sé upphaf og endir alls ills er hún í mínum huga aðeins annað nafn á vöxtum. Þegar verðtryggingunni er hallmælt sem mest er venjulega verið að deila á framkvæmd hennar og vísutölubindinguna. Pólitíkusar hafa haldið því fram að við hvorugu megi hrófla en það er mesti misskilningur og íhaldssemi.
Hingað til hefur munurinn á innláns og útlánsvöxtum (sem er mikill hér á landi) verið notaður til að styrkja bankana. Sú styrking var auðsjáanlega orðin alltof mikil í hruninu. Þetta er auðvelt að sjá eftirá. Misrétti í framkvæmd verðtryggingarinnar var einkum notað til að styrkja lífeyrissjóðina sem aftur voru látnir tryggja ríkisvaldinu möguleika á að hafa skatta tiltölulega lága með því að taka frá þeim skylduna til að greiða mannsæmandi ellilaun. Með því að stjórnvöld tryggðu síðan mikið eftirlitsleysi gátu útrásarvíkingar fengið aðgang að ódýru lánsfjármagni. Svo fór auðvitað sem fór og allt varð á skammri stund vonlaust.
Að halda því fram að setja eigi lög sem banna verðtryggingu er eingöngu að pissa í skóinn sinn. Það er vísitölubindingin sem er vitlaus og framkvæmdin á verðtryggingunni kann að vera það líka. Merkilegt þykir mér að það eru oft sömu stjórnmálamennirnir sem halda því fram að allt sé ómögulegt hjá ESB (Icesave o.fl.) og vilja svo nota einhverja tilskipun þaðan til að losna við verðtrygginguna og útvega sér um leið fáein atkvæði.
Undanfarið hafa einhver Jón Geir og María Ýr stundað það að setja linka á ómerkilegar auglýsingar í athugasemdakerfið hjá mér og ekkert annað. Ekki veit ég hver þau eru og hef engan áhuga á að vita það. Aðallega setja þau óorð á þessi nöfn og kannski eru það ekki einu sinni lifandi verur sem gera þetta. Ef þessu heldur áfram og versnar kannski, mun ég að sjálfsögðu kæra þetta til Moggabloggsguðanna. Þeim ber skylda til að sjá um að svona lagað gerist ekki.
Kannski er helsti gallinn á blogginu mínu að það fjallar ekki um neitt ákveðið efni, heldur fer það sem ég blogga um bara eftir því á hverju ég hef áhuga í það og það skiptið. En ég hugsa bara svona og get ekki að því gert. Þykist vera allgóður stílisti en oft er það svo að ég finn að ég veit ekki nærri nógu mikið um það sem ég leiðist útí að skrifa um.
Fullyrðingar Jónasar Kristjánssonar og margra fleiri um að fólk sé fífl og tal um gullfiskaminni og þess háttar, ber vott um hroka. Mér finnst ég vera laus við þesskonar hroka en allsekki er víst að allir samþykki það. Upplifun hvers og eins er sannleikur hans og staðreyndir skipta oft litlu máli. Með því að forðast umtal um þær hliðar mála sem vafasamar eru má oftast leiða talið að öðru. Mín skoðun er einfaldlega sú að fólk sé ekki fífl. Hæfileikar hvers og eins beinast samt að sjálfsögðu í mismunandi áttir og fífl eru til.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Eins og oft hefur komið fram, var verðtryggingin við upphaf hennar (Ólafslögin) miðuð við s.n. lánskjaravísitölu. Hún mældi ekki það sama og vísitala neysluverðs, t.d. hækkuðu lánin ekki þótt brennivínið hækkaði. Það var hinsvegar að undirlagi bankanna með stuðningi Vinnuveitendasambandsins, sem þá hét (nú SA) að þessu var breytt á níunda áratug síðustu aldar. Þá var líka afnumin verðtrygging launa, sem var grundvallaratriði í Ólafslögum og var ætlað að stuðla að stöðugleika.
Ellismellur 20.2.2013 kl. 05:49
Húseignin er ekkert meira virði í dag en þegar hann, (framsóknarmaðurnn), kaupir hana, nema að hann hafi endurbætt og jafnvel byggt við.
Það er krónan sem hefur hrunið mörg 1000 falt. Einfalt.
Hann verður að bera söluverðið við aðra fasteign sem hann kaupir á sama tíma!
Hitt er að steinsteipa stendur oftast fyrir sínu.
Ég hef bent á það annarsstaðar, að rjómabolla, sem kostaði eina krónu í Sveinsbakaríi 1950 kostar í dag, ef við tökum ekki tvö núllin af krónunni( mesti þjófnaður Íslandsögunnar), kr. 33.200.00 (332). Það er krónan og heilabúið í íslendingum sem hefur rýrnað. Kv.
V.Jóhannsson 20.2.2013 kl. 12:19
Hjartanlega sammála. Og þetta verða ummæli ársins
Takk fyrir það
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2013 kl. 15:55
Er ekki sammála þessu með heilabúið og held að það styðjist ekki við nein sérstök rök eða mælingar. Augljóst er að verðtryggingin eins og hún er notuð í dag er óæskileg.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2013 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.