1886 - Ađ ná árangri

Hvernig fer ég ađ ţví ađ passa ađ tölurnar yfir bloggin séu oftast réttar? Yfirleitt geri ég ţađ svona: Ţegar ég er búinn ađ setja upp mitt síđasta blogg séra (share) ég ţađ svo tilkynning um ţađ birtist á fésbókinni síđan loka ég vafranum og fer í Word-bloggskjaliđ mitt og bćti einum viđ töluna sem ţar er og ţurrka út ţađ sem ég var ađ setja inn. Stundum byrja ég svo strax á nćsta bloggi en ekki alltaf.

Međ tilliti til vantrauststillögu Ţórs Saaris sem sagt var frá í fréttum í kvöld (miđvikudag) má segja ađ líkur aukist á ţví ađ tíđinda sé ađ vćnta frá alţingi og e.t.v. ríkisstjórninni um nćstu helgi. Annars er stjórnmálaástandiđ svo skrýtiđ núna ţessa dagana ađ ég er ađ hugsa um ađ tjá mig ekkert frekar um ţađ.

Međ einsýni er hćgt ađ ná árangri, en hvađ er árangur? Er ţađ árangur ađ vera getiđ í fjölmiđlum? Er ţađ árangur ađ skara framúr í einhverri íţróttagrein ţó hún sé stunduđ af fáum? Er ţađ árangur ađ skara framúr í skóla ţó manni ţyki hann óhemju vitlaus? Er ţađ árangur ađ eiga marga vini og hugsa meira um ţeirra hag en sinn eigin? Er ţađ árangur ađ verđa gamall? Er ţađ árangur ađ eignast börn og barnabörn? Er ţađ árangur ađ missa ekki vitiđ? Og er ţađ einsýni ađ vanrćkja allt nema eitthvađ ákveđiđ atriđi og einblína á ţađ? Ţetta eru spurningar sem hver og einn verđur ađ svara fyrir sig.

Flestir reyna ađ ná árangri á sem flestum sviđum og ađ skilgreina svo sviđin eftir ţörfum. Síđasti árangur flestra er dauđinn sjálfur.

Er árangur stjórnvalda fólginn í ţví ađ sjá til ţess ađ ekki verđi gerđ uppreinsn? Halda dauđhaldi í völd sín og reyna ađ auka ţau? Er ţađ árangur ađ láta stjórn hanga út kjörtímabil ţó auđséđ sé ađ hún valdi meiri skađa en gagni? Er ţađ árangur hjá stjórnarandstöđu ađ tefja mál sem mest og reyna međ öllum ráđum ađ koma í veg fyrir ađ mál, sem stjórnin leggur mikla áherslu á ađ koma í gegn, geri ţađ?

Nú er ég loksins búinn ađ lesa Stephen King bókina „Under the Dome“ í kyndlinum mínum. Man ađ ég las fyrir löngu bók eftir hann sem heitir „The Stand“. Ţessar bćkur eru hnausţykkar og ekki auđvelt ađ pćla í gegnum ţćr ţví hann skrifar dálítiđ einkennilegan stíl og notar mikiđ af sjaldgćfum orđum. Hugsunin í ţeim er frumleg og tćknilegar lýsingar hans á ýmsu sem fyrir kemur eru stundum örlítiđ vafasamar en samt alls ekki út í loftiđ. Hann er alltaf áhugverđur ţó hann sé oft óţćgilega margorđur um suma hluti. Bók ţessa fékk ég á sérstöku kynningarverđi sem mig minnir ađ hafi veriđ 1 eđa 2 dollarar. Venjulegt verđ á ţessari bók er $ 14,56.

IMG 2592Inngangur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

(Athugasemd međ auglýsingatengli fjarlćgđ af umsjónarmönnum.)

Ásgeir 21.2.2013 kl. 13:14

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ásgeir, ţađ er ósiđur ađ vera ađ drita ómerkilegum linkum svona útum allt án ţess ađ hafa nokkuđ ađ segja. Eiginlega á slík hegđun betur heima á fésbókinni, finnst mér.

Sćmundur Bjarnason, 22.2.2013 kl. 13:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband