12.1.2013 | 05:21
1849 - Athugasemdir
Hef alltaf svolitlar áhyggjur af því að þeir sem lesa bloggið mitt missi af mjög gáfulegum athugasemdum. Hér eru t.d. þrjár þær síðustu síðan um daginn. Kannski einhverjir hafi misst af þessum súperfínu og krassandi umræðum.
- - - - - - - - - -
Er nokkur munur á Facebook og blog.is hvað varðar markaðsvæðingu samskiptavefja? Er kvótadrottningin í Eyjum sem dælir peningum í Morgunblaðið eitthvað ólíklegri til að selja þennan gagnagrunn sem þessi orð eru skrifuð í í til hæstbjóðanda, heldur en Mark Zuckerberg?
Theódór Norðkvist, 11.1.2013 kl. 04:52
...heldur en Mark Zuckerberg er til að selja Facebook með öllum sínum upplýsingum.
Átti þetta að vera þarna síðast til að setja hlutina í skýrt samhengi.
Theódór Norðkvist, 11.1.2013 kl. 04:53
Nei, Eyjadrottningin er ekkert betri, held ég. Zuckerberg er samt óseðjandi. Alltaf að biðja um (eða heimta) nýjar og nýjar upplýsingar og svo hleypir hann allskyns fólki (öppum) að manni. Hún er líka mun minni og ólíklegt að eftirspurnin sé lík.
Sæmundur Bjarnason, 11.1.2013 kl. 13:32
- - - - - - - - - -
Svona er ég nú sjálfmiðaður ef ég passa mig ekki. Og ég passaði mig ekkert núna.
Fór áðan út að labba og samdi eftirfarandi: Kannski ég kalli það bara ljóð.
Á göngustígum borgarinnar.
Uppþornaðir ánamaðkar,
sælgætispappír,
sinustrá,
gæsaskítur,
rakettuprik.
Allt ber þetta vott um líf,
sem hefur látið undan síga.
Nú er ég semsagt búinn að fylla næstum því heila blaðsíðu. Ókey ég viðurkenni að það er með hálfgerðu svindli svo ég ætti að reyna að bæta einhverju við. Veit ekki hvernig það gengur. Reyni.
Það virðist vera keppikefli sumra að skemmta sér undir drep. Ennþá held ég að enginn hafi samt skemmt sér til dauðs, enda býst ég ekki við að dauðinn sé skemmtilegur. Margir hafa samt stytt líf sitt töluvert með ótímabærum skemmtunum. Er skemmtilegast að éta? Það gæti maður haldið. Allur vondur matur er bráðhollur.
Mér þykir slæmt hvernig veröldin er, því hún gæti verið svo miklu betri. Það er til dæmis engin hemja að láta mann drepast þegar maður er að byrja að skilja lífið. Auðvitað er það engum að kenna en ég set mig upp á móti því samt.
Ekki er líklegt að stjórnarmunstur blasi við eftir kosningarnar í vor. Þá hefst hið brjálaða tilstand. Allir reyna að ganga í augun á öllum hinum og kjaftasögurnar spretta upp hvar sem tveir menn hittast. Í þessu grugguga vatni finnst Ólafi forseta gaman að leika sér. Því hann veitir umboð til stjórnarmyndunar og getur haft áhrif á hana. Hvernig hrossakaupin ganga og hver platar hvern fer að sjálfsögðu talsvert eftir úrslitum kosninganna en ekki er öruggt að sú úrslit hafi úrslitaáhrif. Leiknin og fimin í kjötkatlastríðinu hefur mikil áhrif líka. Líklega skipta einhverjir peningar einnig um eigendur í þessu millispili, en að lokum kemst á vopnaður friður og ríkisstjórn verður mynduð. Svona hefur þetta gengið og svona á þetta að ganga til, eða hvað? Samsteypustjórnir eru mál málanna því þá er alltaf hægt að svíkja það sem menn sjá mest eftir að hafa lofað.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.