1884 - AMX

Ţann níunda desember 2008 hef ég skrifađ eftirfarandi:

Vefmiđlar spretta upp eins og gorkúlur á haugi um ţessar mundir. AMX er einn kallađur. Ekki hef ég hugmynd um fyrir hvađ ţessir stafir standa. Frá stofnun hefur ţessi vefur veriđ fremsti fréttaskýringarvefur landsins eftir ţví sem sagt er í hausnum. Ţetta er skrýtinn vefur og ekki gott ađ átta sig á honum. Hćgrisinnađur er hann ţó örugglega og mótfallinn EU-ađild. Međal fyrstu  pistlahöfunda á ţessum óviđjafnanlega fréttaskýringarvef má nefna Jónas Haraldsson, Styrmi Gunnarsson, Óla Björn Kárason, Björn Bjarnason og Bjarna Harđarson.

Viđ ţetta er litlu ađ bćta. Kjaftasögurnar ţar eru kallađar „fuglahvísl“ og međ ţví er sennilega veriđ ađ vitna í ţýska talsháttinn „Das hat mir ein Vogel gesagt“. Annars kann ég afar lítiđ í ţýsku og kannski er ţetta tóm vitleysa hjá mér.

Enn er fuglahvísliđ á AMX viđ sama heygarđshorniđ. Sá ţar eftirfarandi um daginn ţó ég lesi bulliđ ţar afar sjaldan. Ţar var veriđ ađ vitna í forstjóra Landsvirkjunar og í hugleiđingum AMX er sagt ađ hann hljóti ađ hafa skipt um skođun. (Eins og hann megi ţađ ekki.)

Viđ teljum ađ fjármögnun í gegnum fjármálastofnanir muni ganga eftir á nćstu vikum ef tekst ađ ljúka Icesave-deilunni. [...] Út frá hagsmunum fyrirtćkisins tel ég ţađ afar jákvćtt ađ leysa ţetta Icesave-mál. Ţetta mun örugglega auđvelda okkur fjármögnun, og ţá ekki bara fyrir Búđarháls heldur fyrir öll önnur verkefni sem viđ erum međ í skođun. Lausn ţessa máls hefđi líka jákvćđ áhrif á lánshćfismat fyrirtćkisins og íslenska ríkisins sem myndi hafa jákvćđ áhrif á ađgengi ađ fjármagni fyrir öll íslensk fyrirtćki.

Samkvćmt skođun AMX (eđa fuglanna ţar) er EFTA-dómurinn semsagt ekki lausn.

Í sannleika sagt held ég ekki ađ Framsóknarflokkurinn eigi sér viđreisnar von í komandi kosningum og Sjálfstćđisflokkurinn vinnur varla ţann sigur sem flokksmennirnir vonast eftir. Fráfarandi stjórn á heldur ekkert gott skiliđ og fćr ţađ nánast örugglega ekki. Nýju flokkarnir hljóta ţá ađ vera helsta vonin. Hvernig ţeir skipta atkvćđunum á milli sín á alveg eftir ađ koma í ljós. Annars eru stjórnmálin svo óljós ađ ég ćtla ađ hćtta ađ hugsa um ţau núna.

Samkvćmt frétt http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/18/vid_aettum_ad_eiga_bestu_skolana/ sem ég var ađ lesa á mbl.is fá 27,5% grunnskólanemenda á Íslandi sérkennslu. Ekki veit ég hvernig ţessi tala er tilkomin en mér finnst hún ansi há. Gefiđ er í skyn í greininni ađ vel vćri hćgt ađ minnka ţetta í svona 5% og mér ţćtti gaman ađ vita hvort reyndir skólamenn eru sammála ţessu. Sé svo er augljóst ađ núverandi grunnskólastefna er stórgölluđ og mikil ţörf á ađ lagfćra hana. Kannski er ţetta bara innlegg í Katrínarsönginn í Hádegismóum en ég vil samt ekki trúa ţví ađ komandi kosningar komi ţarna viđ sögu.

IMG 2584Málverkasýning.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

(Athugasemd međ auglýsingatengli fjarlćgđ af umsjónarmönnum.)

Maria Ýr 19.2.2013 kl. 03:07

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ţađ er ókurteisi ađ setja bara link á auglýsingu í athugasemdir. Athugađu ţađ María Ýr, hver sem ţú ert.

Sćmundur Bjarnason, 19.2.2013 kl. 11:08

3 Smámynd: Jens Guđ

  Dagblöđin birta stundum lista yfir heimsóknir á vefmiđla.  Amx sést ekki á ţeim lista.  Sá miđill virđist ţví vera einhver "lókal" miđill fárra.  Ég hef ađeins kíkt ţangađ inn ţegar vitnađ er í mig ţar.  Mér hugnast ekki efnistök ţarna. 

Jens Guđ, 19.2.2013 kl. 22:09

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, ég hef líka lítiđ álit á AMX.

Sćmundur Bjarnason, 20.2.2013 kl. 00:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband